Erasmus dagar í Evrópu

12.10.2018

Dagana 12. og 13. október eru ERASMUS DAGAR haldnir í Evrópu, þar sem kynnt eru ýmis Erasmus verkefni. Í tengslum við það settu löndin sem taka þátt í EPALE upp vefsýningu með ljósmyndum til að vekja athygli á áhugaverðum verkefnum í fullorðinsfræðslu. Tuttugu og tvö lönd taka þátt í sýningunni og er Ísland meðal þeirra.  

Erasmus-dagur_1539350449729

Ákveðið var að leggja áherslu á breidd verkefna í fullorðinsfræðslu. 

Þátttakendur voru: Albanía, Belgía, Króatía, Kýpur, Tékkland, Finnland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ítalía, Lettland, Lúxemborg, Malta, Holland, Pólland, Portúgal, Serbía, Slóvenía, Svíþjóð, Bretland og svo Ísland eins og áður segir.

Hvert þátttökuland safnaði saman einum eða fleiri myndum ásamt lýsingu á verkefnum sem leidd voru í heimalandi þátttakanda.Sjá nánar á síðu Epale í Evrópu 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica