Evrópska starfsmenntavikan dagana 5.– 9. NÓVEMBER 2018

24.10.2018

  • Skillsweek-younglearner-2018-en

Evrópska starfsmenntavikan miðar að því að kynna og efla starfsnám og þjálfun. Í Starfsmenntavikunni verður starfsmenntun kynnt í mörgum Evrópulöndum samtímis, svæðisbundið og á landsvísu. Það er kjörið tækifæri fyrir okkur hér á Íslandi að taka þátt í Starfsmenntavikunni og sameinast í kynningu á starfsmenntun hér á landi.

HVAÐ ER STARFSMENNTAVIKA?

Evrópska starfsmenntavikan miðar að því að kynna og efla starfsnám og þjálfun.  Í Starfsmenntavikunni verður starfsmenntun kynnt í mörgum Evrópulöndum samtímis, svæðisbundið og á landsvísu. Skólar og aðrar stofnanir sem sinna starfsmenntun fá tækifæri til að kynna hvaðeina sem eykur áhuga á starfsmenntun, hver með sínu lagi.

HVENÆR?

Starfsmenntavikan hefur verið haldin tvö ár í röð og þykir hafa tekist mjög vel. Hún gengur undir heitinu „Discover your talent“ og eru fjölbreyttir, opnir viðburðir skipulagðir í þessari viku um alla Evrópu.

Viðburðir eru skráðir á  vefsíðu Starfsmenntavikunnar . Skólar og aðrar starfsmenntastofnanir skrá viðburði sína á vefsíðuna og birtast viðburðirnir á landakorti. Þannig er vakin athygli á öllum skipulögðum viðburðum sem haldnir verða í Starfsmenntavikunni í Evrópulöndum. Sérstök athygli er vakin á því að mögulegt er að skrá alla viðburði sem haldnir eru frá 1.september til ársloka, en vikan sjálf er hápunktur átaksins.

ÞÁTTTAKA

Það er kjörið tækifæri fyrir okkur hér á Íslandi að taka þátt í Starfsmenntavikunni og sameinast í kynningu á starfsmenntun hér á landi.  Því  viljum við hvetja starfsmenntaskóla og aðrar starfsmenntastofnanir til að nýta tækifærið og vekja athygli á þeim möguleikum sem bjóðast varðandi starfsmenntun hér á landi og í Evrópu í Starfsmenntavikunni með t.d. að halda opnar kynningar eða aðra viðburði sem tengjast starfsmenntun.

Við hvetjum fólk til að skrá viðburði sem fyrst svo þeir komist á kortið.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica