Samferða í 30 ár!

4.1.2017

Árið 2017 fagnar Erasmus+ áætlunin 30 ára afmæli. Fjöldi fólks á Íslandi hefur fengið styrk úr áætluninni til að ferðast, stunda nám og öðlast reynslu og færni á erlendri grundu.

Fjölbreyttir viðburðir víða um Evrópu

Fjölbreyttir viðburðir víða um Evrópu koma til með að einkenna afmælisárið, s.s. ráðstefnur, málstofur, samtöl, hátíðarhöld og sýningar.

Afmælissíða og fréttabréf

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opnað sérstaka vefsíðu tileinkaða afmælinu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar og kynningargögn og gerast áskrifandi að Erasmus+ fréttabréfi.

 


 

 Áskrifendur fréttabréfsins fá sendar upplýsingar um:

  • umsóknarfresti, fréttir og viðburði
  • hollráð fyrir Erasmus+
  • reynslusögur
  • áhrifamátt Erasmus+

Kynningarefni

Erasmus+ 30 ára kynningarpakkinn inniheldur kynningarmyndir, kynningarborða og bæklinga sem einstaklingar og stofnanir geta notað til að koma á framfæri upplýsingum um herferðina.

Erasmus+ opnar dyr út í heim!

Til ársins 2020 mun Erasmus+ styðja 2 milljónir háskólastúdenta (þ.m.t. 450.000 í starfsþjálfun), 650.000 nemendur í starfsnámi, 500.000 sjálfboðaliða og ungmenni í ungmennaskiptaverkefnum og 800.000 fyrirlesara, kennara, leiðbeinendur, menntað starfsfólk og starfsfólk æskulýðsstofnana. 

Heimsæktu 30 ára afmælissíðu Erasmus +

Heimild: Erasmus +Erasmus+ í 30 ár

Þetta vefsvæði byggir á Eplica