Erasmus+ aðild

Erasmus aðild er möguleiki fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, starfsmenntun og fullorðinsfræðslu. Aðildin er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefna.

Aðildin snýr eingöngu að náms- og þjálfunarverkefnum (KA1 mobility) og er leið til að einfalda alþjóðastarf skóla og annarra þátttakenda.

Með Erasmus aðild er staðfest að skólinn/stofnunin/fyrirtækið sem sækir um hafi unnið vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf og náms- og þjálfunarferðir (mobility activities) sem hluta af stefnumörkun til framtíðar.

Menntastofnanir sem hafa áhuga á fjölþjóðlegu samstarfi, geta sótt um Erasmus aðild fyrir sinn skóla/stofnun/fyrirtæki eða sótt um Erasmus aðild til þess að leiða samstarfsnet (consortium). Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af Erasmus+ verkefnum (2014-2020) til að geta sótt um.

Umsóknir er hægt að nálgast á Erasmus+ torginu.

Erasmus-quality-standards-EN 

Hér getur þú séð kynningu um aðild
Þetta vefsvæði byggir á Eplica