Virk samfélagsleg þátttaka á efri árum og nám þvert á kynslóðir

22.10.2020

Þegar litið er til lýðfræðilegra breytinga (demographic change) í Evrópu kemur í ljós að hlutfall eldra fólks í öllum Evrópusambandslöndunum er hátt og fer hækkandi. Þess vegna er afar áríðandi að boðið sé upp á hágæða námsefni, sem sniðið er að þörfum eldra fólks og að fólkið sjálft sé haft með í stefnumótun í símenntun og virkri þátttöku í samfélaginu. 

Samkvæmt því sem fram kemur í stefnuramma Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) um virkni aldraðra, er hækkandi lífaldur fólks einn af stærstu áföngum sem mannkynið hefur náð. Á sama tíma er hann einnig ein stærsta áskorunin. Kröfur um félagslega og fjárhagslega þjónustu í löndunum helst í hendur við hækkandi lífaldur fólks. Einnig kemur fram hjá Alþjóðaheilbrigðismála-stofnuninni að lönd munu aðeins hafa efni á hækkandi hlutfalli eldra fólks í samfélaginu ef ríkisstjórnir, alþjóðleg samtök og borgaraleg samfélög innleiða virka stefnu og áætlanir þar sem heilsa, þátttaka og öryggi eldra fólks er í fyrirrúmi.

Til að einfalda þátttöku eldra fólks í þjóðfélaginu þurfum við að leita að tækifærum þar sem möguleikar þeirra nýtast sem best. Eldri borgarar eiga að hafa aðgang að menntun, menningu og samfélagsþjónustu til jafns við aðra þegna í landinu. Þeir þurfa að geta tekið fullan þátt í því félagsstarfi sem boðið er upp á og verið virkir, sjálfstæðir og heilbrigðir þegar aldurinn færist yfir.

Þess vegna ætti símenntun eldri nemenda að vera forgangsatriði hjá fræðsluaðilum og þurfa þeir að þróa hágæða og sérhæfðar námsáætlanir sniðnar að þörfum þessa hóps.

Ein leið til að stuðla að félagslegri samheldni er nám þvert á kynslóðir, sem einnig hvetur ólíkar kynslóðir til samvinnu. Við höfum séð mörg frumkvæðisverkefni og aðgerðir á undanförnum árum og möguleikar á samvinnu milli kynslóða er í auknum mæli viðurkennd sem aðferð til að stuðla að samheldnu, kraftmiklu og fullkomlega lýðræðislegu þjóðfélagi.

Það er á þessum nótum sem við kynnum fjórða áhersluatriðið árið 2020 sem er: Þátttaka fólks í samfélögum þar sem lífaldur fer hækkandi og nám þvert á kynslóðir.

Taktu virkan þátt í Epale og deildu reynslu þinni

  • Vinnur þú með eldri nemendum?
  • Með hvaða markhópum vinnur þú?
  • Þekkir þú stefnumál, áætlanir og frumkvæðisverkefni sem beint er til eldri nemenda í landi þínu, héraði eða borg?
  • Hvaða markhóp leggja þeir áherslu á?
  • Hvað heldur þú að þurfi að gerast til að vera viss um að fullorðnir haldi áfram að vera virkir í þjóðfélaginu þegar aldurinn færist yfir?

Deildu reynslu þinni með samfélagi okkar. Það getur þú gert með að setja efni inn á bloggið okkar, fréttasíðuna, viðburðadagskrána og verkfærakistuna!

Þann 28. október 2020 býðst þér einnig að taka þátt í umræðum okkar á netinu.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica