Kynning á styrkjamöguleikum Evrópuáætlana á Norðurlandi 28.-29. ágúst

26.8.2019

Tækifæri og styrkir á sviði menntunar og menningarmála verða kynnt á Norðurlandi 28.-29. ágúst 2019, auk þess sem fulltrúar áætlana verða á staðnum til skrafs og ráðagerða. 

Eftirtaldar styrkjaáætlanir verða kynntar á Blönduósi, Siglufirði og Akureyri sem hér segir:

  • Creative Europe, menningaráætlun Evrópusambandsins og þróunarstyrkir EFTA
  • Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins
  • Nordplus, norræn menntaáætlun

Blönduósi, miðvikudaginn 28. ágúst:

Kynningarfundur um tækifæri í Evrópusamstarfi verður haldinn á Blönduósi, í Eyvindarstofu miðvikudaginn 28. ágúst, kl. 12 – 13:30.
Vinsamlegast skráið þátttöku.

Siglufirði, fimmtudaginn 29. ágúst:

Kynningarfundur um tækifæri í Evrópusamstarfi verður haldinn á Siglufirði, fimmtudaginn 29. ágúst í Ráðhúsinu kl. 10 – 11:30.
Vinsamlegast skráið þátttöku.

Akureyri, fimmtudaginn 29. ágúst:

Kynningarfundur um tækifæri í Evrópusamstarfi verður haldinn á Akureyri, í Verksmiðjunni, sal Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Glerárgötu 34, fimmtudaginn 29.ágúst kl. 15 – 16:30.
Vinsamlegast skráið þátttöku.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica