Úrslit í sögukeppninni #mitterasmus

15.2.2021

  • Mitt-Erasmus-1-

Nú hefur dómnefnd ráðið ráðum sínum og var úr mörgum góðum færslum að velja. Dómnefndina skipuðu Eva Einarsdóttir, kynningarstjóri Erasmus+, Steinar Júlíusson, hönnuður og Alma Rún Hreggviðsdóttir, nemi í arkitektúr í LHÍ.

Það var Birgitta Sigursteinsdóttir sem bar sigur úr býtum fyrir frábæra frásögn af reynslu sinni af Erasmus+. Það kom líka á daginn að Birgitta hefur tekið þátt í fjölmörgum Erasmus+ verkefnum, meðal ananrs í frumkvæðiverkefni og í ungmennaskiptum. ,,Að kynnast svona mörgum með mismunandi bakgrunn gefur manni [...] aukinn skilning, umburðarlyndi og fordómaleysi” segir Birgitta.

Þar sem okkur barst ekkert vlog ákváðum við að veita þrenn aukaverðlaun fyrir aðrar flottar frásagnir þau hlutu Telma Dögg Björnsdóttir, Alma Dóra Ríkharðsdóttir og Sandra Karlsdóttir."

Á næstunni ætlum við að segja nánar frá þeim og þeirra reynslu.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica