Með nýju Erasmus+ áætluninni 2021-2027 er í boði spennandi möguleiki þar sem skólar, stofnanir og fyrirtæki geta sótt um aðild að áætluninni. Síðastliðið vor var hægt að sækja um aðild í fyrsta sinn á sviði fullorðinsfræðslu, skóla og starfsmenntunar. Þá voru samþykktar 26 aðildarumsóknir sem tryggja aðgengi að öflugu alþjóðlegu samstarfi í námi og þjálfun.
Stofnanir og samtök sem hafa áhuga á fjölþjóðlegu samstarfi geta sótt um Erasmus aðild fyrir sig eða til þess að leiða samstarfsnet (consortium). Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af Erasmus+ verkefnum til að geta sótt um. Með Erasmus aðild er staðfest að umsækjandi hafi unnið vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf og náms- og þjálfunarferðir (mobility activities) sem hluta af stefnumörkun til framtíðar. Aðildin tryggir einfaldari aðgang að styrkjamöguleikum náms- og þjálfunarverkefna á tímabilinu 2021-2027. Umsóknarfresturinn þann 19. október snýr að fullorðinsfræðslu, skólum og starfsmenntun.
Starfsmenntaskólar og -stofnanir sem þegar eru með Erasmus+ vottun frá fyrri áætlun geta fært vottunina yfir í nýju áætlunina með því að sækja um Erasmus aðild.
Sótt er um aðild á Erasmus+ og ESC torginu .
Nánari upplýsingar:
Leik- grunn og framhaldsskólar:
Verzlunarskóli Íslands
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Hafnarfjarðarbær
Verkmenntaskóli Austurlands
Menntaskólinn á Tröllaskaga
Nesskóli
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Glerárskóli Akureyri
Borgarholtsskóli
Menntaskólinn við Hamrahlíð
Starfsmenntun:
Menntaskólinn í Kópavogi
Myndlistaskolinn i Reykjavik
Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins
IÐAN Fræðslusetur ehf
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
Verkmenntaskóli Austurlands
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
Menntaskólinn á Ísafirði
Fullorðinsfræðsla:
Fjölmennt símenntunar- og þekkingarmiðstöð
Þekkingarnet Þingeyinga
Fræðslumiðstöð Atvinnulífs ehf
Fræðslusetrið Starfsmennt
Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.