DiscoverEU Inclusion Action
Fyrir þau sem standa frammi fyrir hindrunum sem geta gert þeim erfitt fyrir að taka þátt í hefðbundnu DiscoverEU
Fyrir hverja?
Ungt fólk á
aldrinum 18-21 ára, en engin aldurstakmörk eru á fylgdarfólki.
Til hvers?
DiscoverEU Inclusion Action leggur áherslu á að ná til
þeirra sem standa frammi fyrir hindrunum sem geta gert þeim erfitt fyrir að
taka þátt í hefðbundnu DiscoverEU. Þetta getur átt við um ungt fólk sem býr við
félagslegar, efnahagslegar, landfræðilegar, líkamlegar eða heilsutengdar
áskoranir. Markmiðið er að tryggja að jöfn tækifæri séu fyrir hendi og að
fleiri geti notið upplifunar af því að ferðast um Evrópu.Markmiðið er að veita ungu
fólki tækifærium að ferðast um Evrópu
til að efla persónulegan þroska og hæfni sem felst í því að ferðast og upplifa
ólíka menningarheima og þar af leiðandi víkka sjóndeildarhringinn.
Þátttakendur í hverju verkefni geta verið
1-5 talsins (auk fylgdarfólks) og ferðalagið getur staðið yfir að hámarki 30
daga
Umsóknarfrestur:
Í febrúar og október ár hvert.
Sjá: Umsóknarfrestir Erasmus+ og ESC árið 2025 | Umsóknarfrestir | Erasmus+
Hvert er markmiðið?
Markmiðið er að veita ungu fólki tækifæri að ferðast
um Evrópu til að efla persónulegan þroska og hæfni sem felst í því að ferðast
og upplifa ólíka menningarheima og þar af leiðandi víkka sjóndeildarhringinn.
Hvað er styrkt:
- Lestar ferðapassi sem gildir í 7
daga og má nota á allt að 30 daga tímabili. Þátttakendum býðst einnig að nota
annan ferðamáta ef lestarsamgöngur henta illa þeim sem sækja um.
- Ferðastyrkur til og frá Íslandi
(byggt á vegalengd)
- Einstaklingsstyrkur per þátttakanda
(einnig aðstoðarfólk) – 78 evrur á dag
- Umsýslukostnaður per þátttakanda
(fylgdarfólk undanskilið) - 125 evrur
- Inngildingarstyrkur per þátttakanda
- 125 evrur
- Inngildingarstyrkur fyrir þátttöku
– 100% raunkostnaður, útskýrt og rökstutt í umsókn. Undir þetta getur
fallið t.d. leiga/kaup/flutningur milli landa á búnaði, þóknun fyrir
aðstoðarfólk o.fl.
- Aukakostnaður – raunkostnaður við
vegabréfaáritun, bólusetningar, læknisvottorð o.fl., 80% af kostnaði við að
bóka sæti í lest (í sumum löndum Evrópu verður að bóka sæti).
- Ferðalagið getur staðið yfir í 1-30
daga.
- Umsækjandi getur sótt um fyrir
nokkrum ferðalögum og framkvæmt þau á 3-24 mánaða tímabili
- Hópstjórar eða fylgdarfólk þurfa að
hafa náð 18 ára aldri.
Hverjir geta sótt um?
Félagasamtök,
sveitarfélög, stofnanir eða óformlegir hópar ungs fólks sem vinna með ungu
fólki sem þurfa aukin stuðning.
Þátttakendur
í hverju verkefni geta verið 1-5 talsins (auk fylgdarfólks)
Hvernig er sótt um?
Sama og hjá öðrum KA1 verkefnum
Skilyrði úthlutunar:
Áður en sótt er um þarf
að ganga úr skugga um að samtökin/stofnunin sem sækir um styrkinn sé með
svokallað OID númer. Til að sækja slíkt númer þarf EU-login aðgang. Hér eru
nánari upplýsingar um
hvernig sótt er um í
Erasmus+ sem og ítarlegar leiðbeiningar um
EU-login aðgang og
OID-númer