Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár

26.1.2017

Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB fagnar 30 ára afmæli í ár. Yfir 9 milljónir Evrópubúa hafa notið stuðnings frá áætluninni og eru Íslendingar þar ekki undanskildir. Á því 25 ára tímabili sem Íslendingar hafa tekið þátt í samstarfinu hafa íslenskir þátttakendur verið um 28.700 talsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur sett upp síðu tileinkaða afmælinu þar sem finna má margvíslegar upplýsingar, m.a. hvað varðar þátttöku Íslands.

 

8,6% þjóðarinnar hafa þannig tekið beinan þátt og sem hlutfall af fólksfjölda er þetta næsta hæst allra þeirra ríkja sem taka þátt í áætluninni. Fjöldi Evrópubúa sem hefur komið til Íslands er enn meiri en farið hefur og því hafa áhrifin á íslenskt mennta- og æskulýðskerfi verið mikil og átt ríkan þátt í þeirri alþjóðavæðingu sem orðið hefur á íslensku samfélagi á síðustu árum.

Sjá upplýsingablað um þátttöku Íslands í Erasmus (pdf).


Áhugaverð tölfræði!

  • Yfir 9 milljónir Evrópubúa hafa notið stuðnings frá áætluninni
  • 6.600 Íslendingar hafa farið utan í skiptinám við evrópska háskóla
  •  9.900 Íslendingar hafa tekið þátt í æskulýðssamstarfi
  • 2.200 íslenskir starfsnámsnemar hafa notið stuðnings til náms og starfsþjálfunar í Evrópu
  • 9.400 íslenskir starfsmenn í mennta- og æskulýðsgeiranum hafa farið í heimsóknir til Evrópu
  • 600 íslenskir sjálfboðaliðar hafa farið til útlanda
  • 4.4 milljónir háskólanema og 1.3 milljónir starfsnámsnema hafa stundað nám og þjálfun í öðru Evrópuríki með stuðningi frá áætluninni
  • 1.4 milljónir ungs fólks hafa tekið þátt í ungmennaskiptum og 100 þúsund í sjálfboðaliðsstarfi í öðrum ríkjum.
  • 1.8 milljónir starfsmanna í mennta- og æskulýðsgeiranum hafa farið í námsheimsóknir eða tekið beinan þátt í samstarfi.

Áhrif á einstaklinga og samfélag

Áhrifin á þá einstaklinga sem taka þátt eru mikil, en rannsóknir benda t.d. til að háskólanemum sem fara í skiptinám gangi betur að fá vinnu að námi loku en þeir sem ekki fara. Flestir vinnuveitendur eru að leita að starfsfólki með getu til að leysa vandamál, sem er forvitið og á gott með samstarf, en þeir sem taka þátt í skiptinámi hafa þessa eiginleika í ríkara mæli en þeir sem heima sitja. Tungumálakunnátta eykst sem og menningarlæsi og 80% þeirra sem tekið hafa þátt í ungmennaskiptum telja að þeir séu betur í stakk búnir til að takast á við félagslegar áskoranir og til þátttöku í stjórnmálum. Þá virðist þátttaka í Erasmus+ einnig hafa áhrif á búsetu og ástarlíf, því fyrrum skiptinemendur eru líklegri til að flytja til annarra landa og þriðjungur þeirra á maka frá öðru landi.

EplusmakarÁhugaverð tölfræði um áhrif þátttöku í Erasmus+ á líf stúdenta.

Landskrifstofur Erasmus+ á Íslandi

Tveir aðilar sjá um rekstur Erasmus+áætlunarinnar á Íslandi og geta veitt nánari upplýsingar um einstök verkefni sem notið hafa stuðnings:

Rannís sér um menntahlutann sem tekur til leik-, grunn- og framhaldsskóla, háskóla og fullorðinsfræðslu.

Evrópa unga fólksins sér um æskulýðshluta áætlunarinnar.

30 ár með Erasmus+

Þetta vefsvæði byggir á Eplica