Úthlutun styrkja í flokki fjölþjóðlegra samstarfsverkefna Erasmus+ árið 2017

1.9.2017

  • Forsvarsmenn verkefnisins ADVENT við undirritun samnings. Eyjólfur Guðmundsson, skólameistari Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu og Hulda Laxdal Hauksdóttir verkefnastjóri ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus+ á Íslandi.

Rannís hefur úthlutað rúmlega 2,6 m.evra, eða um 325 m.kr., til 34 fjölþjóðlegra samstarfsverkefna úr menntahluta Erasmus+. Hæsta styrkinn hlaut Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, rúmar 46 m.kr. fyrir verkefnið ADVENT -Adventure tourism in vocational education and training (Starfendanám í afþreyingarferðaþjónustu).

ADVENT er þriggja ára samstarfsverkefni skóla, rannsóknarstofnana og fyrirtækja í afþreyingarferðaþjónustu í Finnlandi, Skotlandi og á Íslandi.

Verkefnið gengur út á að þróa nám fyrir starfandi fólk í afþreyingarferðaþjónustu (starfendanám) þar sem nemendur móta námsefnið út frá greiningu sinni á þörf fyrir menntun innan greinarinnar.  Í hverju landi verður boðið upp á nám sem ferðaþjónustufyrirtæki í því landi skipuleggja fyrir önnur þátttökufyrirtæki í verkefninu.  Hefðbundið nám í  afþreyingarferðaþjónustu í skólunum verður einnig endurskoðað í samvinnu við fyrirtækin.  Rannsóknarstofnanirnar fylgjast með þróun námsins og samspil náms og starfs, skóla og fyrirtækja.  Verkefninu er ætlað að efla menntun í afþreyingarferðaþjónustu og gera skólana betur í stakk búna til að sinna þörfum afþreyingarfyrirtækja og um leið að efla rannsóknir á menntun í þeirri grein.

Í hverju landi er menntastofnun, rannsóknarstofnun og samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu. 

Listi yfir styrkþega og verkefni

Styrkt voru verkefni á öllum skólastigum. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og má meðal annars nefna stuðning við innflytjendur, byggðaþróun, læsi, umhverfisvernd o.fl.

Fullorðinsfræðsla

Styrkt voru þrjú verkefni á sviði fullorðinsfræðslu.

Fulltrúi verkefnis Alþjóðastofu á Akureyri Zane Brikovska ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.

  1. Titill verkefnis: Innovative Language Learning within the framework of practices for socio-cultural inclusion and empathy enhancement in adult education  (LINGUA+) (Nýjungar í tungumálakennslu sem byggjast á aðlögun innflytjenda í menningu landanna og aukna þátttöku þeirra í fullorðinsfræðslu).
    Verkefnisstjóri: Alþjóðastofa á Akureyri
    Styrkur: € 258.138 til 30 mánaða
    Verkefnið ætlar að bæta tungumálakennslu innflytjenda og flóttamanna til að auðvelda samfélagsþátttöku þeirra.
    Þörfin er sú sama í öllum samstarfslöndunum. Samstarfsaðilar hafa mikla reynslu og ætla að deila kennsluaðferðum/kennsluefni sem hefur gefist vel að nota og þeir fengið viðurkenningar fyrir.
  2. Titill verkefnis: Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe (INTERFACE) (Nýsköpum og frumkvöðlastarf í brothættum byggðum)
    Styrkur: € 246.946 til 24 mánaða
    Verkefnisstjóri: Byggðastofnun
    Markmið verkefnisins er að styðja við brothættar byggðir í þátttökulöndunum, sem eiga það sameiginlegt að hafa átt undir högg að sækja efnahagslega og félagslega. 
    Verkefnið er framhald eldri Evrópuverkefna (Fragile communities og FIERE) og sækir tillögur til grasrótar í byggðunum og býður upp á þjálfun og skapandi aðferðir sem ætlað er að efla íbúana og byggðirnar þar með.
  3. Titill verkefnis: Empowering adult's training: a guide for emotional management (Stuðningur við  fullorðinsfræðslu: handbók um tilfinningastjórnun)
    Verkefnisstjóri: Hringsjá   
    Styrkur: € 59.950 til 24 mánaða
    Verkefnið snýst um að þróa kennsluefni um tilfinningastjórnun, ætlað kennurum í fullorðinsfræðslu sem vinna með jaðarhópum. Vinnustofur verða haldnar og gefið út myndband. Þá verður samin handbók um tilfinningastjórnun. Sumir starfsmenn sem koma að verkefninu hafa átt erfitt uppdráttar, m.a. vegna dyslexíu, ADHD og uppruna og fá þeir stuðning við vinnu að verkefninu.

Háskólastig

Styrkt var eitt verkefni á háskólastigi.

""

Fulltrúi verkefnis Háskóla Íslands Margrét Bessadóttir ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Landskrifstofu Erasmus + á Íslandi.

  1. Titill verkefnis: Nursing Leadership Educational Program for Doctoral and Postdoctoral Nurses (Leiðtogaþjálfun doktorsnema og nýdoktora í hjúkrunarfræði)
    Verkefnisstjóri: Háskóli Íslands
    Styrkur: € 342.647 til 36 mánaða
    Verkefnið gengur út á 1 ½ árs þjálfun fyrir doktorsnema og ný-doktora til að efla leiðtogafærni þeirra, rannsóknarvinnu, starfsþróun og tengslanet. Markmiðið að nokkur fjöldi skili sér í prófessorsstöður og það muni styrkja nám í hjúkrun sem skili sér í bættri heilsu Evrópubúa.

Skólar

Styrkt voru tvö verkefni á skólastigi.

Fulltrúar verkefnis Árskóla á Sauðárkróki, Ólöf Hartmannsdóttir og Óskar Björnsson ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.

  1. Titill verkefnis: Cross the bridge  (Farðu yfir brúna)
    Verkefnisstjóri: Árskóli í Skagafirði
    Styrkur: € 143.053 til 21 mánaðar
    Verkefnið er samstarfsverkefni sex landa til að nýta þann mannauð sem býr í ungu fólki af erlendum uppruna. Hinn mikli flóttamannastraumur og aukinn hreyfanleiki starfsfólks er mikil áskorun fyrir yfirvöld í öllum löndum Evrópu.  Verkefnin eru reyndar mismunandi eftir löndum og landsvæðum en Árskóli mun vinna með aðstæður sem eru í Skagafirði.
  2. Titill verkefnis: Student voices, revitalizing the school system (Raddir nemenda: Nýju lífi blásið í menntakerfið).
    Verkefnisstjóri: Reykjavíkurborg, skóla- og frístundasvið
    Styrkur: € 247.073 til 24 mánaða
    Verkefni Reykjavíkurborgar, Landakotsskóla og Kvennaskólans er samstarfsverkefni Íslands og þriggja annarra landa. Tilgangurinn er að bera saman  og yfirfæra það besta úr skólanámskrá þessara fjögurra landa. Einnig er stefnt að því að skoða möguleika þess að auka samstarf á milli skólastiga. Með því að fá Reykjavíkurborg að verkefninu er leitast við að búa til módel, þ.e. samstarf skóla á mismunandi skólastigum, sem hægt er að yfirfæra á milli landa.

Starfsmenntun

Styrkt voru tvö verkefni á sviði starfsmenntunar.

Fulltrúar verkefnis Háskólans á Bifröst, Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir verkefnisstjóri og Kári Joensen ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.

  1. Titill verkefnis: Advancing Migrant Women (Stuðningur við innflytjendakonur)
    Verkefnisstjóri: Háskólinn á Bifröst
    Styrkur: € 260.806 til 30 mánaða
    Verkefnið miðar að því að þróa námsefni og stuðning fyrir innflytjendakonur sem hvetur þær til að nýta og efla eigin starfsgetu og hæfileika.
    Stefnt er að því að styðja einstaklinginn sem öðlast sjálfstraust og færni til að fara út á vinnumarkaðinn eða verða virkur þátttakandi í sínu samfélagi.
    Verkefnið mun einnig auka vitund meðal atvinnurekanda um efnahags- og félagslegan ávinning af því að ráða konu af erlendum uppruna.
    Síðast en ekki síst mun verkefnið varpa ljósi á þær hindranir sem innflytjendakonur mæta sem geta valdið félagslegri einangrun og komið í veg fyrir að þær nái markmiðum sínum.
  2. Titill verkefnis: Adventure tourism in vocational education and training (Starfendanám í afþreyingarferðaþjónustu)
    Verkefnisstjóri: Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
    Styrkur: € 367.521 til 3ja ára
    Verkefnið gengur út á að þróa nám fyrir starfandi fólk í afþreyingarferðaþjónustu (starfendanám) þar sem nemendur móta námsefnið út frá greiningu sinni á þörf fyrir menntun innan greinarinnar.  Í hverju landi verður boðið upp á nám sem ferðaþjónustufyrirtæki í því landi skipuleggja fyrir önnur þátttökufyrirtæki í verkefninu.  Hefðbundið nám í  afþreyingarferðaþjónustu í skólunum verður einnig endurskoðað í samvinnu við fyrirtækin.  Rannsóknarstofnanirnar fylgjast með þróun námsins og samspil náms og starfs, skóla og fyrirtækja. Verkefninu er ætlað að efla menntun í afþreyingarferðaþjónustu og gera skólana betur í stakk búna til að sinna þörfum afþreyingarfyrirtækja og um leið að efla rannsóknir á menntun í þeirri grein.

Mynd af öllum hópnum í flokki samstarfsverkefna.

Skólaverkefni - samstarf skóla

Að þessu sinni voru styrkt 26 skólaverkefni sem er sérstakur verkefnaflokkur þar sem megináherslan er á samstarf skóla, starfsmanna þeirra og nemenda. Aldrei hafa jafn mörg verkefni fengið styrk í þessum verkefnaflokki og veitir þetta skólum einstakt tækifæri til að efla alþjóðlegt samstarf og nýsköpun.

Mynd af öllum hópnum í flokki skólaverkefna - samstarf skóla.

Styrkþegi Heiti verkefnis Upphæð í evrum
Menntaskólinn í Reykjavík Routes to Outdoor Oriented Teaching and Sustainability 45.135 €
Lundaból EARTHWORM: One Earth, One World.
The Metamorphosis of Sustainability Education in the ECEC (Early Childhood Education and Care)
30.040 €
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Sustainable development of Europe for a healthy lifestyle - synergy between teaching ecology and exchange of good practices in the field of Renewable Energy and Recycling. 35.255 €
Menntaskólinn í Kópavogi From Facebook to Face2Face: Cross-Cultural Relations through Social Media and Beyond 34.780 €
Menntaskólinn á Tröllaskaga Towards empowerment and sustainability of young people 37.350 €
Hraunvallaskóli Green Clean Future 14.990 €
Nesskóli STEM through 21st Century Skills 26.570 €
Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins Window to the European Union- Guidebook about Germany,Poland, Iceland and Turkey. 18.260 €
Garðaskóli ArtVentures in EUROPE - in search of common roots and perspectives 21.845 €
Fjölbrautaskólinn við Ármúla Sustainable Europe 2030 - There are solutions everywhere! 24.340 €
Áslandsskóli CodeBotting - learning through coding and robotics 13.230 €
Hólabrekkuskóli SMART - Science Meets Art 24.230 €
Grunnskólinn í Breiðdalshreppi "Flying with the wings of Mythology through time and space" 21.605 €
Verzlunarskóli Íslands Compartiendo metodologías, actitudes, responsabilidades y pensamientos. 41.690 €
Vogaskóli Words Over Walls. The Value of Experience 35.240 €
Salaskóli LITERACY AT THE CHILDREN'S HEARTS 19.360 €
Leikskólinn Sólborg Autistic child in a mainstream class: resources for school staff to promote fully inclusive learning process. 20.715 €
Menntaskóli Borgarfjarðar ehf. Get a Grip! 18.320 €
Borgarholtsskóli Motivation Matters: Developing active citizenship among students in Upper Secondary School  24.395 €
Leikskólinn Furugrund Zostań Mistrzem - myśl kreatywnie 21.845 €
Álfhólsskóli Strategii antibullying si antidiscriminare 18.000 €
Grunnskóli Vestmannaeyja Let'S make A difference bY combating xeNOphobia! 27.150 €
Ingunnarskóli Immigration, there´s no going back 22.590 €
Hofsstaðaskóli L'école de demain pour tous commence aujourd'hui 23.830 €
Verzlunarskóli Íslands Europeans on the Move: The Challenges and Opportunities of Migration 28.665 €
Rimaskóli School promoting Ability of Reading and Writing 18.120 €








Þetta vefsvæði byggir á Eplica