Einfölduð leið að alþjóðastarfi með Erasmus aðild: Umsóknarfrestur er til 19. október kl. 10

8.9.2021

Með nýju Erasmus+ áætluninni 2021-2027 er í boði spennandi möguleiki þar sem skólar, stofnanir og fyrirtæki geta sótt um aðild að áætluninni. Síðastliðið vor var hægt að sækja um aðild í fyrsta sinn á sviði fullorðinsfræðslu, skóla og starfsmenntunar. Þá voru samþykktar 26 aðildarumsóknir sem tryggja aðgengi að öflugu alþjóðlegu samstarfi í námi og þjálfun.

Stofnanir og samtök sem hafa áhuga á fjölþjóðlegu samstarfi geta sótt um Erasmus aðild fyrir sig eða til þess að leiða samstarfsnet (consortium). Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af Erasmus+ verkefnum til að geta sótt um. Með Erasmus aðild er staðfest að umsækjandi hafi unnið vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf og náms- og þjálfunarferðir (mobility activities) sem hluta af stefnumörkun til framtíðar. Aðildin tryggir einfaldari aðgang að styrkjamöguleikum náms- og þjálfunarverkefna á tímabilinu 2021-2027. Umsóknarfresturinn þann 19. október snýr að fullorðinsfræðslu, skólum og starfsmenntun.

Starfsmenntaskólar og -stofnanir sem þegar eru með Erasmus+ vottun frá fyrri áætlun geta fært vottunina yfir í nýju áætlunina með því að sækja um Erasmus aðild.

Sótt er um aðild á Erasmus+ og ESC torginu

Nánari upplýsingar:

Eftirtaldir hafa fengið staðfesta Erasmus aðild: 

Leik- grunn og framhaldsskólar:

 • Verzlunarskóli Íslands

 • Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

 • Hafnarfjarðarbær

 • Verkmenntaskóli Austurlands

 • Menntaskólinn á Tröllaskaga

 • Nesskóli

 • Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

 • Glerárskóli Akureyri

 • Borgarholtsskóli

 • Menntaskólinn við Hamrahlíð

Starfsmenntun: 

 • Menntaskólinn í Kópavogi

 • Myndlistaskolinn i Reykjavik

 • Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins

 • IÐAN Fræðslusetur ehf

 • Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu

 • Verkmenntaskóli Austurlands

 • Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

 • Menntaskólinn á Ísafirði

Fullorðinsfræðsla:

 • Fjölmennt símenntunar- og þekkingarmiðstöð

 • Þekkingarnet Þingeyinga

 • Fræðslumiðstöð Atvinnulífs ehf

 • Fræðslusetrið Starfsmennt

 • Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum

Þetta vefsvæði byggir á Eplica