Ráðstefnutækifæri - Brugge og árlega eTwinning ráðstefnan

29.9.2022

Um þessar mundir býðst íslenskum kennurum að taka þátt í eTwinning ráðstefnum. Fram undan er ráðstefna í Brugge auk árlegu eTwinning ráðstefnunnar.

Nýverið bauðst íslenskum eTwinning kennurum að taka þátt í Nordic Benelux ráðstefnuninni í Brugge.
Ráðstefnan er haldin af belgísku eTwinning skrifstofunni en þar munu koma saman kennarar víðs vegar að frá Evrópu. Nordic Benelux samstarfið samanstendur af Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Belgíu, Hollandi og Lúxemborg. Þá verður vitaskuld þó nokkuð af belgískum kennurum. Aðalþema ráðstefnunnar er hið árlega þema eTwinning - Our future: beautiful, sustainable, together. Schools and the new European Bauhaus. Imagining a creative learning environment in green and inclusive schools.

Ráðstefnan er þrír dagar í heild frá 13. til 15. október (fimmtudagur, föstudagur og laugardagur). Þar munu kennarar vinna saman að hugmyndum að eTwinning verkefnum í vinnustofum ásamt því að kynnast starfsháttum og hugmyndum frá öðrum löndum.

Ráðstefnan er kjörið tækifæri fyrir íslenska grunnskólakennara til að kynnast starfsháttum samkennara sinna í Evrópu. Auk þessu eru mikil tækifæri til tengslamyndunar, hugmyndir að eTwinning verkefnum ásamt miklum starfsþróunarmöguleikum.

Sækja um: https://forms.gle/fBF3G7Bkwa5SFJYc6

Umsóknarfrestur: 30. september 2022

Árlega eTwinning ráðstefnan

Ráðstefnan er eins konar árshátíð eTwinning þar sem allar landskrifstofurnar koma saman ásamt kennurum og öðru skólafólki frá öllum löndunum sem taka þátt í eTwinning.

Fer hún fram 20-22. október

Þáttakan felur í sér gífurleg tækifæri til tengslamyndunar ásamt því að alls kyns spennandi vinnustofur og fyrirlesara verða á svæðinu. Árlega eTwinning ráðstefna er það sem færasta skólafólk Evrópu kemur saman.

Þemað í ár er draumaskólinn (Our future: beautiful, sustainable, together. Schools and the new European Bauhaus. Imagining a creative learning environment in green and inclusive schools). Verða vinnustofur og fyrirlestrar tengdar og eTwinning almennt
Yfir 500 þátttakendur víðs vegar frá Evrópu taka þátt.

Sækið hér um: https://forms.gle/EDmj2LoJxRNL6xSy6

Umsóknarfrestur: 3. október
Þetta vefsvæði byggir á Eplica