Íris Hrönn Kristinsdóttir, kennsluráðgjafi á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, tók þátt í evrópsku ráðstefnunni eTwinning for Future Teachers – European Conference for Initial Teacher Education 2025 sem haldin var í Mílanó á Ítalíu. Þar komu saman háskólakennarar og kennaranemar víðs vegar að úr Evrópu til að fjalla um hvernig eTwinning samstarfsverkefni geta stutt við kennaranám, eflt faglegt samstarf og stuðlað að nýsköpun í menntun.
Lesa meira
Kennarar á framhaldsskólastigi eru boðnir velkomnir að sækja um þátttöku á norrænni eTwinning ráðstefnu sem haldin verður í Óðinsvéum í Danmörku dagana 15.–17. apríl 2026. Megináherslan verður á notkun gervigreindar (AI) í kennslu og hvernig hægt er að efla stafrænt samstarf á milli skóla með eTwinning. Umsóknarfrestur er til 30. janúar 2026.
Lesa meira
Rósa Vigfúsdóttir og Arna María Geirsdóttir, kennarar í Áslandsskóla og Engjaskóla, segja frá sinni fyrstu eTwinning-ráðstefnu í Brussel þar sem 20 ára afmæli eTwinning var fagnað og áhersla lögð á hvernig eTwinning getur sameinað kennara í Evrópu.
Lesa meira
Dagana 4.–7. september tók Íris, umsjónarkennari á yngsta stigi í Norðlingaskóla, þátt í sinni fyrstu alþjóðlegu eTwinning vinnustofu í Helsinki, Finnlandi. Hún segir reynsluna hafa verið ómetanlega – bæði faglega og persónulega – og kemur heim með nýjar hugmyndir, verkfæri og tengsl sem munu nýtast í framtíðarstarfi.
Lesa meira
Landskrifstofur Erasmus+ og eTwinning á Íslandi, í samstarfi við STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi, bjóða tungumálakennurum á tvær rafrænar vinnustofur í nóvember. Þar verður fjallað um hvernig tungumálakennarar geta nýtt alþjóðleg tækifæri í gegnum Erasmus+ og eTwinning til að efla tungumálanám, menningarlæsi og alþjóðavitund nemenda.
Lesa meira
Fulltrúar skóla- og menntayfirvalda komu saman á Nauthóli í Reykjavík þegar Rannís og Landskrifstofa Erasmus+ veittu Evrópsku nýsköpunarverðlaunin í kennslu og eTwinning gæðaviðurkenningar. Menntaskólinn á Tröllaskaga og Dósaverksmiðjan hlutu evrópsku verðlaunin í kennslu og tungumálum og Stapaskóli hlaut viðurkenningu fyrir eTwinning verkefni ársins 2025.
Lesa meira
Frá 18. september til 18. október nk. stendur yfir árleg eTwinning kynningarherferð sem hefur það markmið að auka sýnileika, hvetja fleiri kennara til þátttöku og kynna fjölbreytt tækifæri til alþjóðlegs skólasamstarfs.
Lesa meira
Dagana 6.–8. nóvember 2025 verður haldin eTwinning ráðstefna fyrir skólastjórnendur í Istanbúl, Tyrklandi. Ráðstefnan fer fram á Intercontinental Istanbul.
Lesa meira
Frestur til að sækja um gæðaviðurkenningu eTwinning, National Quality Label, verður til 1. október 2025. Við hvetjum öll sem staðið hafa fyrir vel heppnuðu verkefni að sækja um.
Lesa meira
Í september 2025 býður eTwinning upp á fjóra alþjóðlega samstarfsviðburði á netinu fyrir kennara sem vilja hefja eða taka þátt í evrópskum verkefnum með skólum víðs vegar í Evrópu.
Lesa meira
Dagana 23.–25. október 2025 verður árlega eTwinning ráðstefnan haldin í Brussel undir yfirskriftinni “Fögnum því sem sameinar okkur”. Þar verður áhersla lögð á lýðræðisþátttöku, samevrópsk gildi og lífsleikni í menntun. Sækja þarf um fyrir 20. júní 2025.
Lesa meira
Guðný og Hildur tóku þátt í lifandi og innblásinni eTwinning ráðstefnu fyrir tungumálakennara í Graz, Austurríki, þar sem 55 kennarar frá 13 Evrópulöndum komu saman til að efla alþjóðlegt samstarf í tungumálakennslu.
Lesa meira
Skólar í Reykjavík, Kópavogi og Vogum fá viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í alþjóðlegu skólasamstarfi, stafrænum hæfniþáttum og þátttöku nemenda.
Lesa meira
Í mars 2025 er það litríkt og áhrifaríkt verkefni Stapaskóla sem hlýtur nafnbótina eTwinning verkefni mánaðarins. Verkefnið, sem bar heitið Ink of Unity – Celebrating our true colors, var samstarf fjögurra skóla frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi.
Lesa meira
Landskrifstofur Erasmus+ og eTwinning tóku þátt í Menntabúðum um stafræna tækni og sköpun þar sem þær kynntu tækifæri til alþjóðlegs samstarfs og þróunar í skólastarfi með áherslu á upplýsingatækni, sköpun og alþjóðavæðingu.
Lesa meira
Menntahleðsla er stutt og hagnýt fræðsla fyrir kennara og starfsfólk skóla, þar sem áhersla er lögð á að miðla nýrri þekkingu og veita innblástur til þróunar í kennslu. Markmiðið er að gefa þátttakendum skýra sýn á ný tækifæri sem geta bætt skólastarf, stutt við kennara í þeirra faglega starfi og aukið alþjóðleg tengsl skóla.
Lesa meira
Landskrifstofa eTwinning leitar að frábærum eTwinning-verkefnum á öllum skólastigum til að veita öðrum kennurum innblástur. Valin verkefni verða kynnt í fréttagreinum og á samfélagsmiðlum.
Lesa meira
Kolbrún Svala Hjaltadóttir frá Íslandi og Tiina Sarisalmi frá Finnlandi hafa verið hluti af eTwinning samfélaginu frá fyrsta degi árið 2005.
Í þessu viðtali deila þær einstökum reynslusögum, frá fyrstu skrefunum í stafrænu skólasamstarfi til þess hvernig eTwinning hefur þróast í gegnum árin og haft áhrif á kennsluaðferðir, nemendur og þeirra eigin starfsferil.
Sigríður Halldóra Pálsdóttir hefur kennt við Tækniskólann frá árinu 2010 og er nýr eTwinning sendiherra á Íslandi. Hún er menntaður enskukennari en hefur frá árinu 2020 starfað sem brautarstjóri K2 Tækni- og vísindaleiðar skólans. Þar kennir hún einnig frumkvöðlafræði, lokaverkefni og valáfanga um notkun gervigreindar í skólastarfi. Í viðtalinu segir hún frá reynslu sinni af eTwinning, áhrifum alþjóðlegs samstarfs á skólastarf og markmiðum sínum sem sendiherra.
Lesa meira
Ertu kennari á yngsta- eða miðstigi og hefur áhuga á að læra hvernig gervigreind (AI) getur verið hluti af kennslu? Viltu kanna hvernig AI tengist virku borgaravitundarhlutverki nemenda? Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir þig.
eTwinning á Íslandi býður kennurum tækifæri til að taka þátt í norrænni ráðstefnu í Helsinki dagana 4.–6. september 2025. Þar munu kennarar frá Norðurlöndunum koma saman og vinna að hugmyndum um hvernig hægt er að samþætta gervigreind og lýðræði í skólastarfi.
Lesa meira