Hafðu áhrif á næstu Erasmus+ áætlun

6.10.2017

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býður öllum að taka þátt í að móta næstu Erasmus + áætlun með því að tjá skoðanir sínar og hugmyndir á sérstakri vefgátt.

https://youtu.be/vP7sHgAK6Lw

Hvað felur yfirlýsingin um næstu Erasmus+ áætlun í sér ?

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur einsett sér að safna hugmyndum frá Erasmus+ kynslóðinni varðandi framtíð áætlunarinnar. Hugmyndirnar verða síðar dregnar saman í yfirlýsingu sem kynnt verður ákvörðunaraðilum um Evrópumál í Brussel þann 30. nóvember. Yfirlýsingin verður notuð sem grunnstoð undir sterkari og yfirgripsmeiri Erasmus+ áætlun sem nýtast mun Evrópubúum í framtíðinni.

Hverjir geta tekið þátt?

Allir sem tekið hafa þátt í Erasmus+ áætluninni og fyrirrennurum hennar, eða notið styrkja úr þeim, geta tekið þátt. Ungt fólk, nemendur, fullorðnir nemendur, kennarar, sjálfboðaliðar og þeir sem unnið hafa með ungu fólki. Einnig samtök, skólar, háskólar, fræðslustofnanir, fyrirtæki, samtök fyrir ungt fólk sem og íþróttafélög, þátttakendur og bandalög.

Hvernig tekur maður þátt?

Umræðurnar á netinu eru þegar hafnar og þann 15. október hefst vinnan við að setja saman yfirlýsinguna um næstu Erasmus+ áætlunina. Aðaláherslan verður á eftirfarandi 6 málefni:

  • Samfélagsáskoranir: Hvernig getur áætlunin nýst betur til að taka á samfélagsáskorunum?
  • Færniskortur (færnigap): Hvernig getur áætlunin hlúð að uppbyggingu á nauðsynlegri færni og þekkingu í samfélagi sem er í stöðugri þróun?
  • Samfélagsþátttaka: Hvernig getur áætlunin ýtt undir og stutt betur við þátttöku borgara í samfélaginu og samevrópsk gildi?
  • Innlimun: Hvernig getur áætlunin tekið betur á móti öllum hópum samfélagsins?
  • Aðgengi: Hvernig er hægt að gera aðgengi að áætluninni einfaldara og opnara?
  • Erasmus+ á heimsvísu: Hvernig er hægt að bæta og auka samvinnu milli landa um allan heim?

Umræðunum verður stjórnað af umræðustjórum sem tilnefndir hafa verið af Landsskrifstofum í heimalandi sínu. Allir umræðustjórar eru fyrrverandi þátttakendur í Erasmus+ áætluninni og hafa brennandi áhuga á vexti hennar og viðgangi.

Skráðu þig og taktu þátt í umræðunum á vefgáttinni um nýja áætlun Erasmus +









Þetta vefsvæði byggir á Eplica