Sameiginlegt kall ESB og Evrópuráðsins - DISCO

16.1.2018

Vakin er athygli á því að á heimasíðu Evrópuráðsins er óskað eftir umsóknum í sameiginlegan sjóð undir heitinu Democratic and inclusive school culture in operation (DISCO).

Leitað er eftir umsóknum þar sem nokkur Evrópulönd munu vinna saman. Forgangssviðin eru tvö: (1) Menntun í stafrænni borgaravitund og innleiðing hæfniramma Evrópuráðsins um lýðræði í skólastarfi, (2) Uppbygging og þróun lærdómssamfélags.

Umsóknarfrestur er til 12. febrúar nk.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Evrópuráðsins.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica