Meginreglan er að allir styrkir til einstaklinga teljast til skattskyldra tekna. Styrkir eru skattlagðir eins og launatekjur. Heimilt er að telja kostnað til frádráttar. Hyggilegt er að geyma allar kvittanir.
Séu styrkir veittir fyrir fleiri en eitt ár er heimilt að skipta þeim á þau ár sem þeir varða. Hafi slíkur styrkur verið greiddur á að eignfæra það sem ónotað er í árslok og tekjufæra á næsta ári. Sjá mynd og skýringar hér fyrir neðan.
„Ferðakostnaður”: allur útlagður kostnaður vegna ferða.
„Annar kostnaður, hvað?”: setja hér skýringartextann: “Erasmus+ styrkur - kostnaður vegna náms/þjálfunar í (fjöldi daga/mán) í (landi)” og setja inn þá upphæð sem eftir stendur þegar búið er að draga frá ferðakostnað.
Nánari upplýsingar um frádrátt vegna styrkja á vefsíðu Ríkisskattstjóra.