Samstarfsverkefni: nýr umsóknarfrestur 26. mars

21.3.2019

Vefumsóknarkerfi Erasmus+ hefur átt við tæknilega örðugleika að stríða síðasta sólarhringinn og hefur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins því ákveðið að framlengja KA2 umsóknarfrestinn í menntahluta Erasmus+ sem vera átti 21. mars til þriðjudagsins 26. mars kl. 11 að íslenskum tíma (kl. 12 í Brussel).

Verkefnaflokkarnir sem um ræðir eru:

  • Samstarfsverkefni á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi (KA201 Strategic Partnerships for School Education og KA229 School Exchange Partnerships)
  • Samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar (KA202 Strategic Partnerships for Vocational Education and Training)
  • Samstarfsverkefni á háskólastigi (KA203 Strategic Partnerships for Higher Education)
  • Samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu (KA204 Strategic Partnerships for Adult Education)

Framkvæmdastjórnin vinnur að úrbótum á kerfinu og harmar þau óþægindi sem þessi tæknilegu vandamál hafa haft í för með sér fyrir umsækjendur. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica