Áherslumál EPALE í apríl 2017: Raunfærnimat (staðfesting á færni sem áður hefur verið aflað)

4.4.2017

  • Stimpill

Í apríl beinir EPALE sjónum sínum sérstaklega að raunfærnimati!

Við hjá EPALE teljum mjög mikilvægt að fullorðnir sem hafa aflað sér þekkingar og færni utan formlegs skólakerfi fái þekkingu sína metna.  Raunfærnimat gerir fólki kleift að sýna fram á kunnáttu og færni sem það býr yfir til að fá vinnu við hæfi eða halda áfram í frekara nám.

Á Epale síðunni hefur verið safnað saman á einn stað efni þar sem fjallað er um raunfærnimat. Það er að finna áhugaverð blogg, greinar, gagnlegar heimildir  og annað efni um þetta mikilvæga málefni.

Kíkið á þetta myndband um LEVELS matskerfið, sem þróað var af alþjóðlega samstarfshópnum REVEAL . Í samstarfshópnum eru 25 stofnanir frá 22 löndum Evrópusambandsins: 

">https://www.youtube.com/embed/EtPgJQRMnFI?ecver=2">https://www.youtube.com/embed/EtPgJQRMnFI?ecver=2









Þetta vefsvæði byggir á Eplica