Þessi handbók inniheldur haldgóðar upplýsingar fyrir umsækjendur "International Credit Mobility" verkefna (KA171) fyrir háskóla.
Tilgangur handbókarinnar er að veita hagnýtar upplýsingar til háskóla um nýjungar í stúdenta- og kennaraskiptum í Erasmus+ áætluninni 2021-27, til dæmis blönduð hraðnámskeið (Blended Intensive Programmes) og skipti til landa sem eru ekki þátttökulönd Erasmus+.
Þessi handbók inniheldur haldgóðar upplýsingar um "International Credit Mobility" verkefni (KA107) fyrir háskóla, allt frá umsókn að skilum á lokaskýrslu.
Í framhaldi af námstefnu sem haldin var í Dublin á Írlandi í febrúar 2019 var unnin handbók sem byggir á reynslu og hugmyndum verkefnastjóra sem tóku þátt. Handbókin nefnist "Mythbusting European Project Management in Transnational Partnership Projects. A Handbook for European Project Managers by European Project Managers."
Áhersla er lögð á hagnýt atriði og góð ráð og hvetjum við nýja og starfandi verkefnisstjóra til að skoða hana og nýta í sinni vinnu.
Í þessari handbók er farið yfir alla helstu þætti sem vert er að hafa í huga til þess að Erasmus+ verkefni séu aðgengileg öllum. Inngilding er áhersluatriði áætlunarinnar og getur þessi handbók nýst sem leiðarvísir verkefnastjóra við mótun og fræmkvæmd verkefnanna á inngildandi hátt.