Rannís hefur úthlutað rúmlega 2,6 m.evra, eða um 325 m.kr., til 34 fjölþjóðlegra samstarfsverkefna úr menntahluta Erasmus+. Hæsta styrkinn hlaut Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, rúmar 46 m.kr. fyrir verkefnið ADVENT -Adventure tourism in vocational education and training (Starfendanám í afþreyingarferðaþjónustu).
ADVENT er þriggja ára samstarfsverkefni skóla, rannsóknarstofnana og fyrirtækja í afþreyingarferðaþjónustu í Finnlandi, Skotlandi og á Íslandi.
Verkefnið gengur út á að þróa nám fyrir starfandi fólk í afþreyingarferðaþjónustu (starfendanám) þar sem nemendur móta námsefnið út frá greiningu sinni á þörf fyrir menntun innan greinarinnar. Í hverju landi verður boðið upp á nám sem ferðaþjónustufyrirtæki í því landi skipuleggja fyrir önnur þátttökufyrirtæki í verkefninu. Hefðbundið nám í afþreyingarferðaþjónustu í skólunum verður einnig endurskoðað í samvinnu við fyrirtækin. Rannsóknarstofnanirnar fylgjast með þróun námsins og samspil náms og starfs, skóla og fyrirtækja. Verkefninu er ætlað að efla menntun í afþreyingarferðaþjónustu og gera skólana betur í stakk búna til að sinna þörfum afþreyingarfyrirtækja og um leið að efla rannsóknir á menntun í þeirri grein.
Í hverju landi er menntastofnun, rannsóknarstofnun og samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Styrkt voru verkefni á öllum skólastigum. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og má meðal annars nefna stuðning við innflytjendur, byggðaþróun, læsi, umhverfisvernd o.fl.
Styrkt voru þrjú verkefni á sviði fullorðinsfræðslu.
Fulltrúi verkefnis Alþjóðastofu á Akureyri Zane Brikovska ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.
Styrkt var eitt verkefni á háskólastigi.
Fulltrúi verkefnis Háskóla Íslands Margrét Bessadóttir ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Landskrifstofu Erasmus + á Íslandi.
Styrkt voru tvö verkefni á skólastigi.
Fulltrúar verkefnis Árskóla á Sauðárkróki, Ólöf Hartmannsdóttir og Óskar Björnsson ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.
Styrkt voru tvö verkefni á sviði starfsmenntunar.
Fulltrúar verkefnis Háskólans á Bifröst, Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir verkefnisstjóri og Kári Joensen ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.
Mynd af öllum hópnum í flokki samstarfsverkefna.
Að þessu sinni voru styrkt 26 skólaverkefni sem er sérstakur verkefnaflokkur þar sem megináherslan er á samstarf skóla, starfsmanna þeirra og nemenda. Aldrei hafa jafn mörg verkefni fengið styrk í þessum verkefnaflokki og veitir þetta skólum einstakt tækifæri til að efla alþjóðlegt samstarf og nýsköpun.
Mynd af öllum hópnum í flokki skólaverkefna - samstarf skóla.
Styrkþegi | Heiti verkefnis | Upphæð í evrum |
Menntaskólinn í Reykjavík | Routes to Outdoor Oriented Teaching and Sustainability | 45.135 € |
Lundaból | EARTHWORM: One Earth, One World. The Metamorphosis of Sustainability Education in the ECEC (Early Childhood Education and Care) |
30.040 € |
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ | Sustainable development of Europe for a healthy lifestyle - synergy between teaching ecology and exchange of good practices in the field of Renewable Energy and Recycling. | 35.255 € |
Menntaskólinn í Kópavogi | From Facebook to Face2Face: Cross-Cultural Relations through Social Media and Beyond | 34.780 € |
Menntaskólinn á Tröllaskaga | Towards empowerment and sustainability of young people | 37.350 € |
Hraunvallaskóli | Green Clean Future | 14.990 € |
Nesskóli | STEM through 21st Century Skills | 26.570 € |
Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins | Window to the European Union- Guidebook about Germany,Poland, Iceland and Turkey. | 18.260 € |
Garðaskóli | ArtVentures in EUROPE - in search of common roots and perspectives | 21.845 € |
Fjölbrautaskólinn við Ármúla | Sustainable Europe 2030 - There are solutions everywhere! | 24.340 € |
Áslandsskóli | CodeBotting - learning through coding and robotics | 13.230 € |
Hólabrekkuskóli | SMART - Science Meets Art | 24.230 € |
Grunnskólinn í Breiðdalshreppi | "Flying with the wings of Mythology through time and space" | 21.605 € |
Verzlunarskóli Íslands | Compartiendo metodologías, actitudes, responsabilidades y pensamientos. | 41.690 € |
Vogaskóli | Words Over Walls. The Value of Experience | 35.240 € |
Salaskóli | LITERACY AT THE CHILDREN'S HEARTS | 19.360 € |
Leikskólinn Sólborg | Autistic child in a mainstream class: resources for school staff to promote fully inclusive learning process. | 20.715 € |
Menntaskóli Borgarfjarðar ehf. | Get a Grip! | 18.320 € |
Borgarholtsskóli | Motivation Matters: Developing active citizenship among students in Upper Secondary School | 24.395 € |
Leikskólinn Furugrund | Zostań Mistrzem - myśl kreatywnie | 21.845 € |
Álfhólsskóli | Strategii antibullying si antidiscriminare | 18.000 € |
Grunnskóli Vestmannaeyja | Let'S make A difference bY combating xeNOphobia! | 27.150 € |
Ingunnarskóli | Immigration, there´s no going back | 22.590 € |
Hofsstaðaskóli | L'école de demain pour tous commence aujourd'hui | 23.830 € |
Verzlunarskóli Íslands | Europeans on the Move: The Challenges and Opportunities of Migration | 28.665 € |
Rimaskóli | School promoting Ability of Reading and Writing | 18.120 € |
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.