Úthlutun styrkja í flokki fjölþjóð­legra samstarfsverkefna Erasmus+ árið 2018

30.8.2018

Rannís hefur úthlutað úr menntahluta Erasmus+ áætlunarinnar um 3 milljónum evra eða um 370 milljónum króna til 43 evrópskra samstarfs­verkefna.

Mikil aukning varð á úthlutun til leik-, grunn- og framhaldsskóla en samtals er veittur styrkur til þátttöku íslenskra skóla í 37 verkefnum.  

Í fyrsta sinn var veittur styrkur til tónlistarskóla en Tónlistarskólinn í Kópavogi fékk styrk til verkefnisins Connection of different music worlds.  Verkefnið fjallar um samstarf í kammer­músík á milli tónlistarskóla á Íslandi, Svíþjóð og Ítalíu.  Nemendur og kennarar fara á milli landa og nemendur munu halda tónleika meðal annars á Myrkum músíkdögum á Íslandi og á sambærilegri hátíð á Ítalíu. 

Fulltrúar Erasmus+ samstarfsverkefna á sviði leik-, grunn og framhaldsskóla ásamt Andrési Péturssyni verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi. 

Listi yfir styrkþega og verkefni


Styrkt voru verkefni á öllum skólastigum. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og endurspegla áherslur á mismunandi skólastigum og nýjungar í skólastarfi.  Einnig endurspeglast þarfir atvinnulífsins um menntun og þjálfun starfsfólks í nokkrum verkefnum.*

Fullorðinsfræðsla

Styrkt voru tvö verkefni á sviði fullorðinsfræðslu.

Fullordinsfraedsla

Fulltrúar verkefna á sviði fullorðinsfræðslu: Guðmundur Löve frá SÍBS, Zane Brikovska frá  Alþjóðastofu á Akureyri, ásamt Margréti Sverrisdóttur verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.

  1. Titill verkefnis: Life & Health, health promoting communities – LHL
    (Líf og heilsa í heilsueflandi samfélögum)
    Verkefnisstjóri: Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga
    Styrkur: € 278.730 til 24 mánaða
    Markmið verkefnisins er að stuðla að heilsueflingu fullorðinna með fræðslu sem byggist á forvarnaverkefninu „SÍBS Líf og heilsa“ sem unnið hefur verið í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög um allt land þar sem almenningi býðst ókeypis heilsufarsmæling og þátttaka í spurningakönnun um heilsufar og lifnaðarhætti. Jafnframt hefur SÍBS í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Austurbrú unnið námskrána „Líf og heilsa, lífsstílsþjálfun“. Heilsufarsmælingar, spurningakönnun og námskrá verður aðlöguð og kennd í tilraunaskyni hjá samstarfsaðilum.
  2. Titill verkefnis:  Migrant Women as Healthcare Mentors – MEDICE
    (Konur af erlendum uppruna sem leiðbeinendur innan heilbrigðiskerfis)
    Verkefnisstjóri: Alþjóðastofa
    Styrkur: € 256.706 til 24 mánaða
    Markmið verkefnisins  er að bæta og auðvelda aðgengi kvenna af erlendum uppruna og barna þeirra að heilbrigðisþjónustu í nýju landi með því að þróa nýjungar í tungumálakennslu sem tengjast heilsugæslu. Einnig verður þróað verkfæri, Multimedia Mentoring Guide, til notkunar í fullorðinsfræðslu í því skyni að þjálfa konur til að starfa sem ráðgjafar innan sinna samfélaga, veita gagnlegar upplýsingar til jafningja sinna um heilbrigðiskerfið og stuðla að jákvæðu viðhorfi til forvarna.

Háskólastig

Styrkt voru tvö verkefni á háskólastigi.

Listahaskolinn

Fulltrúi verkefnis Listaháskóla Íslands, Kristín Valsdóttir ásamt Huldu Hrafnkelsdóttur verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.

  1. Titill verkefnis: Listsköpun og samvinna: Leiðir að virkni og velferð
    Verkefnisstjóri: Listaháskóli Íslands
    Styrkur: € 204.855 til 24 mánaða
    Verkefnið snýst um að þróa námsefni og námskrá að nýrri námslínu á meistarastigi við listkennsludeild Listaháskóla Íslands í samstarfi við háskóla í Evrópu. Námið er sniðið að listamönnum og heilbrigðisstarfsfólki með bakgrunn í listum, sem hefur áhuga á að styrkja félagslega þátttöku, virkni og vellíðan einstaklinga í sínum störfum. Unnið verður að því að kanna möguleika ólíkra listgreina til að tengja saman einstaklinga, stuðla að virkni og vellíðan, og efla sjálfstraust þeirra sem eru í hættu á að verða jaðarsettir.
  2. Titill verkefnis: The university as an advocate for responsible education about migration in Europe
    Verkefnisstjóri: Háskólinn á Akureyri
    Styrkur: € 204.890 til 24 mánaða
    Verkefnið miðar að því að styrkja hlutverk háskóla við að veita ábyrga og uppbyggilega menntun um fólksflutninga milli Evrópuríkja. Verkefnið felst í að hanna gagnvirkt alhliða námskeið á háskólastigi til að hvetja til félagslegrar og lýðræðislegrar þátttöku um málefni er tengjast fólksflutningum í Evrópu.

Starfsmenntun

Styrk voru tvö verkefni á sviði starfsmenntunar.

Thekkingarnet-thingeyinga

Fulltrúar verkefnis Þekkingarnets Þingeyinga: Arnþrúður Dagsdóttir og Óli Halldórsson  ásamt Margréti Jóhannsdóttur verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.

  1. Titill verkefnis: Sustainable Tourism Innovative Training - SUSTAIN IT (Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks)
    Verkefnisstjóri: Þekkingarnet Þingeyinga
    Styrkur: € 299.901 til 2ja ára
    SUSTAIN-IT verkefnið miðar að því að skapa markvissar aðferðir til þjálfunar starfsfólks og rekstraraðila í ferðaþjónustu þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.
    Þjálfunin fer fram sem bein kennsla eða yfirfærsla á þekkingu, en einnig á starfrænu formi með þeim veflæga gangagrunni sem verkefnið skapar.
    Markhópurinn er núverandi og mögulegir aðilar í ferðaþjónustu, með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni þeirra og þekkingu. 

  2. Titill verkefnis: Sustainability in the Rural Areas (Sjálfbærni í dreifbýli)
    Verkefnisstjóri: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
    Styrkur: € 223.315 til 36 mánaða
    Verkefninu er ætlað að styðja við byggðaþróun með námskrárgerð í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt þar sem byggt verður á nýstárlegum kennsluháttum í formi frumkvöðlabúða.
    Skipulagðar verða námsferðir þar sem nemendur vinna að nýsköpun í frumkvöðlabúðum undir handleiðslu kennara sem fá á sama tíma þjálfun í aðferðafræðinni.  Samstarfsaðilar úr atvinnulífinu munu koma að skipulagningu frumkvöðlabúðanna með ákveðið viðfangsefni sem nemendur/kennarar þurfa að leysa til eflingar atvinnusköpun í heimabyggð.  Verkefninu er þannig ætlað að leiða saman og styrkja samvinnu menntastofnana, atvinnulífs og sveitarstjórnarstigs.

Skólar

Styrkt voru þrjú samstarfsverkefni á skólastigi.

Skolar

Fulltrúar samstarfsverkefna á leik- grunn og framhaldsskólastigi ásamt Andrési Péturssyni verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.

  1. Titill verkefnis: Management Game for for Future European Managers 
    Verkefnisstjóri: Menntaskólinn á Egilsstöðum
    Styrkur: € 145.620 til 36 mánaða
    Markmið verkefnisins er að efla frumkvöðlahugarfar meðal nemenda og skiptast á reynslu og kennsluefni þeirra fimm landa sem taka þátt í verkefninu. Einnig verður lögð áhersla á undirbúning nemenda undir stafrænt lýðræði (Digitial Citizenship) og að gera nemendur betur undir það búna að starfa erlendis að loknu námi.
  2. Titill verkefnis: Technology in Education and Every Day – Digital Citizenship
    Verkefnisstjóri: Verslunarskóli Íslands
    Styrkur: € 245.555.-
    Viðfangsefni verkefnisins er að auka þekkingu nemenda á möguleikum tækni og mikilvægi tæknivæðingar fyrir stafræna lýðræðisþátttöku. Allir skólarnir sem taka þátt í verkefninu eru þekktir í sínu landi fyrir skapandi skólastarf þar sem kennarar hafa markvisst nýtt tæknina til að undirbúa nemendur undir rafrænt lýðræðissamfélag.  Skólarnir hyggjast skiptast á reynslusögum og innleiða það besta frá hverjum skóla inn í sitt skólastarf.
  3. Titill verkefnis: Connection of different music worlds
    Verkefnisstjóri: Tónlistarskóli Kópavogs
    Styrkur: € 95.940.-
    Verkefnið fjallar um samstarf í kammermúsík á milli tónlistarskóla á Íslandi, Svíþjóð og Ítalíu.  Nemendur og kennarar munu fara á milli landa og nemendur halda tónleika meðal annars á Myrkum músíkdögum á Íslandi og á sambærilegri hátíð á Ítalíu.  

Skólaverkefni - samstarf skóla

Að þessu sinni voru styrkt 34 skólaverkefni sem er sérstakur verkefnaflokkur þar sem megináherslan er á samstarf skóla, starfsmanna þeirra og nemenda. Aldrei hafa jafn mörg verkefni fengið styrk í þessum verkefnaflokki og veitir þetta skólum einstakt tækifæri til að efla alþjóðlegt samstarf og nýsköpun.

Verkefni með íslenskri verkefnisstjórn

Grunnskoli-isafjardar

Fulltrúar Grunnskólans á Ísafirði: Jóna Benediktsdóttir og Bergljót Halldórsdóttir ásamt Andrési Péturssyni verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.

Styrkþegi Heiti verkefnis Styrk-upphæð €
Flataskóli Friendship. 7.780
Foldaskóli The Effectiveness of Learning through Sports and Outdoor Activities for Sen Students. 27.750
Glerárskóli Akureyri Developing Pupils' Skills. 37.190
Grunnskólinn á Ísafirði Living in a challenging world. 39.724
Lundarskóli Brownfield sites and Sustainable Development - How a school can affect the local environment. 15.408
Menntaskólinn á Akureyri Secondary schools in a global world. 9.402

Verkefni með erlendri verkefnisstjórn

Fulltrúar Melaskóla: Björgvin Þór Þórhallsson, Anna Guðmundsdóttir, Jórunn Pálsdóttir og
Guðný Rósa Sigurbjörnsdóttir, ásamt Andrési Péturssyni verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.

 Styrkþegi  Heiti verkefnis

Styrk-upphæð €

Álfhólsskóli  The  Use  of  Modern  Information  Technologies for  Teaching  Mathematics  and Natural Sciences. 34.396
Álftanesskóli Reading Teaching for Social and Educational Inclusion. 14.380
Árskoli International cooperation: improving the future. 32.805
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri Patrimonio cultural Europeo : Un punto de encuentro para construir nuestro futuro. 33.582
Brekkubæjarskóli And ... action! 34.694
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Preventing Radicalism among European Pals. 33.294
Fjölbrautaskóli Snæfellinga Science around us. 34.890
Fjölbrautaskóli Suðurlands Inclusion, sport, culture. 32.876
Fjölbrautaskóli Suðurlands Character matters - values and virtues. 32.494
Fjölbrautaskóli Suðurlands Edu- paths. 29.560
Fjölbrautaskóli Suðurnesja National Prides in a European Context. 34.788
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti ST'ART. 27.240
Fjölbrautaskólinn við Ármúla Youth in Education and Studies working and studying in Europe II. 33.998
Grunnskólinn í Borgarnesi Enjoyable MATHS. 34.156
Hagaskóli Technology Enhanced Classroom. 27.780
Heilsuleikskólinn Skógarás Eco Tweet. 22.355
Kópavogsskóli Von tiefen Löchern, heißen Quellen und praller Sonne  -
Energy matters – es geht uns alle an.
33.278
Leikskólinn Stekkjarás Development of Inspirational Outdoor Learning  Spaces and Hands-on Learning Projects. 15.408
Marbakki  TALL -All together we can make it. 16.059
Melaskóli Together - Strong and Safe. 25.322
Menntaskólinn að Laugarvatni Les sciences de la Terre sont fascinantes. 24.220
Menntaskólinn í Reykjavík Double sense  "Ways with Maths" or "World wide Maths". 31.446
Rimaskóli The ABC of Wonders - knowing our heritage. 29.880
Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins Training Today Tomorrow's ECO-Hairdressers VET. 21.004
Verkmenntaskóli Austurlands WILL to MotivatE(U). 37.384
Verzlunarskóli Íslands Einheit in der Vielfalt Europas. 29.016
Verzlunarskóli Íslands Strengths and Weaknesses In the Media. 31.440
Vogaskóli A Message In A Bottle. 31.050

Myndirnar tók Arnaldur Halldórsson og hægt er að skoða fleiri myndir á Facebook Erasmus+ .

*Birt með fyrirvara um villur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica