Erasmus+ námsheimsókn til Svíþjóðar

23.3.2017

Landskrifstofa menntahluta Erasmus+ á Íslandi auglýsir eftir þátttakanda í viku námsheimsókn til Stokkhólms og Västerås í Svíþjóð dagana 8.-12. maí nk.

Hlutverk aðila vinnumarkaðarins í starfsmenntun

Aðilar vinnumarkaðarins gegna mikilvægu hlutverki í mótun og þróun starfsmenntunar. Aðalatriðið er að þörfum vinnumarkaðarins sé mætt með fagmenntuðu og þjálfuðu starfsfólki. Samstarf starfsmenntastofnana og vinnumarkaðarins er nauðsynlegt, sér í lagi til að mæta framboði og eftirspurn markaðarins eftir þjálfuðu vinnuafli sem og auka aðdráttarafl starfsmenntunar.

Þátttakendur, 20 manna hópur, munu heimsækja starfsmenntaskóla og fræðsluaðila sem hafa sterk tengsl við vinnumarkaðinn, hitta hagsmunaaðila og fulltrúa frá ólíkum sviðum og stjórnum samfélagsins. Þátttakendur munu jafnframt ná fundum með nemendum og kennurum úr starfsmenntageira og deila reynslu og þekkingu sinni.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, vinnustað og stöðu. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og tengsl við starfsmenntun.

Landskrifstofa fyrir menntahluta Eramus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald, gisting, uppihald og ferðir innanlands í Svíþjóð er greitt af skipuleggjendum námsheimsóknar í Svíþjóð.

Nánari upplýsingar um námsheimsóknina og dagskrá.

Umsóknarfrestur er til 31. mars nk.

Sækja um þátttöku









Þetta vefsvæði byggir á Eplica