550 milljónum króna úthlutað í Erasmus+ náms- og þjálfunarstyrki

14.6.2019

  • Erasmus+ styrkhafar ásamt starfsmönnum Rannís

Aldrei hefur verið úthlutað eins miklu fjármagni og í ár og er heildarupphæðin 10% hærri en árið 2018. Úthlutað var til 48 fjölbreyttra verkefna og njóta ríflega eitt þúsund einstaklingar frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum góðs af styrkjunum að þessu sinni.

Rannís hefur úthlutað tæplega 4 milljónum evra eða um 550 milljónum króna í náms- og þjálfunarstyrki úr Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB.

Aldrei hefur verið úthlutað eins miklu fjármagni og í ár og er heildarupphæðin 10% hærri en árið 2018. Úthlutað var til 48 fjölbreyttra verkefna og njóta ríflega eitt þúsund einstaklingar frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum góðs af styrkjunum að þessu sinni.

Í ár vekur góð þátttaka sveitarfélaga athygli og gera styrkirnir fjölmörgum kennurum og stjórnendum í leik- og grunnskólum um allt land mögulegt að sækja sér aukna þekkingu og reynslu í hinum ýmsu löndum Evrópu.

Náms- og þjálfunarverkefni gefa nemendum og starfsfólki skóla á öllum skólastigum, fræðslustofnana og fyrirtækja sem sinna menntun eða fræðslu, tækifæri til að taka hluta af námi eða sinna starfsþjálfun og kennslu í 33 Evrópulöndum. Að auki geta háskólar sótt um samstarfsstyrki við lönd utan Evrópu. Eins og undanfarin ár var hæstum styrkjum úthlutað til Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans.

Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlun Evrópusambandsins er stærsta áætlun í heimi á þessu sviði. Ísland fær árið 2019 um 10 milljónir evra eða ríflega 1,5 milljarð króna til úthlutunar. Þar af er einn milljarður króna til menntahlutans. Markmið Erasmus+ áætlunarinnar eru að ýta undir nýsköpun og þróun á evrópskum menntakerfum, meðal annars með því að styðja verkefni sem miða að því að efla grunnþætti eins og læsi og stærðfræði, auka alþjóðasamstarf háskóla, efla sköpunargáfu og frumkvæði nemenda, vinna gegn brotthvarfi, innleiða upplýsingatækni, efla starfsemi skólabókasafna og almennt efla gæði í menntun á öllum skólastigum og í atvinnulífi.

Yfirlit yfir úthlutaða styrki eftir skólastigum*

Leik-, grunn- og framhaldsskólar

Nítján skólum og sveitarfélögum sem starfa á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi var úthlutað alls 358.390 evrum. Eftirtaldir hlutu styrki:

Styrkþegi Heiti verkefnis Upphæð í evrum
Verkmenntaskóli Austurlands Barist gegn brottfalli í VA II 16.740€
Menntaskólinn við Sund Starfsþróun til að efla skapandi skólastarf 22.215€
Myndlistaskólinn i Reykjavík Endurmenntun fyrir kennara 11.295€
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Starfsþróun kennara 18.780€
Grandaskóli Conflict Management Emotional Intelligence and Bullying Prevention. 6.300€
Garðaskóli Erasmus+ 5.920€
Smáraskóli Ný tækifæri í skólastarfi með tilkomu tækninnar 14.390€
Vættaskóli Að virkja mannauðinn í skólanum 10.625€
Flensborgarskóli Starfsþróun kennara - flóttamenn og hælisleitendur - móttaka og kennsla 33.350€
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Bókasafnsfræði- og upplýsingatæknikennarar - Nýsköpun og nýir straumar - Starfsþróun fagfólks á skólasöfnum 25.130€
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Samþætting á Innra og ytra mati í leikskólum, grunnskólum og frístund 24.520€
Fjölbrautaskóli Suðurnesja Verkefnamiðað nám og leiðsögn nemenda 3.200€
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Þekkingarskólar í leiðsagnarnámi 22.865€
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Framsýnir leikskólar - fjölbreytt þekking 48.090€
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Leiðtogar í upplýsingatækni - þekkingaröfl og miðlun 29.360€
Borgarholtsskóli Skapandi kennsla og lærdómur III 27.980€
Skólaþjónusta Árborgar Skólaþróun - menntun fyrir alla 14.320€
Brekkubæjarskóli Umbreyting og stefna til framtíðar - skólasöfn 4.390€
Hafnarfjarðarbær Lærdómssamfélag um upplýsinga- og samskiptatækni 18.920€

Starfsmenntun

Tíu starfsmenntaskólar og stofnanir fengu samtals 660.622 evrum úthlutað. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki:

Styrkþegi Heiti verkefnis Upphæð í evrum
Landbúnaðarháskóli Íslands AgriCulture Exchange Iceland 80.334€
Starfsgreinaráð heilbrigðis-, félags- og uppeldisgreina VET-Iceland 41.750€
Landspítali University Hospital Facilitate learning at a hospital 30.220€
Fisktækniskóli Íslands Training of Fishtechnicians 25.080€
Menntaskólinn á Ísafirði Enhancement of students education and skill in the metal trade, with emphasis on Nordic tradition 23.824€
Slysavarnafélagið Landsbjörg Framfarir í kennslu um heilsu og vinnuöryggi farmanna og fiskimanna 14.970€
Myndlistaskólinn i Reykjavík Starfsumhverfi og nám í Evrópu 22.222€
IÐAN Fræðslusetur ehf. Icelandic Apprentices and Staff in Europe III 117.164€
Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins Create and Learn 265.274€
Menntaskólinn í Kópavogi Starfsnám erlendis fyrir nema í ferða- og matvælagreinum 41.784€

Fullorðinsfræðsla

Sjö aðilum sem starfa við fullorðinsfræðslu var úthlutað alls 84.510 evrum. Eftirtaldir hlutu styrki:

Styrkþegi Heiti verkefnis Upphæð í evrum
Fjölmennt símenntunar- og þekkingarmiðstöð Fjölmennt fræðsluferð starfsmanna við listabraut fyrir fólk með flóknar samsettar fatlanir 6.845€
Framvegis miðstöð símenntunar Hæfni í störfum - raunfænimat á vinnustöðum 5.400€
Leikn Námsferðir Leiknar 17.060€
Fræðslusetrið Starfsmennt Þróun mannauðs hjá Starfsmennt 22.695€
Vinnumálastofnun Pörun og flokkun 4.400€
Mímir símenntun ehf. Technological Empowerment, Leadership and Management Activities 13.460€
Fræðslumiðstöð atvinnulífs Efling hæfni á vettvangi framhaldsfræðslunnar 14.650€

Háskólar

Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum og Háskólinn í Reykjavík fá samtals 2.250.750 evrur í hefðbundin stúdenta- og starfsmannaskipti. Þar að auki var úthlutað úr svokölluðum ,,alþjóðlegum“ hluta Erasmus+ . Í þeim flokki var háskólunum úthlutað 573.969 evrum í verkefni til að styrkja tengsl við háskóla utan Evrópu.

Styrkþegi Heiti verkefnis Upphæð í evrum
Háskólinn á Akureyri Stúdenta- og starfsmannaskipti 84.120€
Háskóli Íslands Stúdenta- og starfsmannaskipti 1.135.123€
Háskólinn á Bifröst Stúdenta- og starfsmannaskipti 25.460€
Háskólinn Í Reykjavík Stúdenta- og starfsmannaskipti 216.632€
Háskólinn á Hólum Stúdenta- og starfsmannaskipti 4.500€
Landbúnaðarháskóli Íslands Stúdenta- og starfsmannaskipti 75.315€
Listaháskóli Íslands Stúdenta- og starfsmannaskipti 709.600€

Úthlutun í Erasmus+ háskólahluta 2019 samstarf við lönd utan Evrópu

Styrkþegi Heiti verkefnis Upphæð í evrum
Listaháskóli Íslands Alþjóðasamstarf utan Evrópu 68.356€
Háskóli Íslands Alþjóðasamstarf utan Evrópu 274.999€
Landbúnaðarháskóli Íslands Alþjóðasamstarf utan Evrópu 28.770€
Háskólinn á Akureyri Alþjóðasamstarf utan Evrópu 44.050€
Háskólinn í Reykjavík Alþjóðasamstarf utan Evrópu 157.794€

*Allar tölur birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica