Árlega eTwinning ráðstefnan hefst í dag

28.10.2021

Hin árlega eTwinning ráðstefna fer fram 28. - 30. október. Þemað í ár er fjölmiðlalæsi og falsfréttir, en fyrsti dagur ráðstefnunnar er opinn öllum

Hin árlega eTwinning ráðstefna hefst í dag og stendur yfir fram á laugardaginn. Á ráðstefnunni koma saman 500 kennarar, skólafólk og starfsfólk eTwinning frá allri Evrópu. Vanalega fer hún fram í formi ráðstefnu sem haldi er í mismunandi Evrópuborg hvert ár, en í ár er hún haldin alfarið á netinu. Jafnan sendir landskrifstofa eTwinning út þrjá fulltrúa fyrir Íslands hönd ár hvert, sem valdir eru úr hópi umsækjenda. Skráningarfrestur er auglýstur ár hvert, ásamt hvers kyns öðrum viðburðum eTwinning sem eru haldnir erlendis.

Á henni verða alls kyns áhugaverðir fyrirlestrar og vinnustofur, þar sem færasta skólafólk Evrópu kemur saman og tengjast. 

Þemað í ár er fjölmiðlalæsi og falsfréttir, og verða vinnustofur og fyrirlestrar tengdar og eTwinning almennt.

Fyrsti dagur ráðstefnunnar er opinn öllum, en klukkan 15:00 í dag (íslenskur tími) opnar Themis Christophidou ráðstefnuna með ávarpi, en hún er aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins í mennta-, æsku-, íþrótta-, og menningarmálum. Þá tekur við Zeynep Tufekci sem flytur aðalræðu þingsins. Tufekci er pistlahöfundur fyrir New York Times auk þess að vera gestadósent hjá University of Columbia. Erindið hennar ber heitið “The Importance of Educating for a Media Literacy for the 21st Century".

Dagskránni í dag lýkur svo með verðlauna afhendingunni eTwinning European Prizes Ceremony sem fer fram 16:30 á íslensku tíma. 13 virkilega spennandi eTwinning verkefni fá þar verðlaun fyrir afbragðs vinnu.

Hérna er slóð á streymið sem hefst í dag: https://www.youtube.com/watch?v=izkUOZffOns

Takið þátt í ráðstefnunni í dag ef þið hafið tök á, en á næstu tveimur dögum munu svo þrír útvaldir kennarar taka þátt í ráðstefnunni fyrir hönd íslenskra kennara. Það eru þær Jónella Sigurjónsdóttir frá Selásskóla, Heiða Rúnarsdóttir frá Breiðagerðisskóla og Kolbrún Svala Hjaltadóttir sem er einn af eTwinning sendiherrum Íslands.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica