„Það er nauðsynlegt fyrir náms- og starfsráðgjafa að fræða skjólstæðinga sína um þá möguleika sem þeim standa til boða, en það er ekki nóg. Það er líka nauðsynlegt að kveikja eða efla vonina í brjósti þeirra því án vonar fer enginn langt“.
Þetta var meðal þess sem fram kom á námskeiði sem Dr. Norman Amundson, prófessor í sálfræði náms- og starfsráðgjafar við British Columbia háskólann í Kanada, hélt fyrir íslenska náms- og starfsráðgjafa þann 5. apríl sl. Félag náms- og starfsráðgjafa stóð að námskeiðinu og fékk til þess stuðning m.a. frá Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafa og EPALE, vefgátt fullorðinsfræðslu í Evrópu.
Dr. Amundson er einn af virtustu fræðimönnunum á sínu sviði og hafa bækur hans t.d. verið kenndar í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands um árabil. Hann leggur mikla áherslu á að ráðgjafi eigi að láta skjólstæðing sinn finna að hann sé meira og stærra en bara vandamál sem þarf að leysa. Þetta geti hann t.d. gert með því að spyrja um áhugamál skjólstæðingsins, styrkleika hans og hvað honum finnist gaman að gera. Á námskeiðinu fór hann yfir ýmsar aðferðir sem hægt er að nota til þess að kveikja eða efla vonina og fengu þátttakendur á námskeiðinu tækifæri á að prófa þær.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.