Fréttir: apríl 2018

23.4.2018 : Ráðstefna um niðurstöður EUROSTUDENT VI könnunarinnar

Föstudaginn 4. maí fer fram ráðstefna á Icelandair hótel Reykjavík Natura á vegum Rannís, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Lands­sambands íslenskra stúdenta um stöðu íslenskra stúdenta í alþjóðlegum samanburði.

Lesa meira

10.4.2018 : Íslenskir háskólanemar eru önnum kafnir en kunna að meta skipulag, aðstöðu og gæði náms

Niðurstöður nýrrar EUROSTUDENT könnunar, sem Ísland tekur í fyrsta skipti þátt í, sýnir skýrt að samsetning háskólanema á Íslandi er á margan hátt frábrugðin því sem gengur og gerist í öðrum Evrópulöndum. Hvergi annars staðar er hlutfall háskólanema sem komnir eru yfir þrítugt hærra en hér, sem og hlutfall þeirra sem eiga eitt barn eða fleiri.

Lesa meira

10.4.2018 : Erasmus+ starfsnám fyrir stafræna færni

40% atvinnurekanda í Evrópu eiga í erfiðleikum með að finna starfsfólk með færni sem þörf er á í stafrænum heimi. Nú ætla Evrópuáætlanirnar Erasmus+ og Horizon 2020 að leggja sitt af mörkum við að finna lausn á vandanum með því að bjóða 6.000 háskólanemum upp á tækifæri til að efla stafræna færni með starfsnámi erlendis í 2-12 mánuði.

Lesa meira
Dr. Norman Amundson og glæra um gildi vonarinnar.

6.4.2018 : Með vonina að leiðarljósi – námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa

„Það er nauðsynlegt fyrir náms- og starfsráðgjafa að fræða skjól­stæðinga sína um þá möguleika sem þeim standa til boða, en það er ekki nóg. Það er líka nauðsynlegt að kveikja eða efla vonina í brjósti þeirra því án vonar fer enginn langt“.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica