Ráðstefna fyrir leikskólakennara í Esbjerg

Náttura og tækni fyrir leikskólakennara

17.8.2022

Þann 7. til 9. september verður ráðstefna fyrir Evrópska leikskólakennara í Esbjerg haldin. Landskrifstofu eTwinning á Íslandi býðst að senda út tvo kennara.

Ráðstefnan er haldin af dönsku eTwinning skrifstofunni en þar munu koma saman 45 kennarar víðs vegar að, en þá aðallega frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Þá verður vitaskuld þó nokkuð af dönskum kennurum. Þemað er: "Nordic Kindergarten Pedagogy meets & plays with technology".

Hér er sótt um: https://forms.gle/Q9EW79hnd2PSrCLd8

Getur athugað hvort að þessi slóð virki ekki örugglega.

Ráðstefnan er þrír dagar í heild frá 7. til 9. september. Þar munu kennarar vinna saman að hugmyndum að eTwinning verkefnum í vinnustofum ásamt því að kynnast starfsháttum og hugmyndum frá öðrum löndum. Þá mun verða lögð sérstök áhersla á þemað 'Nature, outdoor life and science' eða 'Náttúru, útivist og vísindi'.

Danska landskrifstofan sendi út dagskrá fyrir stuttu og þurfum við að hafa hraðar hendur á.

Ráðstefnan er kjörið tækifæri fyrir íslenska leikskólakennara til að kynnast starfsháttum samkennara sinna í Evrópu. Auk þessu eru mikil tækifæri til tengslamyndunar, hugmyndir að eTwinning verkefnum ásamt miklum starfsþróunarmöguleikum.


Ráðstefnu vettvangurinn er Hotel Britannia í Esbjerg en auk þess verður farið í vettvangsferðir í danska leikskóla ásamt ferð á eyjuna Fanø.

eTwinnig greiðir ferðagjöld (flug og lestarkostnað) auk gistikostnaðar og matar á meðan ráðstefnu stendur. Gert er ráð fyrir flugi út 6. september og flugi til baka þann 9. september.

 
Allar frekari upplýsingar um ráðstefnuna, auk ítarlegri dagskrár, má finna hér:

https://etwinning.dk/events/event/international-etwinning-seminar-for-kindergarten-staff-in-esbjerg-in-the-south-west-of-denmark


Athugið að drög að dagskrá eru þar neðst undir Links: DRAFT PROGRAMME (version 16. Aug. 2022). Dagskráin gæti tekið einhverjum breytingum fram að ráðstefnun.


Frestur er út 19. ágúst.


Ráðstefnan

- Hvenær? 7.-9. september 2022.

- Hvar? Esbjerg, vesturströnd Danmerkur.

- Fyrir hverja? Leikskólakennar sem notast við eTwinning

- Tungumál: Enska

- Fjöldi frá Íslandi: Tveir

- Reynsla af eTwinning? Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna í eTwinning

- Ferðastyrkur: Flug og lestarfargjöld. Einnig gistikostnaður og matarkostnaður yfir ráðstefnudaga.

- Skilyrði: Að kynna eTwinning og segja frá ráðstefnunni í skólanum. Dagskráin inniheldur vinnustofur og tengslamyndun. Skrif á stuttri ferðasögu til landskrifstofu eTwinning.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica