Tækifæri á sviði æskulýðsstarfs

Í Erasmus+ felast fjölmörg tækifæri fyrir ungmenni, íslensk samtök, sveitarfélög og aðra sem starfa innan æskulýðsvettvangsins. Mögulegt er að sækja um styrki fyrir verkefni sem stuðla að nýbreytni og framþróun í æskulýðsstarfi. Einnig eru í boði styrkir sem efla og styrkja ungmenni til þátttöku sem og styrkir til þjálfunar starfsfólks innan æskulýðsvettvangsins.

Hvernig er sótt um?

Áður en sótt er um þarf að ganga úr skugga um að samtökin/stofnunin/fyrirtækið sem sækir um styrkinn sé með svokallað OID númer. Til að sækja slíkt númer þarf EU-login aðgang.

Nánari upplýsingar um hvernig sótt er um í Erasmus+ sem og ítarlegar leiðbeiningar um EU-login aðgang og OID númer.

Umsóknarfrestir

Sótt um til Landskrifstofu

Með dreifstýrðum verkefnum er átt við að samtök/stofnanir sækja um til Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi sem heyrir undir Rannís. Hægt er að sækja um styrk fyrir tvenns konar verkefni,annars vegar í flokkinn Nám og þjálfun (Ungmennaskipti,  Nám og þjálfun starfsfólks og Þátttaka ungs fólks) og hins vegar í flokkinn Samstarfsverkefni. Einnig geta samtök og stofnanir sótt um Erasmus+ aðild

Nám og þjálfun á sviði æskulýsstarfs

Í boði eru þrennskonar verkefni:

 1. Ungmennaskipti (Youth Exchanges)
  Í þessum styrkjaflokki er hægt að skipuleggja verkefni þar sem hópar ungs fólks, 13-30 ára, frá tveimur eða fleiri Evrópulöndum hittast. Ungt fólk kynnist lífi og menningu jafningja þeirra í öðrum löndum Evrópu í verkefnum sem byggja á hugmyndafræðinni um óformlegt nám.

 2. Nám og þjálfun starfsfólks
  Starfsþróunarverkefni (PDA – Professional Development Activities) sem geta verið vettvangsheimsóknir, starfsspeglun, starfsmannaskipti, myndun tengslanets, námskeið o.fl. fyrir þá sem sinna málefnum ungs fólks.
 3. Þátttökuverkefni (Youth Participation Activities)
  Í þessum styrkjaflokki er hægt að skipuleggja aðgerðir eða viðburði sem hvetja ungt fólk til virkni og þátttöku í samfélaginu, t.d með vitundarvakningu, þátttöku ungmenna í umræðuhópum eða samtal við þau sem taka ákvarðanir um málefni ungs fólks. Geta verið bæði innanlandsverkefni sem og samstarf milli landa.

Samstarfsverkefni á sviði æskulýðsstarfs 

Samstarfsverkefni  veita samtökum, sveitarfélögum og öðrum aðilum innan æskulýðsvettvangsins tækifæri til að öðlast reynslu af alþjóðlegu samstarfi og efla hæfni sína. Einnig geta verkefnin snúist um að þróa eða yfirfæra aðferðir eða leiðir í æskulýðsstarfi þar sem áhersla er lögð á nýbreytni og gæði. 

Í boði eru tvær tegundir verkefna:  

 • Stærri samstarfsverkefni (Cooperation Partnerships)  

 • Smærri samstarfsverkefni (Small-scale Partnerships)  

Erasmus+ aðild

Sjá nánari upplýsingar um aðild í æskulýðsstarfi hér. 

Sótt um til Brussel

Með miðstýrðum verkefnum er átt við að umsjón verkefnanna sé hjá framkvæmdastjórn ESB.  Skrifstofan sem annast umsýslu þessa hluta Erasmus+ fyrir hönd framkvæmdastjórnar ESB er í Brussel og heitir Education, Audiovisual and Culture Executive Agency (EACEA). Landskrifstofan veitir upplýsingar og ráðgjöf eftir fremsta megni en öll formleg samskipti vegna þessara verkefna eru við EACEA.

Uppbygging í æskulýðsstarfi (Capacity Building in the field of Youth)

Þessi verkefni byggjast á þátttöku Erasmus+ landa og annarra landa í heiminum (Programme and Partner countries). Markmiðið er að styrkja alþjóðlegt samstarf innan æskulýðsvettvangsins í þessum löndum með áherslu á sjálfbæra þróun og velferð æskulýðssamtaka og ungs fólks. Félagasamtök, sveitarfélög og stjórnvöld (þ.m.t. Æskulýðsráð) í Erasmus+ löndum geta sótt um styrk. Önnur lönd geta ekki sótt um styrk en geta tekið þátt í verkefnunum.

Ekki er um fasta árlega umsóknarfresti að ræða fyrir skilgreinda tegund verkefna eins og í öðrum hlutum Erasmus+ heldur eru auglýstir stakir umsóknarfrestir. 

Nánari upplýsingar í Handbók Erasmus+.

Stuðningur við stefnumótun (Support for Policy Reform)

Þessi verkefni tengjast stefnumótun í æskulýðsmálum í Evrópu. Félagasamtök, sveitarfélög og stjórnvöld (þ.m.t. Æskulýðsráð) geta sótt um styrk. 

Ekki er um fasta árlega umsóknarfresti að ræða fyrir skilgreinda tegund verkefna eins og í öðrum hlutum Erasmus+ heldur eru auglýstir stakir umsóknarfrestir fyrir sértæk verkefni (þemu).

Nánari upplýsingar í Handbók Erasmus+.

Stuðningur og samstarf

Eurodesk

Eurodesk er upplýsingasíða um tækifæri í Evrópu fyrir ungt fólk um: nám og þjálfun, sjálfboðaliðastörf, starfsnám, styrki og aðra fjölbreytta þátttökumöguleika.

European Youth Portal

Evrópska ungmennagáttin  (European Youth Portal) er upplýsingasíða um fjölbreytt tækifæri í Evrópu auk þess að veita upplýsingar um líf, starf og nám í Evrópulöndunum. Í gáttinni er hægt að fá upplýsingar um borgaralega þátttöku ungs fólks, tækifæri erlendis og áætlanir Evrópusambandsins. Í gáttinni er einnig hægt að sjá virk tilboð til þátttöku í European Solidarity Corps sjálfboðaliðaáætluninni.

SALTO-YOUTH

Upplýsingasíða sem býður upp á námskeið, ráðstefnur, verkfæri og stefnumótanir fyrir ungt fólk, æskulýðsstarfsfólk og aðra sem vinna með eða fyrir ungt fólk. Á Salto síðunni má finna dagsetningar námskeiða og rástefna, samstarfsaðila fyrir Erasmus+ og European Solidarity Corps verkefni, þjálfara sem geta leitt viðburðinn ykkar og verkfæri sem gagnast í innlendu og fjölþjóðlegu æskulýðsstarfi.

Youthpass

Youthpass er tæki til að staðfesta þátttöku og meta lærdómsreynslu í Erasmus+ og European Solidarity Corps verkefnum. Allir einstaklingar sem taka þátt í verkefnum áætlananna eiga rétt á að fá Youthpass. Þátttakendur geta metið eigin lærdóm og skrifað matið inn í Youthpass. Matið er skipt niður í átta færniþætti. Ný stefna um Youthpass var gefin út í september 2021 og má nálgast hana hér.

Strategic Partnership for Inclusion (SPI)

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi er í samstarfi við 15 landskrifstofur í Evrópu og SALTO skrifstofu sem sinnir málefni um inngildingu og fjölbreytileika. Ísland tekur þátt í vinnuhópi sem heitir Health and Diverse Abilities. Markmiðið með þessu samstarfi er að fá fjölbreyttan hóp ungmenna til að taka þátt í Erasmus+. Áætlunin leggur áherslu á að vera aðgengileg öllum ungmennum og tryggja jafna möguleika til þátttöku með fjölbreytileika að leiðarljósi. Til þess að ná því markmiði þurfum við að biðla til samtaka og sveitarfélaga sem vinna með ungu fólki og veitir þeim stuðning. Saman getum við tryggt aðgengi að styrkjaáætlun sem allt ungt fólk getur tekið þátt í. Við hvetjum samtök og sveitarfélög sem vinna með ungu fólki, fjölbreytileika og inngildingu (inclusion) að hafa samband við okkur. Í boði er ýmis stuðningur eins og t.d. verkefna- og umsóknarráðgjöf, þátttaka á námskeiðum og tengslaráðstefnum fyrir starfsfólk innan æskulýðsvettvangsins.  Nánar um samstarfið hér.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica