Tökum þátt í inngildingu

Leiðarvísir um inngildingu fatlaðs fólks í evrópsk æskulýðsverkefni.

Stefnumótandi samstarf landsskrifstofa um inngildingu (SPI)

Þessi leiðarvísir um inngildingu fatlaðs fólks í evrópsk æskulýðsverkefni er unninn á vegum deildar um heilbrigði og fjölbreytta getu innan SPI, Samstarfs landskrifstofa um inngildingu, sem er stefnumótandi samvinna sautján landskrifstofa innan áætlana Erasmus+ Youth og European Solidarity Corps. Samvinnan hefur staðið um árabil og er stýrt af SALTO miðstöð um inngildingu og fjölbreytileika .

Meginmarkmið SPI er að hvetja þau ungmenni sem hafa færri tækifæri en önnur ungmenni, til þátttöku í verkefnum á vegum áætlana Erasmus+ Youth og European Solidarity Corps.

Þetta gerir SPI til að ná markmiðum sínum:

 • höfðar til samtaka sem eru virk á sviðinu í því skyni að hvetja og virkja fleiri alþjóðleg samtök;
 • þróar og býður þjálfun og tækifæri til tengslanetsmyndunar á viðkomandi sviði og ýtir undir samstarf þvert á landamæri;
 • einfaldar flæði þekkingar og miðlunar reynslu af góðum starfsháttum til að auka gæði inngildandi æskulýðsstarfs innan áætlana Erasmus+ Youth og European Solidarity Corps;
 • eykur skilning á þörfum og getu markhópsins;
 • vekur athygli á Erasmus+ Youth og European Solidarity Corps sem tækjum til inngildingar og uppbyggingar á færni.

Inngilding og fjölbreytileiki í áætlunum Erasmus+ og European Solidarity Corps

Inngilding var þegar orðin eitt forgangsverkefna í fyrri kynslóð æskulýðsáætlana Evrópusambandsins en í þeim nýju, Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) 2021-2027, er lögð enn meiri áhersla á þennan þátt. Eyrnamerktur fjárstuðningur til inngildingar, einfölduð umsóknarferli og eyðublöð auk nýrra tækifæra til þjálfunar og tengslamyndunar fyrir einstaklinga og samtök sem starfa með ungmennum auðvelda áætlunum að ná til grasrótarsamtaka og þeirra mörgu ungmenna sem mæta fleiri hindrunum en jafnaldrar þeirra þegar kemur að þátttöku í alþjóðlegum verkefnum. 

Stefna Erasmus+ and European Solidarity Corps um inngildingu og fjölbreytileika (í SALTO-YOUTH, 2021) styður og styrkir inngildingaráherslu nýrrar kynslóðar áætlana sem gilda frá 2021-2027. Áhersla er lögð á að í evrópsku æskulýðsstarfi skuli stuðlað að fjölbreytileika og öllum veitt sömu tækifæri til þátttöku með því að takast á við þær hindranir og þröskulda sem mæta mörgum ungmennum á leið inn í alþjóðleg æskulýðsverkefni. Þar sem sá skilningur er ríkjandi í áætlununum að inngildandi starf skuli höfða til allra ungmenna er lögð sérstök áhersla á að ná til þeirra sem hafa færri tækifæri. 

Hvað felur þetta í sér fyrir ykkur?

Þessi leiðarvísir er tæki fyrir einstaklinga og stofnanir sem vinna að innleiðingu evrópskra samstarfsverkefna en hafa litla sem enga reynslu af að skipuleggja starf sitt með tilliti til inngildingar. Fjallað er um lykilþætti inngildandi vinnubragða og bent á lausnir í stað þess að einblína á vandamál. Markmiðið er að styðja fólk sem vinnur í æskulýðsgeiranum til að efla og þróa færni sína í að fást við fjölbreytileika og inngildingu og að auka nauðsynlega þekkinguna á æskulýðsstarfi með fötluðum ungmennum og ungu fólki með heilsufarsvanda.

Hér er að finna hnitmiðað yfirlit hagnýtra ráða um undirbúning, innleiðingu og eftirfylgni í stuttum Erasmus+ Youth og European Solidarity Corps-verkefnum. Áhersla er einkum lögð á ungmennaskipti og þátttöku ungmenna í starfi Erasmus+ Youth og í sjálfboðaliðateymum European Solidority Corps. Að sjálfsögðu má þó aðlaga og yfirfæra allar ráðleggingar sem hér koma fram að öllum skammtíma- og jafnvel langtíma sjálfboðaliðaverkefnum og öðru inngildandi æskulýðsstarfi.

Óumdeilt er að æskulýðsstarf, hvort sem það er svæðisbundið eða á lands- eða alþjóðavísu, skal vera öllum aðgengilegt og engum skal úthýst. Inngilding allra er sjálfsagður hluti evrópsks æskulýðsstarfs enda er inngilding bráðnauðsynleg og stuðlar að meiri virkni okkar allra.

Skiljanlega getur það í fyrstu virst óyfirstíganlegt verkefni að innleiða inngildandi starfshætti en ungir þátttakendur og öll þau sem með þeim vinna njóta góðs af. Með því að innleiða sjónarhorn fjölbreytileikans á allt mannlíf dýpkar og breikkar skilningur allra á þörfum og hagsmunum ungmennanna. Séu æskulýðsverkefni ykkar aðlöguð að því hugarfari að endurspegla skuli fjölbreytileikann aukast gæði verkefnanna, aðgengið að þeim og jafnvel áhrif þeirra á evrópskt samfélag.

Með þessum leiðarvísi viljum við bjóða ykkur að ígrunda inngildingarþátt æskulýðsverkefna ykkar. Við viljum stuðla að auknu sjálfstrausti ykkar til að prófa að vinna á inngildandi hátt með fötluðu fólki. Jafnvel örlitlar, meðvitaðar breytingar á vinnubrögðum gera starf ykkar strax aðgengilegra nýjum markhópum. Leiðarvísirinn vekur athygli á og dregur upp heildarmynd af fjölmörgum aðstæðum, vinnuferlum og sjónarmiðum sem skipta máli í inngildandi æskulýðsstarfi. Líklega á þó ekki allt sem hér kemur fram við í verkefnunum ykkar.

Við vonum að þessi leiðarvísir um inngildingu fatlaðs fólks í evrópsk æskulýðsverkefni veiti ykkur hvatningu og innblástur til að taka þátt í inngildandi verkefnum með fjölbreytileikann að leiðarljósi. Það er öllum dýrmæt reynsla! 

Að skilja hugmyndina að baki inngildingu

Eitt er víst; inngilding hefur persónuleg áhrif á líf okkar allra vegna þess að við berum sameiginlega ábyrgð á því að skapa heim meiri fjölbreytileika, inngildingar og sanngirni þar sem engum er úthýst. Við græðum öll á því að ólíkum þörfum sé sinnt. Sem dæmi má nefna að einföld og auðskilin málnotkun veitir fleirum aðgengi að upplýsingum en flóknari málnotkun. Vilji samfélagsins til gagngerrar hugarfarsbreytingar er frumskilyrði inngildingar en innleiðing inngildingar í samfélagið krefst sameiginlegs skilnings okkar allra á hugtakinu og hugmyndafræðinni að baki því.

Félagsleg inngilding

Félagsleg inngilding þýðir að skilyrði allra til þátttöku séu bætt með því að jafna tækifæri og aðgengi að félagslegum gæðum, hlusta á raddir allra og bera virðingu fyrir réttindum þeirra. Þetta krefst jafnrar skiptingar á gæðum og tækifærum og að dregið sé úr jaðarsetningu og misskiptingu. Það felur í sér að stofnanir, ferli og mælistikur, t.d. þegar kemur að námsframboði, séu þannig úr garði gerð að þau fagni fjölbreyttum aðstæðum fólks og ólíkum sjálfsmyndum þeirra.

Í inngildandi umhverfi er ekki lengur talað um að aðstæður séu „normal” né heldur að nokkur þurfi að breytast til að „vera gjaldgengur.” Þess í stað aðlaga öll sem að málum koma uppbyggingu og ramma verkefnanna jafnt og þétt og af eigin frumkvæði að þörfum og kröfum hvers og eins, þannig að öll geti lagt sitt af mörkum af eigin verðleikum. Félagsleg inngilding felur í sér breytingu á viðhorfum í þá átt að fjölbreytileikinn sé „normið” og litið er á andstæður, sem kunna að vera fyrir hendi, hversu ögrandi sem þær eru, sem auðlind og uppsprettu tækifæra og lærdóms um alla þætti samfélagsins.

Í evrópsku æskulýðsstarfi og í óformlegri menntun er litið til inngildingar sem víðtækra aðgerða til að tryggja jafnt aðgengi fólks með færri tækifæri heldur en félagar þeirra að þeim úrræðum sem í boði eru. Evrópsk æskulýðsverkefni skulu því hönnuð með það fyrir augum að vera inngildandi og næm fyrir fjölbreytileikanum.

Inngilding fatlaðs fólks

Þótt inngilding sé í sumum löndum gjarnan tengd fötluðu fólki er hugmyndin um félagslega inngildingu ekki einskorðuð við þann hóp. Með inngildingu fatlaðs fólks, sem er mikilvægur hluti félagslegrar inngildingar, er lögð áhersla á að tryggja réttindi og þátttöku fatlaðs fólks. Í þessu samhengi ber þó að hafa í huga að fatlað fólk er ekki einsleitur hópur heldur hefur ólíkar sjálfsmyndir varðandi kyngervi, félagslegan uppruna, þjóðerni og fleira. Auk þess eru undirhópar meðal fatlaðs fólks, til dæmis fólk með þroskahömlun, sálfélagslegar skerðingar, samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og fjölfötlun. Inngilding fatlaðs fólks snýst um að skapa þeim sömu þátttökumöguleika og ófötluðum félögum þeirra. Hún felur einnig í sér að tryggt sé að stefnur og starfshættir við hæfi séu til staðar til stuðnings fötluðu fólki.

Lykillinn að aukinni inngildingu í æskulýðsverkefnum er breyting á framkomu og viðhorfum. Auk þess þarf að vekja athygli á skorti á aðgengi og mæta honum með sértækum aðgerðum, búnaði og þjónustu.

Við ættum að stefna að því á öllum sviðum að aðlagast fjölbreyttum þörfum og bakgrunni hvers og eins í stað þess að ætlast til að einstaklingar aðlagist núverandi fyrirkomulagi. Þetta á einnig við um uppbyggingu æskulýðsverkefna. Þess vegna skiptir virk þátttaka, samskipti og samráð við fatlað fólk og samtök þeirra sköpum í öllu sem við gerum.

Mikilvægt er að muna að inngilding gildir í báðar áttir. Þar sem flest samfélög eiga enn mikið ólært um hvernig auka megi inngildingu þurfa hópar á jaðrinum að eiga frumkvæði að samtali til að raddir þeirra heyrist og orðum þeirra sé gefinn gaumur. Með því að læra um og upplifa hlutina í sameiningu getur hugarfarsbreytingin leitt til öflugra umskipta og almenns vilja til aukinnar inngildingar.

Fötlun

Þrátt fyrir að tilhneigingar gæti til að líta á fatlað fólk sem hóp aðgreindan frá öðrum vegna „þarfa sinna varðandi aðgengi” eru fatlanir hluti fjölbreytileikans og jafn algengar og allar aðrar birtingarmyndir ólíkra sjálfsmynda sem tengjast einstaklingsbundum þörfum og verðleikum.

Hugtakið „sérþarfir” skal ekki lengur nota í umræðu um fötlun. Sáttmálinn um réttindi fatlaðs fólk minnist ekki á „sérþarfir”. Orðið „sérþarfir” sýnir fötlunarfordóma, aðgreiningu og stigveldi. Í samfélagi inngildingar þarf ekki að líta á þarfir sumra sem „sérþarfir”. Betra er að tala um „aðgengisþarfir”.

Karina Chupina, þjálfi og ráðgjafi, sérfræðingur í fötlun, æskulýðsmálum, fjölbreytileika og inngildingu.

Til að skilja fötlun frá sjónarhóli mannréttinda er mikilvægt að gera greinarmun á skerðingu og fötlun. Skerðing er langvarandi eða varanleg líkamleg, geðræn, vitsmunaleg eða skynræn truflun. Litið er á fötlun sem „[…] afleiðingu víxlverkunar á milli fólks með skerðingar og hindrana í umhverfinu og í viðhorfum annarra sem koma í veg fyrir fulla og virka þátttöku þeirra í samfélaginu til jafns við aðra“ (Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, formáli (5), 2006).

Með öðrum orðum má segja að fólk með skerðingar verði fatlað vegna hindrana sem mætir því í umhverfinu og þannig hafi umhverfið sem við sköpum áhrif á hversu mikil fötlun fólks er. Framförum má ná með því að útrýma hindrunum, efla jákvæð viðhorf og styðja fulla þátttöku og jafnræði (Chupina, K., 2012 í Evrópuráðið; Fötlun og fötlunarfordómar).

Inngilding - mannréttindi
Inngilding er mannréttindi. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks viðurkennir að fatlað fólk hafi jafnan rétt á við aðra til menntunar og samfélagsþátttöku. Það þýðir að ungt fatlað fólk á rétt á að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum í æskulýðsgeiranum.

Fatlað fólk er álitið stærsti minnihlutahópur heims. Samkvæmt #WeThe15-hreyfingunni eru 1.2 milljarðar fatlaðs fólks í heiminum eða 15% jarðarbúa (Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra, N/A). Þar á meðal eru um það bil tvö hundruð milljónir ungmenna í heiminum fötluð (Chupina, K., 2012, í Evrópuráðið: Fötlun og fötlunarfordómar). Séu þessar tölur hafðar í huga er ekki úr vegi að þið spyrjið ykkur hversu mörg fötluð ungmenni taka þátt í æskulýðsverkefnum ykkar?

Markhópur inngildandi æskulýðsverkefna

Inngildandi verkefni innan Eramus+ Youth og European Solidarity Corps eru með fjölbreyttu sniði og ná til mismunandi markhópa. Ungu fólki er boðið að upplifa eitthvað nýtt, hitta jafnaldra frá öðrum löndum og öðlast nýja félagslega og fjölmenningarlega færni. Auk þess opna þau ungmennunum nýjar víddir og eru þeim innblástur og hvatning til að lifa virkara lífi.

Í þessum leiðarvísi um inngildandi, evrópsk æskulýðsverkefni leggjum við áherslu á að virkja ungt fólk með skerðingar og langvinn heilsufarsvandamál og hvetjum til verkefna fyrir hópa með blandaða getu sem er ákjósanlegasta form inngildandi starfs. Verkefni sem byggja á blandaðri getu höfða til markhóp ungs fólks með mismunandi bakgrunn, færni og skerðingar. Inngilding byggð á „blandaðri getu” gerir ráð fyrir að öll ungmenni hafi ólíkar þarfir og öll geti (á einhverjum tímapunkti) þurft einstaklingsaðstoð til fullrar þátttöku.

Margvíslegur ávinningur er af þátttöku í æskulýðsverkefnum með blandaða getu;

 • veitir jákvæða reynslu af að vinna og vera saman og hafa gaman;
 • hvetur til að hindrunum sé eytt og tekist sé á við áskoranir;
 • gefur ungu fólki, fötluðu og ófötluðu, tækifæri til að umgangast í öruggu umhverfi og mynda sambönd byggð á jákvæðni og virðingu;
 • eflir tilfinningu fyrir að tilheyra stærra samfélagi og eykur skilning á borgaravitund;
 • gerir ungmennunum kleift að að vera virk í öllum þáttum verkefnisins, öðlast trú á eigin færni og læra að raddir þeirra skipta máli;
 • veitir ungmennum tækifæri til að ræða um og rökræða málefni sem eru þeim mikilvæg;
 • eykur mikilvæga færni og hæfni (í samskiptum, samvinnu, sköpunarhæfni o.s.frv.);
 • veitir ungu fólki, fötluðu og ófötluðu, tækifæri til að umgangast í öruggu umhverfi og skapa jákvæð og tillitssöm tengsl;
 • gerir ungmennunum kleift að að vera virkt í öllum þáttum verkefnisins, öðlast trú á eigin færni og læra að raddir þeirra skipta máli;
 • gefur ungu ófötluðu fólki tækifæri til að umgangast fatlað fólk og þróa jákvæð samskipti byggð á virðingu;
 • veitir öllum þátttakendum ný sjónarhorn og dýpri skilning á fjölbreytilegum og raunverulegum aðstæðum fólks sem gæti í kjölfarið gert þau að öflugum talsmönnum virkar þátttöku í verkefnum.

(cp. SALTO-YOUTH; 2006, bls. 29)

Viltu vita meira?

Kynntu þér efnið í Benefits and obstacles to inclusive projects fyrir ungt fólk, samstarfsaðila og samfélög (SALTO-YOUTH, 2014, bls. 47) eða Why should a young person volunteer? (SALTO-YOUTH, 2020, bls.16).

Gátlisti fyrir inngildingu vegna fötlunar

Gátlistinn er yfirlit yfir hin ólíku viðfangsefni leiðarvísisins og fylgir sömu röð og efnisyfirlitið. Notið gátlistann við skipulagningu inngildandi æskulýðsverkefna til að tryggja að ekkert mikilvægt gleymist, jafnvel þótt sum atriði listans eigi kannski ekki við í ykkar tilviki.

Skilningur á hugtakinu inngilding Nei Blaðsíða
Við skiljum hugmyndafræðina að baki og ávinninginn af inngildandi starfi, sem næmt er fyrir fjölbreytileikanum, í evrópskum æskulýðsverkefnum (á sviði fötlunar).
Undirbúningur og skipulagning inngildandi verkefna
Við höfum velt því fyrir okkur hver vantar í verkefnið og hafið leit að mögulegum þátttakendum.
Við höfum greint þátttökuhindranir í æskulýðsverkefni okkar.
Við höfum skoðað hvernig minnka má þessar hindranirnar.
Við höfum virkjað ungt fatlað fólk og félagasamtök þeirra til samstarfs um hönnun og þróun verkefnisins svo að þau finni til eignarhalds og ábyrgðar gagnvart því.
Við höfum skilning á hugsanlegum þörfum og væntingum ungmennanna til verkefnis okkar.
Við höfum virkjað nærumhverfi ungmennanna (fjölskyldur, samfélag) auk samtaka sem vinna með fötluðum ungmennum (félagasamtök fatlaðs fólks o.s.frv.) til að greina þarfir og hvetja fötluð ungmenni til þátttöku. (Mælt með).
Við höfum sett saman alþjóðlegan hóp samstarfsaðila sem vinnur þvert á svið og hefur aðgang að ólíkum markhópum í löndum sínum.
Samstarfsaðilarnir hafa komið sér saman um samstarfsgrundvöll í inngildandi æskulýðsverkefni okkar.
Við höfum sótt um þá inngildingarstyrki sem í boði eru hjá Erasmus+ Youth/ European Solidarity Corps til að mæta þörfum ungmennanna (eingreiðslur til inngildingar og raunkostnaðarstyrki, undirbúningsheimsóknir).
Við höfum skipulagt undirbúningsfund samstarfsaðila og ungs fatlaðs fólks. (Mælt með).
Teymið er undirbúið fyrir þá áskorun að innleiða inngildandi verkefni og við höfum boðið teyminu, og öðrum sem tengjast verkefninu, ráðgjöf og viðbótar þjálfun.
Náð til ungs fólk með skerðingar og heilsuvanda
Kynningarefni okkar er aðgengilegt og höfðar til ungs fatlaðs fólks.
Umsóknarferlið er hannað með aðgengi í huga.
Umsóknarferlið styður greiningu á þörfum ungs fólks í inngildandi æskulýðsverkefnum.
Ferlið við að virkja nýja þátttakendur er skipulagt á sveigjanlegan og gagnsæjan hátt.
Undirbúningur og þarfagreining unga fólksins
Við höfum undirbúið ungmennin og innleitt undirbúningsferli í samræmi við þarfir þeirra.
Hafa skal í huga við undirbúning ferðalaga
Við höfum skoðað ýmsa ferðamöguleika og valið þá bestu fyrir einstaklingana/hópinn.
Vettvangur starfsins uppfyllir aðgengisþarfir þátttakenda.
Við höfum kannað og aðlagað aðstöðuna (að frístundasvæði meðtöldu) að aðgengisþörfum þátttakenda og gert nauðsynlegar úrbætur.
Við höfum gengið úr skugga um að þörfum og óskum varðandi mataræði sé mætt.
Gisti- og hreinlætisaðstaða uppfylla þarfir ungmennanna.
Samgöngur á milli staða í verkefninu eru aðgengilegar, gisting í boði sé þess þörf og gert er ráð fyrir nægum tíma til ferðalaganna.

Aðgengilegar upplýsingar eru í boði um hagnýt atriði sem ungmennin þurfa að hafa í huga á ferðalögum og á meðan á verkefninu stendur.

Mótun inngildandi námsumhverfis
Við höfum gert ytra umhverfi þannig úr garði að það henti þörfum ungs fólks svo að öllum finnist þau velkomin og hvött til virkni.
Við höfum tekið tillit til allra mikilvægra þátta sem lúta að því að skapa umfaðmandi, hvetjandi og öruggt sálrænt umhverfi.
Við höfum skoðað þarfir, væntingarnar og hindranir í vegi ungmennanna og skipulagt umhverfið út frá því.
Við höfum kynnt okkur inngildandi viðhorf og atferli sem og leiðir til að koma í veg fyrir hegðun mismununar og útilokunar í garð fatlaðs fólks.
Málnotkun og samskipti í inngildandi ungmennaverkefnum
Stuðningskerfi (þ.e. túlkar) er til staðar og mætir þörfum ungmennanna.
Við höfum skipulagt starfsemi sem ýtir undir og hvetur til inngildandi samskipta milli þátttakendanna.
Aðgengileg vinnugögn og aðrar skriflegar upplýsingar hafa verið útbúin.
Inngildandi hönnun námsferla
Verkefnið sjálft og allir þættir þess eru vandlega skipulagðir með þarfir og væntingar markhópsins í huga (t.d. hægari yfirferð, fleiri pásur o.s.frv.)
Allt starfið er skipulagt samkvæmt meginhugmyndafræði óformlegrar fræðslu og inngildandi menntunar.
Aðferðir, nálgun og verkefni eru aðlöguð og hönnuð með aðgengi alls ungs fólks í huga.
Áhættumat
Áhættumatsáætlun er unnin í samvinnu við samstarfsaðila, teymið og ungmennin og öllum sem tengjast verkefninu er gerð grein fyrir öryggisferlum og ábyrgð.
Við þekkjum til öryggisráðstafana og fyrirkomulags á vettvangi verkefnisins.
Neyðarlisti yfir tengiliði er aðgengilegur og hefur verið dreift meðal hlutaðeigandi.
Ungmennin vita við hverja á að hafa samband í neyðaraðstæðum eða krísum.
Reglubundnir mats- og ígrundunarfundir eru skipulagðir með teyminu til að greina erfiðar aðstæður og ræða lausnir á þeim.
Eftirfylgni
Við höfum skipulagt víðtækt matsferli með öllum hagaðilum til að skrásetja námsreynsluna og það sem verkefnið leiðir í ljós með langtíma gæðaþróun og færniuppbyggingu í huga.

Kynningaráætlun hefur verið samin til að deila niðurstöðum verkefnisins og gera áherslur þess um inngildingu og fjölbreytileika aðgengilegar sem flestum. (Mælt með).

Gerðir hafa verið ferlar sem styðja ungmennin og leiðbeina þeim að verkefni loknu.
Allir samstarfsaðilar hafa tryggt að unga fólkið viti hvert skal leita stuðnings eða ráðgjafar til að vinna úr reynslu sinni að verkefni loknu.

Skipulagning og undirbúningur inngildandi æskulýðsverkefna

Áður en hafist er handa: Mikilvægt er að hafa í huga að inngilding er ferli en ekki fasti. Hvort sem um er að ræða ungmennaskipti eða sjálfboðaliðastörf er inngilding eitthvað sem þið ákveðið jafnt og þétt að gera í hverju skrefi verkefnisins (Chupina, K. 2020, í IJAB (ritstj.), bls. 15). Það sem til þarf er fyrst og fremst velvild, sveigjanleiki, stöðug ígrundun og aðlögun að umgjörð og innihaldi verkefnisins. Og ekki er nauðsynlegt að gera allt á einu bretti. Jafnvel smávægilegustu breytingar á hönnun verkefnisins, eins og fjölgun pása eða sjónræn framsetning ritaðra námsgagna, getur haft mjög mikið að segja um aðgengi og inngildingu í verkefnum ykkar.

Hver eru þarna úti? Kynnið ykkur hugsanlega þátttakendur

Það krefst vandaðs undirbúnings að skapa verkefni sem eru í raun og veru inngildandi og næm fyrir fjölbreytibreytileikanum. Eitt mikilvægasta skrefið í upphafi er að skilgreina og reyna að ná til nýrra markhópa. Það er líka viðvarandi verkefni í inngildandi æskulýðsstarfi sem næmt er fyrir fjölbreytileikanum að átta sig sig á því hver þau eru sem ekki sjást og teljast ekki með – og hvers vegna. Í því samhengi er gott að gera sér grein fyrir að 70% allra fatlana eru ósýnilegar (Invisible Disabilities® Association, N/A), allt frá geðhvarfasýki til langvinnra verkja, frá geðsjúkdómum til sykursýki, og því er svo auðvelt að horfa fram hjá þeim. 

Til umhugsunar
Skoðið vel samtök og samfélög í nágrenni ykkar. Talið við fólk sem er virkt á sviði inngildingar eða vinnur með fötluðu fólki. Spyrjið ykkur: „Hver vantar í verkefnið okkar?” Er hægt að benda á einstaklinga (eða hópa ungmenna) sem ykkur hefur ekki dottið í hug að bjóða þátttöku? Hvers vegna vantar þessa hópa? Hvað hindrar þátttöku þeirra?

Inngildandi æskulýðsverkefni veita ungu fötluðu fólki margvíslegan ávinning og mikilvæg námstækifæri (SALTO-YOUTH, 2014, bls. 47). Ætti sú staðreynd ekki að hvetja fötluð ungmenni til að sækja rétt sinn til þátttöku? Og ættu æskulýðssamtök almennt ekki að hafa þetta í huga og reyna að höfða á áreynslulausan hátt til ungs fatlaðs fólks?

Sú er því miður ekki raunin. Mörg félagasamtök ungmenna sjá af ýmsum ástæðum ekki markhóp í fötluðum ungmennum. Ástæðan gæti verið skilningsskortur, vanahugsun um að ákveðna hópa skorti forsendur til þátttöku eða áhyggjur af því að með þátttöku fatlaðra ungmenna fylgi aukin fyrirhöfn og kostnaður. Þar af leiðandi er sjaldan rætt um möguleika ungs fatlaðs fólks til þátttöku sem leiðir til þess að sá hópur veit ekki einu sinni af tækifærum sínum.

Nú er rétti tíminn til að byrja að hugsa á inngildandi hátt og ná til nýrra þátttakenda. Notið þennan leiðarvísi til að uppgötva litlu hlutina sem auðvelt er að breyta til að gera æskulýðsverkefni ykkar aðgengilegri og meira inngildandi. Látið vita á réttum stöðum og ungmennin sem áður stóðu stóðu álengdar munu brátt finna sér leið inn í verkefnin. 

Lesið meira í kaflanum Að ná til ungmenna með fötlun eða heilsufarsvanda (bls. 22).

Þátttökuhindranir

Til að gera verkefni ykkar aðgengilegri nýjum hópum þarf að skoða ástæður þess að þá hefur vantað hingað til. Öll stöndum við einhvern tíma frammi fyrir hindrunum en fötluð ungmenni eru vanari því en flest okkar hinna að slíka hindranir útiloki þau frá þátttöku á öllum sviðum lífsins.

Slíkar hindranir geta til dæmis verið:

Ungmennin getur skort vitneskju um tækifærin sem þeim bjóðast til að taka þátt í verkefnum, hafa veika sjálfsmynd eða lítið sjálfstraust, hafa reynslu af mismunun og höfnun, eru óörugg, skortir sýnileika og rödd, hafa takmarkaðan aðgang að menntun, skortir færni, skerðingar þeirra eru mis sýnilegar.

ú Félagasamtök ungmennanna kunna að búa við aðstöðuleysi, skort á færni, þekkingu eða forsendum til að meta getu og hæfni fatlaðra ungmenna, hindranir geta verið í formi viðhorfa (afleiðingar fordóma og mismununar) og ótta við aukið vinnuframlag og kostnað (cp. Chupina, K., 2020, í IJAB (ritstj.), bls. 25).

Mikilvægt er að greina slíkar hindranir til að hægt sé að ná til og virkja nýja markhópa. Oft fækkar hindrunum ef tilvist þeirra er viðurkennd og tekist á við þær á meðvitaðan hátt. Þannig er opnað fyrir virka þátttöku ungmenna með skerðingar og heilsufarvanda á jafnréttisgrundvelli. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að skilja orðið skörun. Orðið undirstrikar að reynsla fólks og sjálfsmyndir hafa margar víddir en takmarkast ekki við eitthvað ákveðið (enda skynja ekki öll hlutina á sama hátt). Einkenni eins og húðlitur, kyn, fötlun, aldur, kynhneigð og fleira skarast og skapa ótal lög af mismunandi félagslegu óréttlæti og mismunun. Og þetta er ekki hægt að takast á við eins og það fyrirfinnist í einhverju tómarúmi. LGBTQI+, flóttakonur eða litaðar konur upplifa allt öðruvísi mismunun en karlkyns, hvítir og ófatlaðir félagar þeirra (Chupina, K., (2020), í IJAB (ritstj.), bls. 12). Til að æskulýðsstarf geti orðið fullkomlega inngildandi þarf að taka tillit til skörunar sjálfsmynda og ólíkrar upplifunar og þannig skilja hversu flóknum hindrunum fötluð ungmenni mæta.

Skoðið The urgency of intersectionality, TED fyrirlestur Kimberlé Crensharw (2016) sem mótaði hugtakið „skörun“.

Vissulega flokkast sumar hindranir undir langvarandi, djúpstæðan kerfisvanda. Æskulýðsverkefni geta ekki upp á eigin spýtur eytt vandamálum eins og fátækt, útlendingarhatri og félagslegri útskúfun. En þau geta valdeflt ungmennin, fjölgað tækifærum þeirra og boðið þeim að taka þátt í þroskandi verkefnum sem efla sjálfstraust þeirra. Ungu fólki, sem daglega mætir mismunun og höfnun, getur inngildandi æskulýðsstarf byggt á mannvirðingu og reisn, reynst gríðarleg uppspretta sjálfsstyrks og hvatningar. (Călăfăteanu, A. M., García Lopez, M.A., 2017 í Evrópuráðinu: T-Kit 8, bls. 20). 

Hvernig má fækka þátttökuhindrunum í verkefnum ykkar

Sumar lausnir eru einfaldari í framkvæmd en aðrar þar sem kannski þarf bara að aðlaga aðferðirnar aðeins bls.46 eða vanda betur valið á fundarstað (bls.29). En aðrar, líkt og að útrýma fordómafullum viðhorfum, eru langtímaverkefni fyrir ykkur og teymi ykkar og krefjast viðbótar mannauðs eða fjármagns sem nauðsynlegt er að gera grein fyrir í umsókninni.

En fyrsta skrefið er einfalt: Virkið ungmennin frá upphafi. Hlustið af athygli á það sem þau hafa fram að færa. Í andrúmslofti virðingar verða til skapandi lausnir sem ekki þarf að vera erfitt að innleiða.

Vantar ykkur innblástur? Leitið hugmynda til að fækka þátttökuhindrunum í Factsheet #4: Barriers to Participation (National Children's Bureau, 2017).

[Upplýsingar um áætlanir Erasmus+/European Solidarity Corps: Erasmus+ Youth og European Solidarity Corps veita fjárstuðning til að fækka hindrunum í æskulýðsverkefnum. Nánari upplýsingar í kaflanum Styrkur til inngildingar í Erasmus+ og European Solidarity Corps, bls.55.]

Virkið ungmennin

Unga fólkið er fulltrúar eigin hagsmuna og koma skal fram við þau á jafningagrundvelli. Með því að byggja á eigin reynslu geta þau hjálpað til við að skilgreina viðeigandi markmið og finna lausnir sem falla að þörfum þeirra um innihald vinnustofu eða sameiginleg viðfangsefni. Tímanum þegar ungmennin fá að tala um þarfir sínar, tilhlökkunar- og kvíðaefni er vel varið; hvað þau vilja helst fá út úr verkefninu og hvernig þau geta lært af þátttöku sinni í því. Það er verkefni ykkar sönn auðlind.

Vinnið með ungmennunum að hönnun inngildandi verkefna og látið þau finna að hugmyndir þeirra hafa jákvæð áhrif á verkefnið. Verið opin um hvað er mögulegt að gera. Það getur skapað gremju, upplausn og vantraust ef ungmennin leggja mikinn tíma í hugmyndavinnu sem er svo hunsuð þegar upp er staðið. Og það viljum við forðast.

Þið kunnið að hugsa „vá, þvílík vinna!” En hafið engar áhyggjur. Þið eruð ekki ein. Leyfið verkefninu að verða til með sameiginlegu átaki teymis ykkar og alþjóðlegu samstarfsaðilanna. Kannski gætuð þið líka efnt til samstarfs við sambærilegar stofnanir í nærumhverfinu sem geta veitt ykkur frekari stuðning?

„Ég óttaðist að passa ekki inn í hópinn eða að vandamálapakkinn minn yrði of stór. Svo kom í ljós allir voru bara eins og sniðnir hver fyrir annan og ég gat meira að setja rétt fram hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Upplifunin fór fram úr mínum björtustu vonum og ég lærði miklu meira um sjálfa mig og aðra en ég hélt að væri hægt.”

Þátttakandi á Inngildandi danshátíðinni í Krzyżowa, Póllandi.

Hver eru samstarfsaðilar ykkar?

Til að hleypa af stokkunum alþjóða æskulýðsverkefni þarf samstarfsaðila í öðrum löndum. Gott er að leita að samstarfsaðilum sem hafa svipaðra hagsmuna að gæta til að gera verkefnið inngildandi. Velheppnað samstarf byggir á sterkum grunni sameiginlegra markmiða, gilda og trausts. Áður en þið veljið samstarfsaðila skuluð þið kynnast þeim sem koma til greina (t.d. á fundum á netinu). Hefjið samvinnuna með ferli sem snýst um að hópurinn sammælist um hvað skal ávinnast í inngildingarverkefni ykkar. Ræðið um þarfir og væntingar. Hugmyndafræði og nálgun á sviði inngildingar kann að vera ólík í mismunandi löndum og menningarheimum þannig að afar mikilvægt er að kafa í ólík viðhorf til að forðast ágreining og misskilning á síðari stigum. Mælt er með því að gerður sé samstarfssamningur.

Gott ráð fyrir þau sem eru að skipuleggja og innleiða verkefni byggð á blandaðri getu er að hefja þverfaglegt samstarf við þær ólíku stofnanir sem að samstarfinu standa, æskulýðsfélög, samfélagsstofnanir og félagasamtök fatlaðs fólks. Þessar stofnanirnar geta auðveldlega náð til og virkjað mismunandi markhópa sem gerir það einfaldara að setja saman hóp með blandaða getu. Þær auðga líka samstarfstarfið með sérþekkingu sinni.

Til eru nokkrar leiðir til að finna samstarfsaðila. Leita má á vefsíðum eða í hópum á samfélagsmiðlum. Einnig er hægt að finna samstarfsaðila í vinnustofum eða á tengslaráðstefnum innan ramma Erasmus+ og European Solidarity Corps eða sækja þjálfun á sviði inngildingar- og fjölbreytileika sem önnur evrópsk samtök senda líka fulltrúa á.

Í leit að samstarfsaðilum?

Notið Otlas-verkfærið til að finna samstarfsaðila (SALTO-YOUTH, N/A), leitið í Evrópsku ungmennagáttinni eða skoðið ritið Use your hands to move ahead 2.0. (SALTO-YOUTH, 2020, bls. 70).

Upplýsingar um margvísleg tengslanet og þjálfunarverkefni, sem og æskulýðsverkefni, má finna á The European Training Calendar (SALTO-YOUTH, N/A).

Til umhugsunar
Hvernig hefur gengið hingað til? Hafið þið fengið hugmyndir sem hvetja ykkur til að nálgast æskulýðsverkefnin með meiri fjölbreytileika og inngildingu að leiðarljósi? Hver gætu næstu skref orðið?

Hvað með teymið?

Leiðbeinendur, þjálfarar, stjórnendur vinnustofa, hópstjórar, túlkar og táknmálstúlkar, sjálfboðaliðar, fulltrúar samstarfsaðila, umsjónarmenn, þjálfar, liðveisla og svo framvegis eftir eðli verkefnisins geta verið hluti af teymi ykkar og unnið að því sameiginlega markmiði að innleiða inngildandi æskulýðsstarf á árangursríkan hátt.

Inngilding er námsferli fyrir öll þau sem taka þátt í verkefninu. Sum kunna að hafa einhverja reynslu nú þegar en önnur eru að hefja sitt fyrsta ferðalag í inngildandi æskulýðsstarfi. En alltaf er mikilvægt að undirbúa teymið fyrir þær áskoranir sem þeim munu mæta: teymið þarf að skilja að inngilding er ekki einhver fylgihlutur sem örfá bera ábyrgð á. Öll þurfa að taka þátt í inngildingarferlinu frá upphafi til enda sem veitir þeim gríðarleg tækifæri að vaxa og þroskast.

Nokkur atriði sem hafa þarf í huga þegar þið undirbúið teymið:

Talið við hvern og einn í teyminu um hugarfar, grunngildi og siðferðileg viðmið í æskulýðsstarfi og um ábyrgð og skyldur í þeim tilteknu verkþáttum sem þau sinna sem og í verkefninu sem heild. Það getur verið gagnlegt að gera samning við hvern fyrir sig í teyminu með áherslu á mikilvæg gildi, siðferðisleg viðmið, viðhorf, verkefni og ábyrgð.

Í kaflanum Essential skills for youth work practice (Sapin, K., 2013) er fjallað um tengslin milli markmiða í æskulýðsstarfi, grunngilda og meginreglna og um skilning á hlutverkum og ábyrgð þeirra sem vinna með ungmennum.
 • Innleiðing verkefna í inngildandi æskulýðsstarfi krefst mikillar félags- og aðferðafræðilegrar færni. Mótaðu þér skýra mynd af því hvernig þú vilt hafa teymið og hvettu liðsmenn þína til að þroska hæfni sína og færni með því að taka þátt í þeirri þjálfun sem í boði er á sviðinu og afla sér þekkingar um inngildandi verkefni sem næm eru fyrir fjölbreytileikanum.
 • Hindranir í formi viðhorfa geta verið afleiðing óöryggis eða misskilnings og þekkingarskorts um fötlun. Þær geta takmarkað möguleika fatlaðs fólks á að vera sjálfstæðir einstaklingar. Gakktu úr skugga um að tekið sé á slíkum viðhorfum og öllu óöryggi eytt í teyminu þínu. Þekktu fólkið sem þú býður þátttöku. Bjóddu þeim, sem finna til óöryggis, leiðbeiningar og ráðgjöf. Eitt það versta sem getur gerst er að einhver úr teyminu endurskapi menningu mismununar- og útskúfunar í inngildandi verkefni. Með viðhorfum jákvæðni og virðingar er hins vegar næstum allt mögulegt.
 • Teymið ætti að ráða yfir grunnþekkingu á fjölbreytileikanum. Með framkomu sinni ættu þau að stuðla að virðingu og þakklæti óháð félagsstöðu, kyngervi, þjóðerni, trúarbrögðum, skerðingum, kynhneigð, kynvitund o.s.frv. Einnig þurfa þau að vera reiðubúin að vinna á virkan hátt gegn hvers kyns mismunun (í orðum eða ofbeldi) á meðan á verkefninu stendur.
 • Umræða um geðheilbrigði er enn tabú. Þátttakendur í æskulýðsstarfi ættu að þróa með sér faglega getu til að skilja félagsleg og sálræn einkenni ungs fólks með geðrænan vanda til að geta brugðist við og styrkt viðkomandi á viðeigandi hátt.

Og eitt að lokum. Ungt fólk sem tekur þátt í verkefnum lítur oft á teymið sem fyrirmyndir og fólk sem það getur treyst. Því er mikilvægt að lifa sem þið lærið. Best er að teymið endurspegli fjölbreytileikann meðal þátttakenda. Þátttakendur eru líklegri til samsama sig með þeim í teyminu sem þau geta speglað sig í og telja að hafi skilning á því sem þau sjálf eiga við að glíma.

Til umhugsunar

Inngildandi verkefni eru þarfamiðuð. Eitt aðalviðfangsefnið er þörf ungmennanna til að draga úr aðgengishindrunum. Hvers þarfnast meðlimir teymisins til að þeim líði vel og geti lagt alla orku sína í verkefnið? Hvað veist þú um þarfir túlkanna, táknmálstúlkanna, ritaranna, rittúlkanna, leiðveislunnar o.s.frv.?

The VISION:INCLUSiON Training modules: How to set up an inclusive international youth project (Chupina, K., Totter, E., 2020; in IJAB (ed.)) er frábært tæki sem veitir þátttakendum í inngildandi æskulýðsstarfi víðtæka þekkingu til undirbúnings fyrir vinnu í inngildandi og fjölbreyttum hópum.

Undirbúið verkefnið

Undirbúningsheimsóknir eru ekki skylda. Erasmus+ Youth og European Solidarity Corps áætlanirnar bjóða þó báðar upp á að sótt sé um fjárstyrk til slíkra heimsókna sem eru frábært tækifæri fyrir samstarfsaðila í verkefnum að hittast, efla tengslin og eiga samvinnu um skipulagningu og hönnun verkefnisins.

Góðu fréttirnar eru að hægt er að taka ungt fatlað fólk með í undirbúningsheimsóknina. Þannig geta tilvonandi sjálfboðaliðar eða þátttakendur í æskulýðsverkefnum hist og skipst á skoðunum um hönnun verkefnanna, staðarval og annað sem skiptir máli. Sem fulltrúar hinna þátttakendanna geta þau axlað þá ábyrgð að gerast talsmenn æskulýðsverkefna meðal kunningja sinna, sem getur dregið úr kvíða og tregðu til að taka þátt. Það er mikilvægt að dagskrá undirbúningsheimsóknarinnar sé aðlöguð að fjölbreytileika þátttakenda. Gagnlegt getur verið að hafa vinnulotur fulltrúa samstarfsaðilanna og ungmennanna aðgreindar í fyrstu en leiða saman ólík sjónarmið þeirra þegar líður á ferlið.

Nokkrar hugmyndir um undirbúningsheimsóknir í inngildandi æskulýðsstarfi:

 • Kynnist stofnun gestgjafans, staðarvali, vinnuaðstöðu sjálfboðaliða eða verkefninu í heild (og ákveðið hvernig aðlaga má þessa þætti að aðgengisþörfum þátttakenda);
 • Hannið starfið (dagskrána);
 • Skipuleggið ferðatilhögun (þátttakendur í undirbúningsferðinni geta kannað smáatriðin) og tryggingar;
 • Ræðið einstaklingsþarfir og stuðningsúrræði (þ.e. liðveislu, leiðbeinendur, hjálpartæki til ferðalaga, öryggismál);
 • Skrifið áætlun fyrir gerð áhættumats;
 • Þróið inngildandi kynningarstefnu;
 • Ef sjálfboðaliðar eiga í hlut þarf að ræða um húsnæði fyrir þau, ferðir á milli gisti- og vinnuaðstöðu, félagslega aðlögun og aðgengilegt frístundastarf. 

[Upplýsingar um áætlanir Erasmus+/European Solidarity Corps: Hægt er að sækja um styrki til undirbúningsheimsókna. Leiðarvísir um undirbúningsheimsóknir þessara áætlana er í leiðarvísi viðkomandi áætlun á bls. 57.

Náð til ungs fólks með skerðingar og heilsufarsvanda

Af ýmsum ástæðum er erfiðara að ná til sumra hópa ungmenna en annarra. Skortur á upplýsingum eða lágt sjálfsmat eru einungis tveir þeirra þátta sem geta staðið í vegi fyrir þátttöku ungs fólks með skerðingar eða heilsufarsvanda. Margt ungt fólk er ómeðvitað um rétt sinn og tækifæri til þátttöku. Sum trúa því einfaldlega ekki að þeim þeim bjóðist slík tækifæri vegna fyrri reynslu af að vera útilokuð. Önnur hafa hugsanlega ekki trú á eigin getu og hæfileikum og dettur því ekki í hug að leita tækifæranna. Til að ná til þeirra þarf að ávarpa þau beint. Það nægir ekki hafa samband heldur þarf að sýna virkni í verki við að hvetja þau til virkar þátttöku.

Annar stór þröskuldur getur verið skortur á stuðningi frá fjölskyldu og nærsamfélagi. Foreldrar kunna að ofvernda fatlað barn sitt eða hafa litla trú á getu þess. Nærsamfélagið, sem gæti verið óvant þeirri tilhugsun að fötluð ungmenni sýni virkni í samfélaginu, hvetur þau ef til vill ekki og letur þau jafnvel. Virkja gæti þurft alla fjölskylduna og nærsamfélagið, hlusta á þau tjá áhyggjur sínar og útskýra fyrir þeim ávinninginn af þátttöku (sjá bls. 10). Þetta virkar kannski ekki alltaf en getur verið góð leið til að ná til hugsanlegra þátttakenda (sbr. Chupina, K., 2020, í IJAB (ritstj.), bls. 25).

Kannski gæti kynningarviðburður komið að gagni? Skipuleggið aðgengilegan viðburð í nærumhverfinu fyrir ungt fólk, fatlað og ófatlað, til að kynna þeim inngildandi æskulýðsverkefni. Bjóðið fyrrum þátttakendum, sem hafa jákvæða reynslu af inngildandi æskulýðsstarfi, að deila af reynslu sinni. Gleymið ekki að bjóða líka foreldrum ungra, ófatlaðra þátttakenda. Þau gætu ekki síður verið áhyggjufull, eða haldin órökréttum ótta, vegna hugsanlegra samskipta barna sinna við fatlaða jafnaldra sína.

Til umhugsunar

Hvernig kynnið þið og fjallið um æskulýðsverkefni ykkar? Rýnið í eina af nýjustu herferðum ykkar, nýlegan bækling eða vefsíðu.

Aðlagið samskiptin

Samskiptaefnið ætti að tala beint til þeirra ungmenna sem þið viljið ná til. Ein setning, þar sem fötluð ungmenni eru hvött af heilum hug til að sækja um, getur breytt afar miklu með því að opna hug þeirra fyrir þeirri staðreynd að tækifærin eru þeirra og þátttöku þeirra er óskað. Notið setningar eins og: „Fólki með hvers kyns skerðingar og aðgengisþarfir eru velkomið að sækja um og taka þátt í viðburðinum. Skipuleggjendum er mikið í mun að gera bæði umhverfið og starfið inngildandi og aðgengilegt” (cp. Chupina, K., 2020, í IJAB (ritstj.), bls. 26).

Bætið við gagnlegum upplýsingum um aðgengi að staðnum eða aðsetur sjálfboðaliðastarfsins, þýðingar og táknmálstúlka, almennar upplýsingar um stuðningskerfið, aðstoð, liðveislu, þjálfa og fyrirkomulag verkefnisins (hver, hvenær, hvar og hvers vegna). Einnig þurfa að fylgja upplýsingar um umsóknarferli, umsóknarfresti og þvíumlíkt þannig að áhugasöm skilji við hverju er að búast. Vitnisburður fyrri þátttakenda styrkir svo allar þessar upplýsingar. Bendið sérstaklega á hvað ungt fólk græðir á reynslunni, þeim sjálfum og samfélagi þeirra til heilla.

Útlitshönnunin er ekki síður mikilvæg en innihaldið. Kynnið aðgengi og fjölbreytileika í verkefninu með því að hanna kynningarefni (bæklinga, kynningarsímtöl og vefsíður). Notið einfalt málfar. Hafið fatlað fólk með á myndunum. Þegar fólk á fulltrúa í myndefninu finnst því talað til sín og skoðar efnið betur.

Skoðið þetta stutta myndband: ">https://www.youtube.com/watch?v=XGcoCZa-a50">Reaching more people through inclusive and accessible communications (EFDS, 2015) til að kanna möguleikana.


Látið boð út ganga! Sendið kynningarefni ekki aðeins á meginstraums net- og prentmiðla heldur á staði þar sem fatlað fólk býr, starfar og stundar nám og til hagsmuna- og félagasamtaka fatlaðs fólks svo eitthvað sé nefnt. Einbeitið ykkur að því að byggja upp traust og sækjast eftir samvinnu við samstarfsaðila sem þegar eru í samskiptum við ungmennin. Styðjið og hvetjið unga fólkið til að sækja um.

[Upplýsingar um áætlanir Erasmus+/European Solidarity Corps: Hægt er að sækja um inngildingarstyrki til að búa til aðgengilegt kynningarefni og viðburði fyrir þátttakendur sem erfitt er að ná í. Meira á bls.55.

Skipuleggið gagnsætt umsóknar- og inntökuferli

Gott er að hafa í huga að það geta ekki allir skrifað langa ferilskrá né útskýrt þarfir sínar á skýran hátt. Aðlagið umsóknarferlið að þessu og öll munu njóta góðs af. Notið gátreiti til að merkja við en skiljið líka eftir pláss til að skrifa athugasemdir. Gerið allt sem hægt er til að gera aðgengiskröfur skiljanlegar umsækjendum. Sumt ungt fólk, til dæmis notendur táknmáls eða fólk með heilsufarvanda, skilgreinir sig ekki endilega sem fatlað fólk og því getur reynst erfitt að fá upplýsingar um þau. Sértækar spurningar á eyðublaðinu hjálpa þér við að fá nokkra hugmynd um eðli skerðinga þeirra.

Hér finnið þið hugmyndir og sýnihorn af umsóknareyðublöðum in 3.5. Factsheet: How to prepare more accessible application forms og 3.6 Sample forms for collecting information from participants (Chupina, K, 2020, í IJAB (ritstj.), p. 27).

Sýnið sveigjanleika í sambandi við umsóknarfresti og aðra þætti í því skyni að draga úr streitu. Að auki má bjóða fjölbreyttar umsóknaraðferðir, til dæmis að senda umsókn í pósti, fylla út á pappír, í gegnum síma eða augliti til auglitis.

Það er gott að ákveða með samstarfsaðilum og unga fólkinu hvernig valið verður úr hópi umsækjenda. Velja mætti af handahófi eða í þeirri röð sem umsóknir berast. Í inngildandi æskulýðsstarfi ætti fjölbreytileikinn í hópi þátttakenda að skipa meginmáli. Og að sjálfsögðu ætti aldrei að taka þátttakendur inn í æskulýðsverkefni sem verðlaun fyrir góða frammistöðu (t.d. í námi) þar sem það bryti í bága við allt sem inngildandi, óformleg menntun stendur fyrir.

Gerið ferlið við að finna umsækjendur gagnsætt; takið skýrt fram hvaða þættir hafa áhrif á umsóknina og hvernig umsækjendur frétti hvort þau komast að. 

Undirbúið ungmennin og greinið þarfir þeirra

Það sem skiptir sköpum er að ungmennin búi sig undir þá reynslu sem inngildandi verkefni eru svo að þau viti hvers er að vænta. Sumu ungu fötluðu fólki, til dæmis fólki með kvíðaröskun eða einhverfu, gæti það hjálpað að fá aðlögunartíma til að glöggva sig á aðstæðum og að dregin sé upp skýr mynd af því sem vænta má enda getur það rutt þátttökuhindrunum fljótt og vel úr vegi. Slíkt ferli veitir þá leiðsögn sem sum þátttakandanna þurfa til að verða virk og örugg með sig. Auk þess stuðlar sameiginlegt undirbúningsferli að því að þátttakendur finna til eignarhalds á verkefninu og finnst þau tilheyra.

Farið samt ekki yfir strikið í undirbúningi. Í augnablikinu, þegar því óvænta er mætt með útbreiddan faðm, getur leynst afar dýrmætur lærdómur.

Til umhugsunar

Fyrst skrifið þið lista yfir allan þann ávinning sem þið sjáið fyrir ungmennin í verkefninu. Síðan ræðið þið við ungmennin sjálf um hvað þau telja vera ávinninginn. Berið saman hugmyndir ykkar og þeirra! Þið gætuð endað með allt annan lista yfir ávinning en þann sem þið höfðuð í huga. Þetta auðgar að sjálfsögðu verkefnið og eykur áhrif þess.

Gerið undirbúninginn skemmtilegan

Fyrsta skrefið er að skapa umgjörð fyrir undirbúningsvinnuna í sameiningu. Það má gera hvort heldur sem er staðbundið eða stafrænt (og þá getið þið virkjað þátttakendur frá öðrum löndum).

Veitið sýndarhindrunum athygli. Skoðið vefsíðuna Hosting accessible online events, meetings and webinars (autistica, N/A) til að verða meðvituð um hvernig draga má úr hindrunum á netinu.

Gerið undirbúninginn skemmtilegan. Notið orðaleiki, eldið saman rétti frá löndum þátttakenda eða notið aðferðir sem hjálpa þátttakendum að skilja fjölmenningarlega þætti, tjáskipti og inngildingu. Skipuleggið Spurt og svarað-fund.

Hjálpið unga fólkinu að skilja eigin fjölmenningarvitund þar sem þau eiga eftir að hitta fatlað og ófatlað fólk frá öðrum löndum í fyrsta sinn í svo nánu umhverfi. Það hjálpar þeim að skilja eigin menningu að tala um aðra menningarheima (og þá er ekki bara átt við þjóðmenningu), að skilja að það er ekkert rétt eða rangt og að takast á við eigin staðalhugmyndir. Þetta er góð leið til að hjálpa fólki að öðlast skilning á því hvað fólk er ólíkt á mismunandi máta og að margbreytileikinn felst ekki bara í mismunandi getu. Þetta leiðir líka í ljós gildi fjölbreytileika allra þar sem við lærum af því að setja okkur í spor annarra.

Tungumálahindranir vekja gjarnan upp ótta hjá ungu fólki. Notið tungumálaleiki (bls. 41) til að sýna að það er ekki mjög erfitt og getur jafnvel verið skemmtilegt að læra nokkur orð í öðrum tungumálum.

Prófið aðferðir án orða til að sýna ungmennunum að samskipti þurfa ekki alltaf að styðjast við orð og að þau geti fundið upp sínar eigin samskiptaleiðir. Það undirbýr þau líka undir þá staðreynd að í inngildandi æskulýðsverkefnum er ungt fólk sem getur þurft að nota annars konar samskiptatækni, til dæmis táknmál eða myndtákn. Snjallsímar geta líka verið mjög gagnlegir (ef allir eiga!) til þýðinga og annarra samskipta.

Eins og fram hefur komið mun unga fólkið eignast félaga úr hópi sem þau hafa ekki áður verið í samskiptum við. Undirbúið þau undir viðfangsefnið fötlun í hópvinnunni. Mikið óöryggi gæti ríkt í hópnum og ungt fatlað fólk, sem vant er misrétti og útskúfun í hversdeginum, gæti óttast að sú verði einnig raunin í verkefninu. Sumt ungt fatlað fólk skortir líka skilning á þörfum fólks með aðrar skerðingar en það sjálft. Ungt, ófatlað fólk gæti verið hrætt við að gera eitthvað rangt eða óttast samskiptin vegna þeirrar vanahugsunar sem þau hafa um fatlað fólk. Leggið fyrir stuttar æfingar sem ólíkir landshópar blandaðrar getu vinna saman, t.d. að elda saman, fara í stuttar ferðir og fleira þar sem þau upplifa eitthvað nýtt í sameiningu, trúnaður og traust skapast og ungmennin verða smám saman að hópi. Vinnið í viðhorfum með ungmennunum. Gerið þau meðvitaðri um hegðun sem útilokar og fer í manngreinarálit.

Leikur númer 1.3 Face paint (Chupina, K., 2020, í IJAB (ritstj.), bls. 9) eða leikur númer 1.5 Where Do You Stand? (Chupina, K. 2020, í IJAB (ritstj.), bls. 11) getur hjálpað þátttakendum við að hugsa um fötlun og inngildingu og þróa með sér samúð.

Þetta þarf að vita um þarfagreiningu

Ungmennin sjálf eru aðalstyrkur æskulýðsverkefna og því ætti verkefnahönnunin að höfða til fjölbreyttra óska þeirra, væntinga, áhyggja og þarfa. Aðgengisþarfir þátttakenda er venjulega það fyrsta sem krefst verulegrar skoðunar (bls. 28) þar sem þær hafa áhrif á skipulag ferðalaga sem og verkefnisins alls (bls. 43.) En aðrar þarfir eru líka mikilvægar þótt skiptar skoðanir séu um mikilvægi þeirra. Spyrjið unga fólkið hvers það þarfnast til að geta liðið vel og tekið jafnan þátt á við aðra. Opnið fyrir samtal um þetta í hópastarfi svo að þau heyri skoðanir hinna. Það hjálpar þeim að sjá hlutina frá ólíkum sjónarhólum og þróa með sér samkennd.

Vinnið saman að því að sníða hugmyndir um verkefnið að þörfum þátttakenda. Hafið hópstjóra, leiðbeinendur og liðveislu með að hluta til. Þau verða fyrstu tengiliðirnir sem þátttakendur leita til á meðan á verkefninu stendur. Þannig má treysta böndin þegar í undirbúningsvinnunni.

„Ég fæ eitthvað frá hverri manneskju sem tekur þátt í þessu, múrstein sem ég bæti við lífsvegg minn. Reynslan hér byggir mig upp… hún skapar persónuleika minn. Ég er að læra að njóta litlu hlutanna í lífinu.”

Ófatlaður þátttakandi frá Rúmeníu í inngildandi verkefninu https://www.youtube.com/watch?v=D13-tqy42Zc&list=PLEKCL6Y44z50n4lj6gqUea-kxTzeuTxUt">Building Bridges goes Greece (Kreisau-Initiative, 2018).

Leiðbeinandi spurningar gætu verið:

 • Hvað þarftu til að þér líði vel í hópnum? Í verkefnunum? Með þann árangur sem náðst hefur?
 • Hvaða styrkleika færir þú hópnum?
 • Hvaða aðstæður reynir þú að forðast? Hvað getum við gert ef þær koma samt sem áður upp?
 • Hvaða hluti reynslu þinnar gæti hjálpað öðrum?

(cp. Chupina, K., 2020, í IJAB (ritstj.), bls. 19)

„The Pathway Approach” er gagnlegt tæki á öllum stigum verkefnisins. Sú nálgun tengir reynsluna úr verkefninu beint við þarfir ungmennanna og langtíma námsmarkmið þeirra. Bjóðið þeim einkafundi ef þau þurfa meiri tíma til að venjast ferlinu eða finnst erfitt að nálgast eigin hugsanir og hugmyndir. Styðjið þau í þessu ferli.

Uppgötvið meira um Pathway approach hér: Pathway Approach in volunteering (SALTO-YOUTH, 2020, pp. 30) og The importance of the personal pathway (SALTO-YOUTH, 2014, pp. 53).

Hvað þarf að hafa í huga þegar ferðalög eru skipulögð?

Aðgengi er lykilatriði inngildingar. Tryggið að rætt sé um allar aðgengisþarfir á undirbúningsstigi til að allir hlutaðeigandi viti hvað þau eigi að gera. Bjóðið, ef hægt er, reyndari samstarfsaðilunum að deila af reynslu sinni af góðum starfsháttum á sviðinu. Safnið saman nauðsynlegum upplýsingum frá öllum ungmennum sem taka þátt í verkefninu til að skipuleggja ferðalagið út frá þörfum þeirra. Ef þú veist ekki fyrirfram hver munu taka þátt er best að forðast alla útilokandi þætti alveg frá upphafi.

Eftirfarandi samantekt undirstrikar hvað gera má til að tryggja aðgengi og inngildingu á meðan á verkefninu stendur. Hafið í huga að samantektin er ekki tæmandi. Sé óöryggi um ákveðna þætti er best að spyrja þátttakendur hreint út – reynið aldrei að geta ykkur til.

Ferðatilhögun

Sé ferðast með hóp þarf að gera ráð fyrir rýmri tíma. Alltaf getur eitthvað óvænt komið upp á. Ferðalög hóps með blandaða getu tekur stundum enn lengri tíma, til dæmis vegna ólíkra reglna um aðgengi í mismunandi löndum sem setja strik í reikninginn. Auk þess þarf að hafa í huga aðrar þarfir ungmennanna á ferðalaginu (matur, lyf, salerni, öryggi o.s.frv.). Hafið samt engar áhyggjur; með vönduðum undirbúningi og jákvæðu hugarfari er hægt að forðast flest vandamál þannig að þið getið notið ferðarinnar með hópnum ykkar.

Val á ferðamáta
Ferðast með almenningsrútum og lestum

Ef ákveðið er að ferðast með fólki með líkamlega skerðingu með rútum eða lestum hafið þá samband við rekstraraðila rútu eða lesta og fáið upplýsingar um hvaða þjónusta er veitt þeim til stuðnings.

Nauðsynlegt er að láta vita ef aðstoðar er þörf á rútu- og lestarstöðvum. Skoði þetta áður en bókað er til að tryggja að þjónusta sé í boði á þeim stöðvum sem um ræðir þegar þið þurfið á henni að halda. Athugið hvort aðgengileg salerni séu til staðar í lestinni/rútunni. Kannið hvort hópurinn getur sinnt persónulegum þörfum sínum (t.d. hvað varðar mat, drykk og lyf).

Að leigja rútu

Það getur verið sniðugt að leigja rútu fyrir hópinn sé langt á fundarstaðinn. Það er þægilegt fyrir ungmennin að fara um borð heima fyrir og út á áfangastað. Gleymið ekki að skipuleggja nægilega mörg stopp til að þátttakendur geti teygt úr sér, borðað og sinnt persónulegum þörfum sínum.

Athuga þarf með hjólastólaaðgengi í rútunni sé fólk í hjólastólum með í för og hafa þarf í huga að hjólastólar eru ólíkir að stærð og lögun. Skorti slíkt aðgengi þarf að ráðfæra sig við þátttakendur um hvernig bregðast skuli við. Ákveðið aldrei upp á eigin spýtur að bera viðkomandi inn í rútuna þar sem það gæti valdið valdið vanlíðan og svipt viðkomandi reisn sinni. Gangið úr skugga um að nægilegt pláss sé fyrir hjólastólinn í farangursrýminu.

Ferðast með flugi

Græn ferðalög eru eitt forgangsatriða í nýjum Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlunum og því er mikilvægt að velja sjálfbæran ferðamáta.

[Upplýsingar um áætlanir Erasmus+/European Solidarity Corps: Hægt er að sækja um viðbótarstyrk vegna aukins ferðakostnaðar þegar valið er að ferðast á sjálfbæran hátt. Frekari upplýsingar má finna hjá Erasmus+ Program Guide eða European Solidarity Corps Guide.]

En stundum kemur aðeins flug til greina vegna langra vegalengda eða strjálla samgangna. Ef þið veljið að fljúga með hópinn er gott að vita að yfirleitt veita flugfélög fötluðu fólki einstaklingsmiðaða aðstoð. Kannið hvernig þjónustu ólík flugfélög bjóða og hvaða áhrif hún hefur á ferðalag ykkar. Athugið að rafmagnshjólastólar eru yfirleitt ekki leyfðir í farþegarýmum vegna stærðar sinnar. Þá þarf að innrita sem farangur. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðum flugfélaga.

Athugið, ef þörf krefur, hvaða aðstoð fötluðu fólki er veitt í brottfarar- og komusal flugvalla eða spyrjið sérstaklega út í þá þjónustuna sem þátttakendur í þínum hópi þurfa.

Almenningssamgöngur

Fundarstaðir eru ekki alltaf í næsta nágrenni við rútu- og lestarstöðvar. Munið að ungmennin gætu þurft að koma sér sjálf á áfangastað með almenningssamgöngum, stundum upp á eigin spýtur.

Setjið saman aðgengilegar ferðaleiðbeiningar fyrir þátttakendur og hjálpið þeim eða hópstjórum þeirra að undirbúa ferðina til að auðvelda þeim að rata. Upplýsið um aðgengi að tengisamgöngum.

Kannið aðgengi að almenningssamgöngum á staðnum og hvort þær stöðvar sem fara þarf um hafi upplýsingar á skjá fyrir heyrnarlausa eða hljóðmerkjakerfi fyrir blinda til að rata. Spyrjið hvort hægt sé að fá aðstoð og látið vita fyrirfram hvernig aðstoðar er þörf.

Séu engar aðgengilegar samgöngur í boðir, eða stoppistöðvar eru langt frá áfangastað, gætuð þið þurft að útvega annars konar farartæki svo sem leigubíla með góðu aðgengi, eða fylgdarmanneskju.

[Upplýsingar um áætlanir Erasmus+/European Solidarity Corps: Ferðakostnaður er greiddur af áætlununum. Hægt er að fá styrki vegna viðbótarferðakostnaðar, einstaklingsaðstoð á ferðalagi, samskiptastuðning og aðra þjónustu í gegnum inngildingarstuðninginn, ef ástæða er til. Sjá meira á bls. 55. 

Aðgengilegur fundarstaður

Vettvangur fundarins hefur veruleg áhrif á andrúmsloft verkefna. Hafa skal nokkur atriði í huga varðandi staðarvalið til að öllum finnist þau velkomin. Fullvissið ykkur um að fundarstaðurinn sé aðgengilegur og að þátttakendur eigi auðvelt með að rata um hann. Öll misskipting sem stafar skorti á aðgengi hefur neikvæð áhrif á hópdýnamíkina. Ef aðlaðandi útivistarsvæði eru ekki öllum 30 aðgengileg, svo dæmi sé tekið, gæti hópurinn tvístrast og sum setið eftir. Auðvitað er hægt að komast yfir ýmsa erfiðleika með sameiginlegu átaki en ef sum þátttakendanna þurfa alltaf hjálp við að finna fundarstaðinn, opna dyrnar eða þurfa að koma bakdyramegin inn hefur það neikvæð áhrif á líðan þeirra og hópsins sem heild.

Nokkur ráð um hvernig kanna má aðgengi á vettvangi:

 • Veljið einn inngang fyrir öll (jafnvel þótt öll þurfi að nota bakdyrnar).
 • Hafið dyrnar alltaf ólæstar ef þær eru ekki sjálfvirkar eða fela í sér einhvers konar hindrun.
 • Sé enginn tröppulaus inngangur í boði verða að vera lyftur eða rampar. Tryggið að lyfturnar séu í lagi en að öðrum kosti sé annar valkostur í boði. (Sé ekki um annað að velja er staðurinn að öllum líkindum ekki sá rétti fyrir verkefnið).
 • Fáið málin á lyftunum og sendið til samstarfsaðila og þátttakenda. Gangið úr skugga um að hnapparnir séu í hæfilegri hæð fyrir fólk í hjólastól og hvort punktaletur (Braille), snertitakkar eða hljóðupplýsingar séu í boði þar sem það skiptir öllu máli fyrir þátttakendur.
 • Reynið að velja stað þar sem stutt er á milli helstu fundastaða og auðvelt að rata.
 • Bjóðið stutta skoðunarferð um umhverfið til að blindir og aðrir þátttakendur læri að rata sjálf.
 • Hundar verða að vera leyfðir á svæðinu. Talið við eigendur væntanlegra leiðsöguhunda um hvað skiptir máli og komið því á framfæri við þau sem málið varðar. Leiðsöguhundar eru í vinnunni og þá má ekki trufla. Mikilvægt er að útskýra það fyrir hópnum. Gangið einnig úr skugga um hvort einhver óttist hunda (ekki þó fyrir framan allan hópinn! Fáið frekar hópstjórana til að grennslast fyrir um þetta.) Sé einhver hræddur við hunda er best að tengja þann einstakling við eiganda hundsins til að leita lausnar á málinu.
 • Innleiðið skýrt og auðskiljanlegt kerfi til að rata um staðinn með skiltum, litum, táknum og hlutum (í augnhæð) og tryggið að leiðin og leiðarlýsingin sé aðgengileg öllum.
 • Athugið hvort salerni nálægt fundarstað og borðsal hafi raunverulegt aðgengi.
 • Tryggið að öryggisreglur og reglur um brunaútgang séu sniðnar að fötluðu fólki.

Rými fyrir sjálfboðaliða

Í tengslum við sjálfboðaliðastarf þarf að tryggja að sjálfboðaliðasvæðið sé aðgengilegt. Virkið viðkomandi sjálfboðaliða í það verk. Margt af því sem nefnt hefur verið í fyrri köflum á einnig við um sjálfboðaliðastörf á einstaklingsgrunni.

Eftirfarandi er mikilvægt að hafa í huga þegar rými fyrir sjálfboðaliða eru útbúin:

 • Tryggið að baðherbergi í boði séu aðgengileg og sniðin að þörfum sjálfboðaliðanna;
 • Sé þörf fyrir skrifborðsaðstöðu þurfa borð og stólar að vera stillanleg til að fólki líði vel í vinnuaðstöðunni.
 • Staður fyrir pásur þarf að vera aðgengilegur öllum til að sjálfboðaliðarnir tengist teyminu.
 • Tryggið, ef nauðsynlegt er, að engin truflun sé í vinnuaðstöðunni.
 • Skipuleggið sveigjanlega eða stytta stundaskrá með mörgum hléum.
 • Útvegið tækniaðstoð, svo sem skjálesara, skjástækkun, talandi reiknivélar, magnara í síma og annað sem þurfa þykir. 

Aðgengileg gistiaðstaða

Stundum eru fundarherbergi og gisting ekki á sama stað. Ákjósanlegt er að ekki sé langt þar á milli til að fólk þurfi ekki að fara langar leiðir og að aðgengileg rými fyrir pásur séu alls staðar í boði.

Til viðbótar við það sem þegar hefur verið nefnt gætu eftirfarandi ráð verið gagnleg:

 • Séu fundaraðstaða og gisting aðskilin þarf að gera ráðstafanir um ferðalög ungmennanna á milli og gera ráð fyrir ferðatímanum í stundatöflunni.
 • Tryggið að aðgengileg svefnherbergi og baðherbergi uppfylli tilskilda staðla. Skoðið herbergin fyrirfram ef kostur er.
 • Það er alltaf gott að blanda þátttakendum í herbergin til að þau geti kynnst betur. Hafið í hug að fatlaður einstaklingur vill ekki endilega vera í herbergi með aðstoðarmanneskju sinni (þótt aðstoðarmanneskjan megi ekki vera langt undan). Öðrum kann þó að líða betur í kunnuglegu umhverfi með fólki sem þau þekkja. Útskýrið þetta fyrirfram fyrir hópstjórum og þátttakendum.

[Upplýsingar um áætlanir Erasmus+/European Solidarity Corps: Sækja má um fjárstuðning til að standa straum af aukakostnaði vegna aðgengilegs húsnæðis, sé þess þörf. Meira á bls. 55.

Aðgengileg fundaherbergi og svæði til tómstundaiðkunar

Meðan á hópastarfi stendur þurfa þátttakenda að eyða miklum tíma í fundarsal/sölum og á tómstundasvæðum. Ekki þarf að taka það fram að þessir staðir verða að vera aðgengilegir öllum. Sé fleira en eitt fundarherbergi notað er kostur að stutt sé á milli þeirra, til að ekki þurfi að fara langt og enginn villist.

Eftirtalið gæti verið mikilvægt í fundarsalnum:

 • Nægilegt svigrúm þarf að vera í fundarsalnum fyrir fólk í hjólastólum að hreyfa sig (tveir venjulegir stólar = einn hjólastóll) en salurinn má þó ekki vera það stór að þátttakendur þurfi að hrópa samskipti sín á milli.
 • Tryggið að salurinn sé þannig að allir þátttakendur sjái hvert annað og einnig leiðbeinendur, þýðendur og táknmálstúlka. Fólk með skerta sjón þarf að geta séð flettitöflur, kynningar o.s.frv.
 • Athugið hljóðvist fundarsalar/sala þar sem bergmál eða hávaði frá götu getur valdið sumum vandræðum. t.d. fólki með skerta heyrn eða sálfélagslegar skerðingar.
 • Skoðið hvort lýsingin í salnum sé stillanleg svo að hægt sé að stjórna birtustigi. Góð lýsing er afar mikilvæg fyrir heyrnalaust og heyrnaskert fólk sem treystir á varalestur og táknmálstúlka. Munið líka eftir þeim þegar draga þarf niður í birtunni, til dæmis á meðan á kynningum stendur. Verið meðvituð um að flöktandi ljós (líka í veislum) geta valdið fólki með flogaveiki vandræðum.
 • Athugið opnaleika glugga eða að minnsta kosti hvort loftkæling sé í boði svo að hægt sé að loftræsa rýmin. Loftgæði eru mikilvæg fyrir einbeitingu og vellíðan. Þurrt loft veldur fólki með astma erfiðleikum.
 • Athugið hvort í boði séu mismunandi gerðir stóla (með/án baks og armstuðnings) þar sem fólk hefur mismunandi óskir og þarfir þegar kemur að setþægindum.
 • Tryggið að öll viti hvar allt er að finna og þurfi ekki að spyrja. Farið stutta yfirferð um salinn sé þess þörf. Gætið að aðgengi þar sem það að vita hvar hlutirnir eru tryggir ekki endilega að hægt sé að nálgast þá.
 • Reynið að halda salnum sem mest óbreyttum. Látið vita af breytingum eins og breyttri uppröðun húsgagna, nýrri efnisgeymslu o.s.frv. til að öll viti af því og það valdi ekki ruglingi. Þetta er sérstaklega mikilvægt til að blint fólk geti lært að rata en sumu fólki með sálfélagslega skerðingu líður líka betur ef umhverfið tekur ekki miklum breytingum.
 • Stundum þarf fólk að fá að vera eitt með sjálfu sér um stund til að leggjast niður og slappa af eða til að einbeita sér að verkefnum. Innréttið lítið athvarf (notalegt horn með sófa eða dýnu á bak við tjald eða skilrúm) þar sem hægt er að vera út af fyrir sig án þess að missa af því sem er að gerast í hópnum. Biðjið hópinn um virða næðið í þessu rými.

[Upplýsingar um áætlanir Erasmus+ og European Solidary Corps: Áætlanirnar bjóða inngildingarstuðning til að eyða áþreifanlegum hindrunum og samskiptahindrunum. Athugið þetta fyrirfram hjá Landskrifstofu ykkar. Meira á bls. 55.

Veitingarnar

Matur er alltaf mikilvægur. Hollur og góður matur tryggir ungmennunum orku og vellíðan á meðan á verkefninu stendur. En máltíðir eru líka félagsleg athöfn. Þegar setið er saman að snæðingi kynnast þátttakendur og mynda tengsl. Það er góð vísbending um að vel hafi tekist til með hópeflið að sjá ungmennin í góðum samskiptum í matartímum. Skorti samskipti þar þarf að skoða vel hvort nota þurfi meiri tíma í hópeflið. Borðsalurinn þarf að sjálfsögðu að vera rúmur og aðgengilegur þannig að öllum finnist þau velkomin og geti hreyft sig hindranalaust.

Hafið í huga varðandi máltíðir:

 • Gangið úr skugga um að borðin séu í réttri hæð fyrir fólk í hjólastólum.
 • Sýnið blindu fólki salinn til að þau átti sig á umhverfinu.
 • Tryggið að í boði sé rými (t.d. á bak við skilrúm) fyrir þau sem vilja rólegra andrúmsloft á matartímum.
 • Tryggið að leiðsagnarhundar hafi aðgang að matsalnum.
 • Spyrjið staðarhaldara hvort í boði sé fjölbreyttur matur fyrir fólk með mismunandi mataræði (kjöt, grænmetisfæði, grænkerafæði, ofnæmi, trúar- eða menningarbundið mataræði.
 • Gangið úr skugga um að matvæli séu merkt helstu innihaldsefnum (vegna fæðuofnæmis, trúar- eða menningarsiðvenja).
 • Gangið frá því með fyrirvara við eldhúsið ef þátttakandi þarf matinn sinn hakkaðan.
 • Tryggið að ekki séu óætar skreytingar á diskunum sem blint fólk gæti borðað óvart.
 • Athugið hvort sogrör eða bollar með haldi séu í boði, ef þátttakendur þurfa.

Og fleira…

Nokkur hagnýt atriði er mikilvægt að hafa í huga þegar ferðast er á vegum alþjóðaverkefna. Munið að sumir þátttakendanna gætu verið að ferðast í fyrsta sinn til útlanda.

 • Gangið út skugga um að þátttakendur hafi öll tilskilin ferðaskilríki. Vanti eitthvað skal hjálpa þátttakendum eða fjölskyldum þeirra við umsóknir þar sem ferlið gæti verið þeim framandi.
 • Hjálpið þeim sem þurfa að sækja um vegabréfsáritun. Formlegs boðs frá gestgjafastofnuninni kann að vera krafist.
 • Tryggið að þátttakendur hafi alþjóðlegt sjúkratryggingakort sem viðurkennt er í móttökulandinu eða hjálpið þeim að finna út úr tryggingamálum á annan hátt.
 • Ráðlegt getur verið að kaupa viðbótar ferðatryggingu.

[Upplýsingar um áætlanir Erasmus+/European Solidarity Corps: Hægt er að sækja um stuðning vegna inngildingar fyrir kostnaði vegna vegabréfsáritunar (sjá bls. 55.) Hvað varðar tryggingar eru ólíkar leiðir í boði hjá Erasmus+ og European Solidarity Corps. Vinsamlegast skoðið þann leiðarvísi sem við á: Erasmus+ Programme Guide eða European Solidarity Corps Guide.]

 • Gerið pökkunarlista (sem nálgast má á neti eða prenti). Minnið fólk á ferðaskilríki sín, örorku- eða stúdentaskírteini, lyf og aðrar nauðsynjar.
 • Leiðbeinið ungmennunum eða fjölskyldum þeirra um hvað sé mátuleg upphæð vasapeninga á ferðalaginu. Þátttakendum með námsörðugleika getur það reynst nytsamleg þjálfun að þurfa að fara með vasapeninga. Sé ferðast á svæði með öðrum gjaldmiðli þarf að sýna þátttakendum hvar má finna rafræna myntbreyta á netinu eða í símum og hjálpa sjónskertu fólki að þekkja erlenda seðla og myntir. 

Að skapa inngildandi námsumhverfi

Inngildandi námsumhverfi er aðgengilegt rými þar sem þátttakendum, í öllum sínum fjölbreytileika, finnst þau velkomin og tilheyra enda séu þau vernduð og hvött til að taka þátt. Þetta er þróttmikið umhverfi sem krefst sveigjanleika, stöðugrar umhugsunar og aðlögunar. Því fylgir mikil ábyrgð fyrir stjórnendur að skapa slíkt umhverfi en það er ekki síður verkefni sem hópurinn vinnur að í sameiningu sem eykur þannig ánægju og ýtir undir nám og virka þátttöku allra. Ykkur til hvatningar býður tímabundinn rammi um óformleg æskulýðsverkefni frábær tækifæri til að innleiða og ígrunda inngildandi hugmyndir og aðferðir. Í því verndaða umhverfi sem æskulýðsverkefni eru unnin er í lagi að gera mistök og læra af þeim með aðferðum sem auðvelda námsferla allra sem hlut eiga að máli.

Til umhugsunar
Rifjið upp reynslu úr lífi eða starfi og finnið gott dæmi um inngildandi umhverfi þar sem ykkur leið eins og þið væruð heima hjá ykkur og fannst þátttakan þægileg. Hafið þið líka upplifað aðstæður sem ýttu undir vanlíðan og útilokunartilfinningu? Veltið fyrir ykkur hvers vegna sumt umhverfi er hagstæðara en annað.

Hvernig farið þið svo að þessu? Kannski sýna dæmin frá ígrundun ykkar að það er ekki erfitt að skapa hvetjandi og umfaðmandi umhverfi. Fyrsta skrefið er að taka fatlað fólk og aðgengisþarfir þeirra alvarlega og mæta þeim á jafningagrundvelli. Með því að skapa andrúmsloft trausts og virðingar og meta fjölbreytileikann að verðleikum hvetjið þið fólk til að tjá sig um þarfir sínar. Þannig eykst jafnrétti, virðing og gagnkvæmur skilningur í hópnum sem heild. 

Byrjið á teyminu

Teymið þarf tíma til að kynnast (ef þau þekkjast ekki fyrir), byggja upp traust og skilja hvernig hvert og eitt upplifir hlutverk sitt og ábyrgð. Takið frá tíma fyrir þetta í upphafi verkefnis. Það er góð hugmynd að skipuleggja reglubundna fundi sem hefjast strax á fyrsta degi (í þróttmiklu umhverfi inngildandi verkefna er mælt með að funda á hverju kvöldi). Regluleg ígrundun dregur vandamál og erfiðleika fram í dagsljósið og kemur í veg fyrir að eitthvað fari úrskeiðis. Og sem teymi hafið þið möguleika á að leita að lausnum í sameiningu og bregðast skjótt við ef lagfæringa er þörf.

Bendið meðlimum teymisins á hvað þau eru ungmennunum mikilvægar fyrirmyndir. Hegðun teymisins, viðhorf og sýn á samkennd og sveigjanleika hafa áhrif á allan hópinn og starfsandann innan hans. Endurspegli þau jákvæðni og vilja til teymisvinnu hefur mikilvægt skref verið stigið í átt að árangursríku verkefni á sviði inngildingar.

Teymið þarf að vera við öllu búið sem upp kann að koma og vinnur gegn inngildingu og jákvæðu hugafari í verkefninu og skipuleggja gagnaðgerðir (sjá Áhættumat bls. 49).

Til umhugsunar

Að hve miklu leyti stafar það af framkomu ykkar og viðhorfum að einhver þátttakandi nýtur ekki starfsins og hvernig má breyta því?

Skapið umhverfi líkamlegrar vellíðunar

Hafa þarf í huga bæði ytra og innra umhverfi, það líkamlega og sálræna, við hönnun verkefnisins. Ytra umhverfi getur verið rýmið sem notað er í sérstökum námstilgangi. Aðgengilegt, líkamlegt umhverfi (innanhúss og utan) þar sem óformleg samskipti eiga sér stað skiptir höfuðmáli við sköpun öruggs og aðlaðandi umhverfis og hefur jákvæð áhrif á hópdýnamíkina. Innanhússrýmin eru yfirleitt innréttuð á óformlegan hátt með stólum í hring sem hvetja til samvinnu og hugmyndaflæðis á meðan á náminu stendur. Leiðbeinendur sitja með hópnum í hringnum til að vera í augnsambandi. Sveigjanlegt rými fyrir gæðastundir er hannað af hópnum í sameiningu (t.d. með veggspjöldum) og hópurinn getur því auðveldlega aðlagað það að þörfum sínum (t.d. með plássi fyrir hjólastóla, vinnu í litlum hópum, dansi o.s.frv.).

Í slíku rými gerist margt. En stundum þurfa þátttakendur tíma og andrými til að slaka á án þess að fara svo langt frá hópnum að erfitt sé að koma inn í hann að nýju. Komið upp kyrrðaraðstöðu, til dæmis þægilegt athvarf nálægt fundarsalnum.

Kröfur um aðgengi og inngildandi umhverfi eru ekki „aukaatriði”. Inngilding þarf að vera innbyggð í öll stig verkefnisins. Það þýðir að allt þetta er ekki gert bara til að mæta þörfum nokkurra einstaklinga – heldur af því að það er stór hluti af allri verkefnishönnuninni. Þannig þurfa engin að fá þá tilfinningu að þau séu að leggja eitthvað á sig vegna sérþarfa annarra og það stuðlar að raunverulega jákvæðu og samstarfshvetjandi andrúmslofti í hópnum.

Gefið sálrænu umhverfi gaum

Innra umhverfi, það sálræna, felur í sér mótun hópsins og hópandans, myndun trausts og sköpun öruggs og hvetjandi andrúmslofts þar sem ungmennin eru virk og finna hjá sér námshvöt. Fötluð ungmenni gætu vegna fyrri reynslu og sjálfsmyndar verið óvön þeirri staðreynd að önnur geta lært af þeim. En óformlegt nám byggir á að öll hafi eitthvað fram að færa og öll geti lært af öllum. Iðkið þetta og sýnið gott fordæmi með því að styðja opna umræðu.

Kynnið ykkur sex stoðir virkra og verndandi samræðna í Dialogic spaces - Create an atmosphere of trust and understanding (Totter, E., 2020, í IJAB (ritstj.), bls. 38).

Verið heiðarleg. Sýnið ungmennunum að þið vitið ekki allt og að ykkur getur líka orðið á. Ef mistök verða skal biðjast afsökunar, leiðrétta þau og læra af þeim. Þannig sjá þátttakendur að það er í lagi að mistakast. Gerið mistök að námstækifærum í stað þess að einblína á það sem aflaga fór.

Fáið ungmennin í lið með ykkur sem sérfræðinga í ákvarðanatöku (ekki bara á sviði fötlunar) þannig að þau finni að raddir þeirra skipti máli og þau geti haft áhrif með hugmyndum sínum. Áhugahvöt hvers og eins tengist því afar mikið hvort fólk finni fyrir persónulegri tengingu og finnist það metið að verðleikum.

Temjið ykkur fyrirbyggjandi hugsun sem setur engin skilyrði. Þannig getið þið jafnvel séð fyrir þarfir áður en þær eru orðaðar, t.d. um fleiri pásur og meiri tíma til ígrundunar sem eykur vellíðan allra.

Skapið þátttakendum rými til að aflæra þann leiða vana að leita að neikvæðum hliðum í fari annarra í stað þess að sjá möguleika þeirra til að vaxa og þroskast. Hlúið að jafnræði í stöðu, framkomu og viðmóti. Það þýðir ekki að öll þurfi að sýna sömu frammistöðu (Chupina, K., 2020, í IJAB, bls. 9). Sýnið jafnræði í nálgun ykkar. Jafnræði tekur mið af fjölbreytileikanum og tryggir sanngirni. Það tekur tillit til þess að sumt fólk býr við erfiðari skilyrði og þarfnast stuðnings til að geta staðið jafnfætis öðrum. Inngildandi nálgun vinnur gegn skorthugsun og skapar andrúmsloft án aðgreiningar fyrir öll.

Setjið spurningarmerki við hugmyndina um örugg rými. Mikið er talað er um að skapa örugg rými en í raun eru slík rými ekki til. Þið getið lagt ykkar af mörkum við sköpun slíkra rýma með því að innleiða allt það sem hér hefur verið nefnt en alltaf koma samt upp aðstæður sem ógna öryggi fólks. Vanhugsuð ummæli, gremja eða skortur á gagnsæi geta valdið því að ungmennin upplifa óöryggi eða ógn sem aftur hefur áhrif á andrúmsloftið í hópnum. Verið meðvituð um þetta, gefið svigrúm til ígrundunar og haldið góðu sambandi við einstaklingana í því skyni að þekkja þær aðstæður sem upp kunna að koma og geta brugðist við á réttan hátt. 

Virkið stuðningskerfið

Jákvætt og traust sálrænt umhverfi felur í sér að virkja stuðningskerfi til að lágmarka þátttökuhindranir og átta sig á þörfum þátttakenda. Eigi þátttakendur til dæmis ekki sameiginlegt samskiptamál þarf að vera hægt að ná í reynda túlka, eða táknmálstúlka ef þarf.

Í sjálfboðaliðateymum á vegum European Solidarity Corps er aukin liðveisla mikilvægt stuðningstilboð (sjá bls. 58). Liðveisla og aðrir stuðningsaðilar eru mikilvæg í þessu starfi. Hafið liðveisluna með frá byrjun. Tíminn sem notaður er til að skapa traust er góð fjárfesting vegna þess að þátttakendur kynnast hvert öðru þegar þau eiga saman gæðastundir. Þetta byggir upp það sjálfstraust sem þarf til þess að biðja um stuðning, sé þess þörf ef neyðaraðstæður koma upp.

[Upplýsingar um áætlun European Solidarity Corps: Hægt er að sækja um styrki fyrir aukinni liðveislu við undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni sérsniðins starfs. Skoðið leiðarvísi European Solidarity Corps - áætlunarinnar.]

Almennt séð er mjög mikilvægt í öllum æskulýðsverkefnum að ungmennin viti hvernig nálgast má mikilvæga tengiliði í krísum eða neyðartilvikum (þ.e. vel aðgengilegan lista yfir tengiliði).

Sum þátttakenda koma með eigið persónulegt aðstoðarfólk og því er nauðsynlegt að geta svarað spurningum, til dæmis um húsnæði fyrir aðstoðarfólk eða hlutverk þess í verkefninu. Þetta þarf líka að hafa í huga við ritun umsóknar. Verið meðvituð um að það vilja ekki allir deila herbergi með aðstoðarmanneskju sinni eða vera með henni öllum stundum. Aðstoðarfólkið þarf þó alltaf að vera innan seilingar.

Lesið meira um persónulegt aðstoðarfólk í æskulýðsverkefnum í Putting support systems into place (Chupina, K., 2020, í IJAB (ritstj.), bls. 27).

Það er góð hugmynd að búa til kerfi jafningastuðnings þannig að ungmennin passi hvert upp á annað. En gætið að því að það sé á jafningagrundvelli. Séu ungmennunum gert að „hjálpa” jafnöldrum sínum með skerðingar er þrúgandi samfélagsgerð endursköpuð og það endar með almennri gremju.

„Það var eitthvað sem ég vissi ekki hvernig ég ætti að gera og hafði ekki trú á sjálfum mér þannig að mér fór að finnast ég ekkert geta. En þarna voru svo mörg sem hjálpuðu mér að öðlast trú á sjálfum mér og eftir þetta vissi ég að ég gæti allt ef ég vildi það.”

Þátttakandi frá Tékklandi í alþjóðlegu, inngildandi ungmennaskiptunum Byggjum brýr .

Hópefli

Það er algengt að ungt, ófatlað fólk hafi aldrei átt í samskiptum við fötluð ungmenni. Fyrstu kynnin geta því einkennst af ótta og óvissu. Í blönduðum hópum gæti reynst mikilvægt að gefa meiri tíma til hópeflandi vinnu á fyrstu dögum verkefnisins (sjá bls. 44) heldur en gert er í einsleitum hópum. Það gefur öllum tækifæri til að kynnast á persónulegri hátt og taka þátt í innihaldsríkum samskiptum. Fylgist með hópdýnamíkinni og stuðlið að skilvirkri átakastjórnun. Hvort tveggja er mikilvægt til að stýra verkefninu heilu í höfn og tryggja ánægju hópsins með vinnu sína.

Til að efla jákvæð samskipti innan hópsins skuluð þið búa til (hóp)samning við unga fólkið eða sjálfboðaliðana. Þar getið þið unnið með spurningar eins og „hvað er mikilvægt fyrir mig í samskiptum?”

Talið við öll um þarfir þeirra og hugmyndir og setjið á blað það sem komist er að samkomulagi um. Nota má flettitöflu og hengja upp á áberandi stað í vinnuherberginu. Hugsanlega geta ekki öll lesið vegna sjónskerðingar eða lestrarerfiðleika og því er sniðugt að lesa 39 samninginn upphátt á hverjum morgni. Ef upp koma átök eða önnur vandamál er alltaf hægt að vísa til samningsins. Og samningurinn getur líka tekið breytingum og aðlagast verkefninu eftir því sem á líður. Ferlið við ritun samningsins veitir þátttakendum tækifæri til að hlusta á áhyggjur hinna og þróa samkennd með þeim.

Skoðið ferlið við gerð hópsamninga í Group agreements (Kreisau-Initiative, 2017, bls. 92).

Gangið úr skugga um að ungmennin viti hvernig nota má frjálsu gæðastundirnar. Sýnið þeim svæði til tómstundaiðkunar, t.d. íþróttaaðstöðu eða samveruherbergi. Látið borðspil og tæki til listsköpunar og íþróttaiðkunar liggja frammi til að ungmennin geti notað frítímann á innihaldsríkan hátt. Bjóðið leiðsögn ef þau vilja skoða svæðið/borgina og aðstoð við að afla upplýsinga um samgöngur og áhugaverða staði.

Samskipti við fatlað fólk og fólk með heilsufarsvanda

Til umhugsunar

Styðjið þið inngildingu fatlaðs fólks? Hvað felst í því að ykkar mati? Hvernig er hægt að vinna með það viðfangsefni í verkefni ykkar?

Því miður eru samskipti ófatlað fólks við fatlað fólk og heilsufarsvanda ekki daglegt brauð. Þau ófötluðu geta fundið til kvíða yfir að gera eitthvað rangt eða að þau fari fram úr sér í tilraunum til að hjálpa, jafnvel þegar ekki hefur verið beðið um hjálp. Það gerist stundum og í slíkum mæli að troðist er inn í persónulegt rými annarrar manneskju og farið yfir mörk hennar. Einnig er algengt að hugmyndir fólks um fötlun endurspegli þennan viðvarandi skort á samskiptum eða lýsi sér í vanþekkingu eða jafnvel hreinni fáfræði um ólíkar samfélagsgerðir. Að sjálfsögðu eru til leiðbeiningar sem hjálpa ykkur að skoða hegðun ykkar og athafnir en það skal undirstrikað að þau sem búa við fötlun þurfa ekki á slíkum leiðbeiningum að halda.

Í rauninni ætti ekki að þurfa að fylgja leiðbeiningunum hér af því að heilbrigð mannleg skynsemi ætti að vísa veginn í athöfnum okkar:

 • Ekki gera neitt við fatlað fólk sem þú gerir ekki við annað fólk (strjúka því yfir höfuðið, snerta það að ástæðulausu o.s.frv.)
 • Fylgið grundvallarreglunni „Ekkert um okkur án okkar”. Fullvissið ykkur um að fatlað fólk taki virkan þátt í ákvarðanatökunni.
 • Fáið fatlað fólk til forystustarfa ef það hefur áhuga. Þannig sjá önnur kraft þeirra og styrk og átta sig á eigin fordómum.
 • Gerið aldrei ráð fyrir neinu, spyrjið frekar. Lág trappa þýðir ekki endilega að þau sem sitja í hjólastól þurfi hjálp. Fatlað fólk ræður við að lifa lífinu í samfélagi útilokunar. Þurfi þau hjálp biðja þau um hana. Ef þið sjáið einhver sem virðast í vanda stödd skuluð þið bjóða fram hjálp ykkar og sjá til hvort þörf sé fyrir hana.
 • Sýnið þátttakendum jákvæðar fyrirmyndir sem þau geta speglað sig í og lært af.

Tungumál og samskipti í inngildandi verkefnum

Málnotkun og samskipti skipta sköpum þegar kemur að upplýsingaaðgengi og virkri þátttöku. Auk þess sem sameiginlegt samskiptamál getur skort má gera ráð fyrir að í hópi með blandaða getu sé samskiptahæfni á móðurmálinu og öðrum tungumálum afar misjöfn. Ungmennin kunna að eiga samskipti með táknmáli, myndtáknum og öðrum óhefðbundnum tjáskiptaaðferðum. Sumt efni, svo sem myndlýsingar ritaðs máls eða þýdd námsgögn, ættu að vera hluti af hönnun verkefnisins frá upphafi til að koma í veg fyrir ósýnilegar hindranir á sviði málnotkunar og samskipta. Styðja þarf virk samskipti allra sem tengjast verkefninu.

Hugsanlega vitið þið ekki frá upphafi hverjar óskir og þarfir þátttakenda varðandi samskipti verða. Sum ungmennanna geta jafnvel ekki látið í ljós að þau skilji ekki. Til að ýta undir samskipti í æskulýðsverkefni ykkar eru ákveðnar aðgerðir sem þið ættuð að innleiða og festa í sessi alveg frá upphafi.

Ein leiðin er almenn notkun inngildandi samskiptaaðferða. Einfaldið upplýsingar og gerið þær öllum aðgengilegar með því að nota einfalt mál eða Easy-to-Read (ETR), notið skýrt og einfalt talmál, útskýringar í skrefum, líkamstjáningu, myndlýsingar, látbragð, myndir, tákn og hluti. Notið sjónrænar samskiptaferðir, sérstaklega til að sýna flókin, óhlutbundin viðfangsefni á einföldu, grafísku formi.

Lærið meira um tungumál og samskipti í alþjóðlegum, inngildandi verkefnum í ritinu Perspective: Inclusion (Kreisau-Initative, 2017).


Önnur leið er fjölskynjunarnálgun í samskiptum. Sé eitt skilningarvitanna veikt eða ekki notað (t.d. sjón eða heyrn) má taka við upplýsingum eftir öðrum leiðum. Þið getið til dæmis lýst myndum með orðum eða stutt við ritað mál með myndum. Texta og munnleg skilaboð er auðveldara að skilja ef þeim fylgja tákn, litir eða teikningar og þá er lestrargeta ekki nauðsynleg. Þannig má bjóða ólíkar aðferðir sem höfða til fólks með mismunandi samskiptaþarfir.

Og… verið þolinmóð. Athugið oftar en einu sinni hvort öll hafi skilið upplýsingarnar. Ef ekki þarf að útskýra einu sinni enn. Gefið þátttakendum rúman tíma til að hugsa sig um og spyrja.

Til eru almennar ráðleggingar um hvernig haga skal samskiptum við fatlað fólk. Þær gætu gefið þér einhverja hugmynd um hverju þarf að veita eftirtekt. Besta aðferðin til að skilja samskiptaþarfir hópsins er þó að spyrja þátttakendur. Hafa má af þessu skemmtun með því að búa til hópverkefni þar sem þátttakendur komast að því hvernig samskipti hin kjósa, t.d. með fjölskynjunarsamtölum hvert við annað þar sem leysa þarf verkefni með því að nota táknmál, myndir, talmál og fleira.

Skoðið Factsheet 2.5 10 key principles when communicating with people with disabilities (Chupina, K., 2020, í IJAB (ritstj.), bls. 20).


Mikilvæg aðferð við að fækka samskiptahindrunum og tryggja jafnt aðgengi að upplýsingum er að fá túlka (með færni í einfaldri málnotkun), táknmálstúlka eða rauntímatúlka (töluðu máli og hljóðrituðu efni er í rauntíma umbreytt í texta sem birtist á skjá eða tjaldi).

Verið meðvituð um að rétt eins og gildir um talmál og ritmál á táknmálið ólík mál og mállýskur. Alþjóðþjóðlegt táknkerfi sem liggur nærri bandaríska táknmálinu (ASL) hefur verið þróað en ekki er hægt að gera ráð fyrir að þátttakendur hafi það á valdi sínu. Þar af leiðandi gætuð þið þurft táknmálstúlkun fyrir ólík táknmál.

„Ég hafði mestar áhyggjur af samskiptunum, tungumálinu. Ég óttaðist að geta ekki talað við hina. Sem betur fór dró fljótt úr áhyggjum mínum. Ég skildi að „Byggjum brýr-verkefnið” snýst í raun og veru um að byggja samskiptabrýr. Ég fór að tala meira við aðra þátttakendur sem skildu mig sem var mér hvatning.”

Þátttakandi frá Póllandi í alþjóðlegum, inngildandi ungmennaskiptunum Byggjum brýr.

Ungmennin nefna oft ótta sinn við að geta ekki tjáð sig. Notið látbragð og aðrar aðferðir og æfingar þar sem þátttakendur fá þjálfun í fjölbreyttum samskiptaaðferðum með og án talmáls. Þar gefst frábært tækifæri til að sýna þeim á skemmtilegan hátt að samskipti þurfa ekki að vera erfið. Þetta eykur á virkan hátt samskipti meðal þátttakenda og hvetur þau til að þróa eigin aðferðir til samskipta sín á milli.

Lærðu um Language animation – the inclusive way. (IJAB (ritstj.), 2017)

[Upplýsingar um áætlanir Erasmus+/European Solidarity Corps: Sækja má um inngildingarstyrk til að fækka samskiptahindrunum. Meira í kaflanum Inngildandi stuðningur í Erasmus+ og European Solidarity Corps, bls.55.

Það eru þó ekki bara samskiptaleiðirnar sem eru mikilvægar heldur ekki síður hvernig samskiptin fara fram. Gefið tóninn fyrir samskiptin. Notið jákvætt, inngildandi mál sem mismunar ekki og er næmt fyrir fjölbreytileikanum þannig að öllum finnist þau velkomin og tilheyra hópnum. Inngildandi málnotkun forðast staðalmyndir og útilokandi hugtök. Hún afneitar tungutaki sem lýsir einstaklingum (og hópum) sem vanmáttugum og lítils virði. Verið meðvituð um að það sem þið segið hefur áhrif á frammistöðu og líðan fólks. Munið að teymið hlustar á ykkur. Ef þið notið orð sem lýsa fólki sem aumkunarverðum, hjálparvana og upp á aðra komið hefur þeirri mynd verið miðlað og það hefur áhrif á upplifun hópsins.

Inngildandi hönnun lærdómsferla

Þegar inngildandi námsupplifun er hönnuð er mikilvægt að hafa í huga að sérhver nemandi er einstakur. Hönnunin snýst ekki bara um að innleiða aðgengilegar námsathafnir heldur er hugtakið inngildandi námsupplifun miklu stærra af því að ekki er einungis verið að mæta þörfum sem stafa af fötlun heldur öllum hinum mikla fjölbreytileika mannkyns. Næmni og samkennd eru tvö grunngildi inngildandi námshönnunar: næmni til að sjá fjölbreytileikann í nemendahópnum og samkennd til að inngilda persónulegar þarfir í allt sem gert er.

Til umhugsunar

Þið hafið eflaust áður fengið tækifæri til að þróa dagskrá fyrir ólík verkefni. Hvað mynduð þið gera öðruvísi í inngildandi verkefni?

Dagskrá inngildandi æskulýðsverkefna

Vel ígrunduð dagskrá og vandlega valdar aðferðir veita ykkur og ungmennunum á ykkar snærum öryggi sem er grunnur samstarfsins. Jafnvægi þarf að vera á milli vinnutíma, afþreyingar, skemmtunar og náms og skipuleggja þarf MEÐ ungmennunum en ekki FYRIR þau.

Gleymið þó ekki að óvæntar aðstæður eru samofnar svona starfi. Spyrjið ykkur hvort verkefnið sé nægilega sveigjanlegt til að hægt sé að gefa meiri tíma þegar þörf krefur. Almennt þarfnast inngildandi verkefni rýmri tíma. Í blönduðum hópi er alltaf fólk sem þreytist fyrr, hefur styttra athyglisspan og þarf því fleiri hlé. Fullvissið ykkur um að þið hafið skipulagt nógu margar pásur.

Þar sem oft er fjöldi ólíkra verkefna á dagskrá er gott að kynna áætlun hvers dags í upphafi hans enda veitir það öryggi að átta sig á hvað liggur fyrir. Minnist líka reglulega á hvað gerist næst því sumum veitist erfitt að leggja smáatriði á minnið. Sumt fólk þarf meiri útskýringar en annað og verður ruglað ef þær vantar. Hafið dagskrána fastmótaða (sjá Rútína með hefðum bls. 45) sem tryggir formfestu og leiðsögn. Útskýrið allt sem þið gerið. Gangið úr skugga um að ungmennin hafi alltaf á hreinu hvers vegna hlutirnir eru gerðir. Sumum reynist auðveldara með fylgjast með sé tilgangurinn alltaf á hreinu.

Ígrundun og reglubundið mat veitir ungmennunum svigrúm til að deila hugmyndum sínum um hvað betur mætti fara og hverju mætti bæta við. Slíkt matsferli getur verið sumum þátttakendum nokkuð framandi. Bjóðið ígrundun eða tjáningu strax að verkefnum loknum á meðan þau eru enn í fersku minni. Dragið námsathafnir og námsferla saman í styttra mál og leggið fyrir leiðbeinandi spurningar til að hjálpa ungmennunum að ígrunda reynslu sína. Tryggið að allt fari fram í vernduðu rými þar sem ungmennin geta talað um áhyggjur sínar og þarfir (t.d. í matslotum). Ekki er víst að öllum muni reynast auðvelt að tjá sig í hópnum (jafnvel í litlum hópi). Látið vita að hægt sé að fá tveggja manna fundi með fólki úr teyminu og tryggið að öll viti hvert má leita stuðnings.

En virk þátttaka snýst ekki bara um að deila hugmyndum sínum, hún snýst um aðgerðir. Látið ungmennin bera sjálf ábyrgð á því að skipuleggja og stjórna verkþáttum þar sem þau geta miðlað af þekkingu sinni og getu. Verið undir það búin að styðja þau. Hafið samt í huga að sum þátttakendanna gætu verið óvön að taka ákvarðanir á eigin spýtur og finnst jafnvel að skoðanir þeirra skipti ekki máli. Takið tíma í að virkja þau. Hvetjið þau (skref fyrir skref!) og hlustið vandlega en mikilvægast er að sýna þeim að hugmyndir þeirra skipta máli með því að hrinda þeim í framkvæmd ef mögulegt er. Munið að ekkert er eins letjandi og niðurdrepandi og að vera boðið að deila hugmyndum sínum og svo gerist… ekkert. Séu ungmennin virkjuð til ákvarðanatöku þarf að taka þau alvarlega. Notið hugmyndir þeirra til að bæta æskulýðsverkefnið og verið opin og útskýrið hvers vegna ef eitthvað er ekki hægt að framkvæma.

Eftirfarandi verkþættir eru mikilvægir í inngildandi námsferli:

 • Hópefli skapar grunn að virku samstarfi og er mikilvægt til að gefa hópnum kost á að kynnast og finnast öll tilheyra hópnum. Skemmtilegir ísbrjótar og kynningarleikir skapa jákvætt andrúmsloft og hvetja til áhrifaríkrar samvinnu sem byggir á virðingu. Taka þarf tillit til þess við töflugerð að slík vinna gæti orðið tímafrekari í inngildandi hópum.
 • Orkuskot eru góð til að ná upp orku og einbeitingu. Kallið þau samt frekar virkni eða aðferðir heldur en leiki. Sumir aldurshópar kunna af hafa fordóma gagnvart vinnu af þessu tagi af því að þeim finnst leikir vera fyrir börn. Sumum ungmennanna kann að þykja aðferðirnar kjánalegar og reynist erfiðara en öðrum að komast yfir persónulegar hindranir sínar til að geta tekið þátt. Það er alltaf gott að fyrirmyndir, líkt og hópstjórar eða fólkið í teyminu, séu líka með í æfingunum og til í fjörið.

Eruð þið að leita að orkuskotum? Hér eru hugmyndir Game-Creator: DIY (N/A).

 • Tungumálaleikir (bls. 41) hjálpa þátttakendum að yfirstíga tungumálahindranir og ýta undir samskipti og samvinnu. Þar sem samskiptaleiðir eru margvíslegar í inngildandi verkefnum má nota leikina til að kynnast ólíkum tjáningarformum. Þátttakendur geta bætt hæfni sína til samskipta án orða eða lært að segja setningar eins og „takk fyrir” og „hvernig hefurðu það? á táknmáli. Og hafið þið prófað að herma eftir dýrum á ólíkum tungumálum? Það er mjög skemmtilegt!
 • Vinna með námsmarkmið (sjá Personal pathway bls. 27) hjálpar ungmennunum að skilja námsferlana og ígrunda þá. Mælt er með tækinu Youthpass sem býður nemendum að taka þátt í ferli sem gerir þau meðvitaðri um eigin námsferla, um skilgreiningu námsleiða og hjálpar þeim að ígrunda námsárangur sinn.
Kannið möguleika Youthpass (Youthpass, N/A) sem tækis til að skilja og skrásetja námsferla og færniviðmið.

Ræðið við ungmennin um hvað þau vilja fá út úr verkefninu. Spyrjið þau um væntingar og námsmarkmið strax í upphafi (og jafnvel á undirbúningsstigi). Notið ígrundun og daglegt sjálfsmat til að draga fram mikilvægar námsupplifanir og ígrunda næstu skref. Skipuleggið ásamt samstarfsaðilunum hvernig leiða megi ungmennin í gegnum þennan þátt verkefnisins. Verið þó meðvituð um að sumum kann að finnast þetta verklag framandi. Bjóðið aðstoð (einstaklingsmiðaða sé þess þörf og hægt að koma við) og spyrjið sértækra spurninga. Hlustið vandlega og dragið tjáningu ungmennanna saman með ykkar eigin orðum til að tryggja að þið hafið skilið hvað þau meina. Hægt er að hjálpa þeim að búa til dagbók með leiðbeinandi spurningum um verkefni til að hugsanir þeirra og hugmyndir séu skráðar á sjálfbæran hátt.

 • Gleymið ekki að hafa frjálsan tíma á stundaskránni svo að ungmenni hafi tíma til tómstunda og hugleiðinga. Stundirnar sem ungmennin eiga saman við óformlegar aðstæður geta verið ómetanleg námstækifæri.

Rútína með hefðum

(Hóp)hefðir skapa rútínu í starfinu. Um er að ræða reglulegar og endurteknar athafnir. Þær eru sérstaklega mikilvægar ungmennum (einkum þeim sem glíma við sálfélagslegar skerðingar eða þroskahamlanir) sem þurfa áttun til að slaka á og líða vel. Hefðir stuðla að tengingu, öryggi og tilfinningunni að tilheyra en virka þó fyrst og fremst sem vörður á námsbrautinni.

Hugmyndir að hóphefðum gætu verið:

 • Morgunlotur eru góð leið til að byrja daginn. Þær ættu alltaf að vera á sama tíma og sama stað með sömu uppbyggingu. Þannig vita öll hvert á að fara og hvað er á dagskrá strax að loknum morgunverði. Morgunloturnar geta innihaldið eftirfarandi: samsöng, orkuskot, kynningu á viðburðum dagsins (dagleg dagskrárkynning) og tækifæri fyrir unga fólkið að deila líðan sinni og því sem liggur þeim á hjarta. 
 • Eftir hádegi er ráðlegt að hefja starfsemina á öðrum stað. Gullin regla er að hittast alltaf á umsömdum stað (t.d. í fundarherberginu) að hverju hléi loknum. Unga fólkið getur þá komið á eigin vegum og villist ekki í leitinni að fundarstaðnum (streita, gremja). Eftir stutt orkuskot og yfirferð um fyrirliggjandi dagskrá getur hópurinn farið saman eða í fylgd einhvers úr teyminu sé þess þörf. 
 • Yfirferð yfir vinnu dagsins (til dæmis alltaf fyrir kvöldmat) er mikilvæg hefð sem lokar deginum. Dýrmætt ráð er að velja hefðinni alltaf sama stað og stund.

Aðferðir í inngildandi verkefnum

Til umhugsunar

Rifjið upp einhverja uppáhalds aðferðina ykkar. Myndi hún virka í blönduðum hópi? Í hverju felast áskoranirnar? Hafið þið hugmyndir um hverju mætti breyta til að tryggja að aðferðin virki enn og nái markmiðum sínum?

Líklega hafið þið nú þegar fengið fullt af frábærum hugmyndum. Það er nefnilega þannig sem við virkum: við aðlögum aðferðir okkar að nýju samhengi, þörfum hópsins og aðstæðum hverju sinni. Við bætum við og breytum hér og hvar til að aðferðin henti nýjum aðstæðum og nýjum hópi betur. Þannig verða inngildandi aðferðir líka til. Það þarf ekki að finna upp hjólið. Þið getið haldið áfram að nota upphalds aðferðir ykkar og nálgun. Munurinn er sá að stundum þarf að setja meiri sköpunarkraft í verkið og einfalda og aðlaga að fötluðu fólki, þörfum og hæfileikum þátttakanda.

Mótið aðferðir sem höfða til ólíkra skilningarvita og getu og ýta undir heildræna námsnálgun. Þannig finnur fólk með ólíka námsnálgun eitthvað sem örvar það. Sérsníðið aðferðir þannig að ungmennin geti notað og sýnt styrkleika sína og þannig afbyggt órökréttar hugmyndir um eigin vangetu. Inngildandi aðferðir beina sjónum að færni og hæfileikum hvers og eins. Kannski geta sum teiknað eða sungið sérlega vel. Hópverkefni sem kalla á ólíka styrkleika og getu vekja gjarnan athygli á einstaklingum sem þannig hljóta verðskuldaða eftirtekt og aukið sjálfstraust. Að sjálfsögðu er það grundvallaratriði í allri hópvinnu að finna sameiginlega grunn en óttist samt ekki að draga fram fjölbreytileikann til að eiginleikar fjölbreytileikans hljóti jákvæða viðurkenningu.

„Það var hvetjandi fyrir okkur öll að fara út fyrir þægindarammann… Í þessu verkefni þurfti ég að gera margt sem ég hef aldrei gert áður með fólki sem ég þekkti ekki… En fólk vildi gera tilraunir og leita að því sem kom þeim út fyrir þægindarammann…”

Þátttakandi frá Grikklandi í inngildingarverkefninu The Mask (Dadanides, 2018).

Það eru margar leiðir að markmiðunum. Í inngildandi umhverfi þurfa ekki öll að gera hlutina á sama hátt. Bjóða má fjölbreytta valkosti (t.d. kjósa sum að skrifa, önnur að teikna eða dansa o.s.frv.), til að ungmennin nái ákveðnum markmiðum á þann hátt sem þeim hentar best. Það er valdeflandi að geta tekið ákvörðun óháða ákvörðunum hinna um hvernig persónulegum markmiðum skal náð. Munið að þegar fjölbreytilegar aðferðir eru í boði getur verið áhrifaríkara að gefa svigrúm til að prófa æfingarnar í stað þess að útskýra þær (með eins konar aðferðarkynningu í upphafi dagskrár). Það geta ekki öll séð æfingarnar fyrir sér þegar þær eru kynntar. Með því að prófa fá ungmennin betri tilfinningu fyrir verkefninu og eiga auðveldara með að ákveða hvernig þau vilja leysa það. Hafið innlagnir fjölbreytilegar til að auka örvun og fjölbreytni. Bjóðið að leysa verkefnin í stærri og minni hópum eða á einstaklingsvísu. Sumum líður betur og ná betur utan um verkefnin í minni hópum. 

Lokaáfangi inngilda

Lokaáfangi verkefnis er mikilvæg stund sem brúar bilið á milli veru ungmennanna í verkefninu og endurkomu þeirra í „venjulegt” líf heima fyrir. Stundin getur verið tilfinningaþrungin, einkum þegar náin tengsl og mikil vinátta hafa myndast. Ungmennin gætu búið við erfiðar aðstæður heima eða búið á stofnunum með ströngum reglum svo að endurkoman getur valdið þeim áhyggjum. Önnur finna þegar að þau hafa tekið breytingum og finnst það ögrun að taka næstu skref á persónulegri þroskabraut sinni. Það skiptir sköpum að skipuleggja þennan áfanga vel og nota valdeflandi aðferðir sem skilja eftir sig jákvæða tilfinningar.

Hér eru nokkrar hugmyndir um valdeflandi lokahnykk verkefna:

 • Lokaviðburður (t.d. uppákoma eða sýning) er áhrifaríkt tæki til valdeflingar. Hverju og einu ungmenni er boðið að sýna persónulegan afrakstur sinn sem hluta af námsferlinu. Þetta er augnablik spennu og jákvæðra tilfinninga. Fatlað fólk, sem sjaldan upplifir aðdáun ófatlaðra félaga sinna, finnst það metið að verðleikum og að það fái að tilheyra. Fyrir þau ófötluðu 48 getur þetta verið enn eitt skrefið í átt að breyttum viðhorfum í garð fatlaðs fólks.
 • Evrópsk námsverkefni eiga að hafa sjálfbær langtímaáhrif á líf ungs fólk og það er líka mikilvægur hluti persónulegs þroskaferils að horfa fram á veginn. Slíkt óhlutbundið ferli er sumum auðveldara en öðrum. Einfaldið ferlið með því að sýna dæmi og spyrja leiðbeinandi spurninga.
 • Lokamatið er mikilvæg kveðjuathöfn sem leyfir fólki að kveðjast og yfirgefa staðinn fullt af jákvæðum tilfinningum. Það er dýrmætt að fá að deila hugsunum og tilfinningum og undrast og gleðjast yfir því sem hin hafa að segja. Notið viðeigandi aðferðir til að virkja öll. Skriflegt námsmat er ekki rétta leiðin ef einhver í hópnum eiga erfitt með að skrifa. Styðjið ferlið til dæmis með því að sýna jákvæðar myndir úr verkefninu, notið þýðingar og skapandi aðferðir.
Hér eru nokkrar hugmyndir um Matsferðir (SALTO-YOUTH, 2014, p. 115).
 • Allir þátttakendur í evrópskum ungmennaverkefnum eiga rétt á Youthpass[HS1] skírteini. Youthpass er tæki sem hjálpar þátttakendum að ígrunda og verða meðvituð um það námsferðalag sem þátttaka í evrópsku æskulýðsverkefni er. Youthpass er vottorð sem sýnir árangur þátttakenda og með því að bæta við sjálfsmati við opinbert plaggið viðurkennir það þátttöku sem námsupplifun. Þessi formlega viðurkenning veitir fötluðum ungmennum tækifæri til að „sýna” hugsanlegum vinnuveitendum og atvinnuráðgjöfum þá færni sem þau áunnu sér í verkefninu. Til að auka áhrifin mætti afhenda skírteinin við hátíðlega athöfn.

Viltu vita meira um Youthpass: Youthpass Unfolded - also for Inclusion Groups (SALTO-YOUTH, 2016).

„Hvernig fórum við að því að gera þetta að frábærri upplifun? …Samvinna okkar var ótrúleg. Við sáum vandamálin fyrir og vorum staðráðin í að yfirvinna þau. Þannig uppgötvaði ég eitthvað sem var mér enn óvæntara og dásamlegra. Raunverulega vini. Fólk sem veitti mér innblástur. Fólk sem færði mér hamingju. Fólk sem mér fannst ég hafa þekkt í áratugi þótt ekki væru nema sex, sjö dagar síðan ég hitti þau fyrst.“

Fatlaður grískur þátttakandi og kvikmyndagerðarmaður í inngildandi verkefninu The Mask (Dadanides, S., 2018).

Áhættustjórnun

Til að tryggja jákvæða upplifun af æskulýðsverkefnum er mikilvægt að ákveða fyrirfram hvaða viðbúnaður skuli viðhafður ef eitthvað kemur upp á. En hlutir geta farið úrskeiðis þrátt fyrir góðan undirbúning. Og það er bara alveg í lagi. Mætið áskorununum skref fyrir skref! Mikilvægast er að skapa öruggt og traustvekjandi umhverfi þar sem viðurkennt er að læra má af mistökum og þau talin auðga ferlið. Og virki hlutirnir ekki eins lagt var upp með má alltaf finna nýjar lausnir í sameiningu.

Þróið áætlun fyrir áhættumat

Ferlið við þróun áhættumats hjálpar ykkur að greina hugsanlegar hættur og vandamál og undirbýr ykkur þannig fyrir hið óvænta. Þetta er mikilvægt tæki sem hjálpar ykkur og teymi ykkar að bregðast skjótt við því sem ógnar heilsu og öryggi ungmennanna. Ræðið við teymið og ungmennin um hugsanlegan misskilning, mistök og slys. Skoðið umgjörð verkefnisins sem heild; fyrirhugaða dagskrárliði, ferðatilhögun, öryggi og heilsu ungmennanna, vettvang fundar eða sjálfsboðaliðastarfs, einstaklingsþarfir allra hlutaðeigandi, menningarleg átök eða mismunum o.s.frv. Áætlið síðan líkurnar á því að eitthvað fari úrskeiðis og ákveðið viðunandi hættustig í verkefninu. Leggið áherslu á forvarnir en hafið við höndina varaplan ef eitthvað óvænt kemur upp á. Tilnefnið ábyrga aðila og skilgreinið aðferðir svo að allir viti hvernig bregðast skuli við. Og ekki gleyma áætluninni um áhættumat sem unnin var í innleiðingarferlinu vegna þess að verkefni eru lifandi ferli og næm fyrir breytingum.

Til innblásturs má finna dæmi og eyðublöð í Risk Assessment (SALTO-YOUTH, 2006, bls. 53)

Þróið áætlun fyrir áhættumat

Ferlið við þróun áhættumats hjálpar ykkur að greina hugsanlegar hættur og vandamál og undirbýr ykkur þannig fyrir hið óvænta. Þetta er mikilvægt tæki sem hjálpar ykkur og teymi ykkar að bregðast skjótt við því sem ógnar heilsu og öryggi ungmennanna. Ræðið við teymið og ungmennin um hugsanlegan misskilning, mistök og slys. Skoðið umgjörð verkefnisins sem heild; fyrirhugaða dagskrárliði, ferðatilhögun, öryggi og heilsu ungmennanna, vettvang fundar eða sjálfsboðaliðastarfs, einstaklingsþarfir allra hlutaðeigandi, menningarleg átök eða mismunum o.s.frv. Áætlið síðan líkurnar á því að eitthvað fari úrskeiðis og ákveðið viðunandi hættustig í verkefninu. Leggið áherslu á forvarnir en hafið við höndina varaplan ef eitthvað óvænt kemur upp á. Tilnefnið ábyrga aðila og skilgreinið aðferðir svo að allir viti hvernig bregðast skuli við. Og ekki gleyma áætluninni um áhættumat sem unnin var í innleiðingarferlinu vegna þess að verkefni eru lifandi ferli og næm fyrir breytingum.

Til innblásturs má finna dæmi og eyðublöð í Risk Assessment (SALTO-YOUTH, 2006, bls. 53)

Áhættumat - ungmennin

Hugsanleg átök, misskilningur, mismunun eða útilokandi hegðun er ólíklegri ef ungmennin hafa á tilfinningu að þau tilheyri og hafi eignarhald á ferlum verkefnisins. En auðvitað getur allt framangreint samt gerst hvenær og hvar sem er af margvíslegum fyrirsjáanlegum eða ófyrirsjáanlegum ástæðum. Mikilvægast er að vera sveigjanleg og á varðbergi.

Setja þarf sérhverja röskun í forgang og leysa málin hratt og á gagnsæjan hátt. Búið ykkur undir aðstæður þar sem breyta þarf verkefninu til að takast á við áskoranir. Hins vegar eru ekki allar áskoranir sýnilegar. Stöðugt mat og samráð, sem gefur ungmennunum svigrúm til að tjá sig í trúnaði, getur hjálpað til að greina slíkar aðstæður með það fyrir augum að þróa lausnir.

Teiknið upp (hóp)samkomulag (sjá bls. 38) sem hjálpað getur við átakastjórnunina. Byrjið á opnu samtali og bjóðið þátttakendum að tjá sig um það sem þeim finnst mikilvægast í samskiptum ungmennanna sín á milli. Þannig ígrunda þau eigin þarfir en geta um leið hlustað á óskir annarra og þroskað samkennd sína. Þegar átök koma upp er dýrmætt að geta vísað til hópsamkomulagsins.

Kvíði og óvissa geta kraumað í blönduðum hópum. Ákveðin hegðun, svo sem hvatvísi eða stutt athyglisspan (hugsanleg einkenni ungmenna með taugaþroskaraskanirnar ADHD eða Trisomie 21/Down heilkenni), getur leitt til pirrings eða þarfar til að draga sig í hlé frá hópnum. Slíkt gerist gjarnan á einhverjum tímapunkti. Reynið að greina aðstæðurnar áður en þær fara úr böndunum. Opið, heiðarlegt samtal leysir oft slíkan vanda hratt og örugglega.

Stundum kunnið þið að taka eftir að þátttakendur forðast að snerta fólk með líkamlega skerðingu eða fjölfatlað fólk og tjá það með hætti sem særir hinn aðilann. Mikilvægt er að koma í veg fyrir slíka upplifun. Gott gæti verið að forðast í upphafi æfingar sem fela í sér líkamlega snertingu en gefa ungmennunum tíma til að aðlagast og kynnast hvert öðru persónulega. Verið sjálf fyrirmyndir á þessu sviði. Samskipti ykkar við einstaklinga í hópnum hefur mikið fordæmisgildi fyrir alla þátttakendur. 

Áhættumat - teymið

 • Kynnið teyminu áhættustjórnunina. Gangið úr skugga um að teymið þekki áhættumatsáætlunina sem og öryggisáætlanir og viðbúnað á vettvangi. Hafið á hreinu hver ber ábyrgðina og útskýrið þannig að öll viti hvernig bregðast skuli við og hverja skuli kalla til ef upp koma neyðartilvik eða erfiðar aðstæður.
 • Deilið með teyminu listum með neyðarsímanúmerum viðbragðsaðila, hópastjóra og annarra meðlima teymisins.
 • Meðlimir teymisins gegna einstöku hlutverki í verkefninu. Þau mynda tengsl við ungmennin á einstaklingsgrunni og fylgjast með öllu sem upp kann að koma í ferlinu. Nálgun þeirra og sjónarhorn eru mikilvæg þar sem enginn getur verið alls staðar í einu. Skapið skilning á þessu í teyminu. Takið á óvissuþáttum og talið um erfiðleika og hugsanleg viðbrögð fyrirfram til að undirbúa teymið.
 • Virkið teymið í ferlið að skilja gildi æskulýðsstarfs og hvernig flétta má gildunum inn í starfið.
 • Tryggið að hópstjórar hafi allar nauðsynlegar upplýsingar um þátttakendur og upplýsið teymið um það sem skiptir máli fyrir öll að vita, eins og fæðuofnæmi, flogaveiki (séu blikkandi ljós notuð), lyf og annað sem gæti orsakað neyðaraðstæður. Hópstjórar ættu einnig að hafa upplýsingar um hvernig hægt er að ná fjölskyldur í neyðartilvikum.
 • Skapið traust sambönd allra hlutaðeigandi til að þau geti stutt hvert annað í erfiðleikum eða neyðaraðstæðum.
 • Skipuleggið reglulega (daglega) matsfundi teymisins. Slíkir fundir draga erfiðleika og áskoranir fram í dagljósið og koma í veg fyrir að hlutir fari úrskeiðis. Og sem teymi hafið þið aukna möguleika á að leita sameiginlegra lausna til að bregðast hratt við og lagfæra það sem þarf.
 • Ræðið við teymið um öryggi ungmennanna. Vekið athygli á barnavernd og óviðurkvæmilegri hegðun (neikvæðri stimplun, mismunun, útilokun o.s.frv) og á nauðsynlegum mótvægisaðgerðum.
 • Stuðlið að næmni teymisins fyrir hegðun sem mismunar og veitið viðbragðsþjálfun við slíku.
Guidelines for good practice. Young person safety and youth exchange programmes (léargas, 2004) veitir mikilvægar upplýsingar um öryggi ungmenna í ungmennaskiptum.

Eftirfylgni

Æskulýðsverkefnum lýkur ekki um leið og ungmennin eru kvödd. Stór hluti námsferlisins á sér stað þegar öll eru komin til síns heima og hafa tíma og aðstæður til að melta upplifunina.

Eftirfylgnin er nauðsynlegt ferli mats og eftirlits, sjálfbærrar skipulagningar verkefna, gæðaþróunar í æskulýðsstarfi og áframhaldandi stuðnings við ungmennin. Leggið í eftirfylgni ykkar mikla áherslu á þá þætti sem tengjast inngildingu, fjölbreytileika og þátttöku fólks með færri tækifæri í verkefnum ykkar.

Hér eru nokkur dæmi um hvernig eftirfylgnin getur aukið inngildingu í verkefnum ykkar sem og hjá öllum sem hlut áttu að máli:

 • Bjóðið verkefnisteyminu að ígrunda reynslu sína af vinnu með hópi með blandaða getu. Það er mikilvægt skref fyrir teymið til að halda áfram að þroskast og læra af reynslu hver annars. Nefnið ekki síður ögranir en sigra og bjóðið meðlimum teymisins að deila sjónarmiðum sínum og fyrri reynslu á sviðinu. Hvað lærðu þau og hvað myndu þau gera öðruvísi næst til auka inngildingu og næmni fyrir fjölbreytileikanum? Spyrjið hvað þið gætuð sjálf gert öðruvísi sem bætt gæti gæði starfa þeirra. Hvetjið þau til að sækja sér meiri þjálfun á sviðinu.
Kynnið ykkur aðferðir Jafningaráðgjafar (Coverdale, N/A) við að styðja meðlimi teymisins með því að flétta þekkingu og reynslu þeirra inn í verkefnið.
 • Hópstjórar eru oft fagfólkið sem vinnur með þátttakendum heima fyrir. Í inngildandi æskulýðsverkefnum fylgjast þau með hvernig unga fólkið bregst við nýju umhverfi og þar sem þau geta horft á ferlið utan frá kemur það þeim oft skemmtilega á óvart. Hvetjið þau til að ígrunda þessi nýju sjónarhorn sem geta haft veruleg áhrif á persónulega fagnálgun þeirra. Safnið saman viðbrögðum þeirra og ráðleggingum til langtímaþróunar inngildandi verkefna ykkar vegna þeirrar sértæku þekkingar sem hópstjórar hafa um þátttakendur.
 • Metið verkefnið ásamt neti þverfaglegra samstarfsaðila ykkar. Skoðið endurgjöf frá þátttakendum, teyminu og hópstjórunum. Hvað lesið þið í viðbrögð þeirra? Rifjið upp upphaflegu markmiðin. Eruð þið ánægð með net samstarfsaðila? Ætti að bjóða nýjum samstarfsaðilum (hugsanlega þeim sem vinna með sértæka markhópa)? Náðist til nýrra markhópa? Talaði verkefnið til fjölbreytileikans á þann hátt sem þið stefnduð að? Var auðvelt að ná til nýs hóps þátttakenda eða þurfið þið að endurskoða samskiptaefni ykkar og -aðferðir í því skyni að ná til fleiri? Hvað lærðuð þið og hvað viljið þið gera til að verkefnið verði meira inngildandi og næmara fyrir fjölbreytileikanum? Skráið niðurstöður umræðunnar til að þær nýtist í næsta inngildingarverkefni sem þið skipuleggið.

Breiðið út boðskapinn!

Aðferðir til að auka sýnileika, miðlun og kynningu á frekari nýtingu verkefnisins, niðurstöðum þess og framgangi, eru afar mikilvægar til að ná til miklu stærri hóps en þeirra sem tóku þátt í verkefninu og tryggja sjálfbær áhrif þess á inngildandi æskulýðsstarf um alla Evrópu. Með fjölbreyttum miðlunaraðferðum getið þið kynnt öðrum útkomu verkefnisins, þekkinguna sem varð til og eftirtektarverða reynslu ykkar og þannig hvatt aðra til þátttöku. Miðlun útkomu verkefnis ykkar er líka öflugt tæki til að gera fjölbreytileika og inngildingu sýnilegra í stærra samhengi.

Hugmyndir um kynningu á verkefninu:

 • Þróið kynningaráætlun ásamt samstarfsaðilum ykkar, jafnvel strax á undirbúningsskeiði til að hægt sé að hefja kynningarstarfið á meðan verkefnið er í gangi. Takið sjónarmið og kröfur allra hlutaðeigandi til greina og verið meðvituð um hverju þið viljið miðla og hvers vegna, og til hverra þið viljið ná, einkum hvað varðar inngildingu og fjölbreytileika.
 • Deilið niðurstöðum, reynslu, aðferðum og góðum starfsháttum í inngildandi verkefni ykkar með öðrum sem vinna með inngildingu og fjölbreytileika og veitið öðrum sem vinna í æskulýðsgeiranum innblástur með inngildandi starfi ykkar. Dreifið útkomu verkefnisins í gegnum öll tengslanet samstarfsaðilanna, til hópa á samfélagsmiðlum og á rafrænum vettvangi eins og SALTO-YOUTH Toolbox eða Erasmus+ Project Results Platform. Leitið til samfélaga fatlaðs fólks til að vekja athygli á æskulýðsverkefninu og alþjóðlegu, inngildandi æskulýðsstarfi.
 • Gerið kynningarefnið aðgengilegt. Þannig sýnið þið raunverulega, inngildandi nálgun en skapið um leið möguleika á að ná til nýrra markhópa. Á þennan hátt gætuð þið fundið nýja samstarfsaðila og fleiri áhugasöm ungmenni sem vilja taka þátt.
 • Ungmennin sjálf eru mikilvæg við kynningu á alþjóðaverkefnum. Fáið þau til að segja sögur sínar, deila reynslunni og upplýsa kunningja sína um tækifærin innan Erasmus+ Youth og European Solidarity Corps. Bjóðið þeim að skrifa greinargerð í fréttabréf samtakanna eða að skipuleggja viðburð í nærumhverfinu sínu með stuðningi samstarfsaðilanna.

Aftur heim

Hugsanlega snúa ungmennin aftur til síns heima að einhverju leyti umbreytt vegna reynslu sinnar og námsferlanna í verkefninu. Þau geta þar af leiðandi átt í erfiðleikum með að falla aftur inn í þau hlutverk sem þau áður höfðu í hópi vina og fjölskyldu. Þetta er ferli þar sem þau gætu þurft aukinn persónulegan stuðning. Þau gætu haft úr svo mörgu að vinna en enga í sínu nánasta umhverfi til að spegla sig í. Minnist á stuðning, jafnvel á undirbúningsstigi verkefnisins, til að vekja athygli á að heimkoman er mikilvægur hluti ferlisins og þarfnast undirbúnings. Deilið sögum af góðum starfsháttum á þessu sviði til að samstarfsaðilar og hópstjórar geti skipulagt styðjandi aðgerðir.

Gangið úr skugga um að ungmennin geti snúið sér til lykilaðila sem þau treysta. Upphugsið leiðir eða þjálfunaraðferðir sem styðja umbreytingarferlið á jákvæðan hátt. Nýtið tengslanet ungmennanna (fjölskyldur, vini, trúnaðarfólk), ef þau samþykkja það, til að gera ferlið eins inngildandi og hægt er.

Leiðbeinið ungmennunum um hvernig nota megi nýja færni, þekkingu og nálgun til að verða virk í æskulýðsstarfi og félagslífi eða í nærsamfélagi sínu. Búið til yfirlit yfir staðbundna hópa, starfsemi og önnur verkefni eins og EuroPeers tengslanetið (SALTO-YOUTH, N/A). Kynnið fyrir þeim ný tækifæri eins og þátttökuverkefni (European Commission, 2021) eða samfélagsverkefni (European Youth Portal, N/A).

Hugmyndir að verkefnum um virka þátttöku ungmenna er að finna í DARE Youth Peer Support Model (DARE DisAble the barRiErs, 2020).

„Ég lenti næstum í brotthvarfi úr skóla en var svo heppinn að félagasamtök heima buðu mér að taka þátt í inngildandi ungmennaskiptum í Póllandi. Það var fyrsta utanlandsferðin mín. Enskan mín var ekki góð. Í upphafi var ég feiminn og átti í erfiðleikum… en í lokin vildi ég ekki fara og við grétum öll. Þessi reynsla umbreytti mér einhvern veginn og þegar ég frétti að ég gæti farið aftur næsta sumar byrjaði ég virkilega að einbeita mér að skólanum og fékk mikla hjálp frá æskulýðssamtökunum sem ég fór með. Nú er það ekki bara enskan mín sem hefur batnað heldur mun ég örugglega klára skólann á næsta ári. Þessi reynsla breytti lífi mínu.”

Þátttakandi með færri tækifæri frá Eistlandi í alþjóðlega æskulýðsverkefninu Byggjum brýr.

Stuðningur til inngildingar í Erasmus+ og Eurepean Solidarity Corps

Erasmus+ Youth og European Solidarity Corps bjóða viðbótarfjármögnun vegna inngildingar og fleiri þátta vegna þess hve inngilding og fjölbreytileiki eru mikilvæg forgangsverkefni beggja áætlananna. Þótt eitt og annað hafi verið nefnt í þessum leiðarvísi má hér á eftir finna samantekt með stuttu yfirliti yfir möguleikana.

Munið: Inngilding verður að vera innbyggð í verkefnisstjórnunina alveg frá upphafi til að þátttökuhindranir séu í raun og veru brotnar á bak aftur. Þetta gildir líka um fjárhagsáætlunina. Það er mikilvægt að taka hugsanlegan viðbótarkostnað með í reikninginn, jafnvel strax í umsóknarferlinu. Íhugið í umsókninni hvort þörf gæti verið fyrir fleiri hópstjóra, fylgdarfólk og aðra sem kynnu að koma að verkefninu.

Mikilvægt

Auðvitað er ekki alltaf hægt að sjá fyrir í upphafi alla þörf fyrir stuðning vegna inngildingar þar sem þarfir og kostnaður sem þeim fylgir verða ekki til fyrr en vitað er nákvæmlega hver munu taka þátt í verkefninu. En þegar sótt er um stuðning til inngildingar í Erasmus+ Youth og European Solidarity Corps er ráðlegt að tilgreina eins ítarlega og kostur er strax í umsóknarferlinu hverjar þarfir ykkar kunna að verða. Leitið upplýsinga og metið fjárþörfina eins nákvæmlega og kostur er. Ef þið hafið fengið aðild hjá Erasmus+ eða Gæðavottun European Solidarity Corps er hægt að biðja um fjárstuðning vegna inngildingar á síðari stigum (sjá að neðan). Ekki er þó hægt að sækja um slíkan stuðning vegna einstaklingsumsókna í Erasmus+ eða sjálfboðaliðaverkefni, jafnvel þótt þörfin komi upp á síðari stigum. Það þýðir að mikilvægt er að að leggja strax niður fyrir sér kostnað vegna inngildingar ef þið hyggið reyna að ná til fatlaðra ungmenna. Ef það vefst fyrir ykkur hver kostnaðurinn gæti orðið og hvernig sækja skuli um er ráðlegt að snúa sér til viðkomandi áætlunar eða fá ráðgjöf hjá inngildingarfulltrúa Landskrifstofu ykkar.

Fjárstuðningur til inngildingar

Á öllum sviðum KA1 verkefna í Erasmus+ Youth og European Solidarity Corps má greiða út kostnað sem stofnað er til vegna persónulegra þarfa fatlaðra ungmenna. Dæmi um slíkan kostnað eru: Kostnaður við að ryðja úr vegi áþreifanlegum hindrunum og samskiptahindrunum, svo sem rútu með aðgengi til ferðalaga eða að fá táknmálstúlk; kostnaður vegna persónulegs aðstoðarfólks; kostnaður vegna leigu á hjálpartækjum á ferðalögum; viðbótar heilbrigðisþjónusta; kostnaður vegna trygginga sem verkefnið þarf að kaupa, kostnaður vegna innleiðingar undirbúnings skipulagsfundar; kostnaður sem fellur til þegar höfðað er til hópa sem erfitt er að ná til, til dæmis ungs fólks sem hvorki er í skóla, vinnu né þjálfun eða sem býr í dreifbýli; fjármögnun vegna kynningarmála eða hönnunar á aðgengilegum verkefnisgögnum.

Öll sviðin nota mjög svipuð fjármögnunarkerfi:

 • Inngildingarstuðningur á kostnaðareiningu: Hægt er að sækja um um viðbótarstyrk á hverja kostnaðareiningu fyrir hvern þátttakanda með færri tækifæri (samt ekki fyrir hópstjóra, leiðveislu og aðstoðarfólk). (Þetta gildir þó hvorki fyrir þátttökuverkefni ungmenna né sjálfboðaliðaverkefni). Í European Solidarity Corps verður þessi stuðningur að tengjast aukinni liðveislu (sjá bls. 37) þ.e. undirbúningi, innleiðingu og eftirfylgni sérsniðinnar starfsemi sem hvetur til þátttöku ungmenna með færri tækifæri.
 • Inngildingarstuðningur fyrir raunkostnaði (í Erasmus+ Youth) / sértækum kostnaði (í European Solidarity Corps): Sé um að ræða aukinn kostnað vegna inngildingar er í Eramus+ Youth hægt að sækja um 100% fjármögnun ef kostnaðurinn tengist beint þörfum þátttakenda með færri tækifæri (þar á meðal hópstjóra og liðveislu) og fylgdarfólks þeirra. Þetta gildir um rökstuddan kostnað við ferðir og uppihald ef ekki hefur verið óskað eftir styrk fyrir þessa þátttakendur í fyrirsjáanlegum kostnaðarliðum svo sem „Ferðalögum” eða „Persónulegum stuðningi”. Umsækjandi þarf að rökstyðja allan kostnaðinn og Landskrifstofan að samþykkja rökstuðninginn. Hér er um að ræða fjármögnun á grundvelli raunkostnaðar. Viðeigandi gögn þurfa að fylgja lokaskýrslu.
 • Í sjálfboðaliðaverkefnum European Solidarity Corps er hægt að sækja um 100% fjármögnun kostnaðar ef um er að ræða réttlætanlegar lagfæringar eða kaup á áþreifanlegum hlutum og einnig vegna fylgdarfólks. Við aukna liðveislu má líka nota þessa leið í staðinn fyrir inngildingarstuðning á kostnaðareiningu ef sú síðarnefnda dekkar ekki minnst 80% af tilfallandi kostnaði.
 • Inngildingarstyrkur vegna ítrekaðra beiðna. Þau sem hafa fengið aðild í Erasmus+ Youth eða Gæðavottun European Solidarity Corps geta sótt um viðbótar inngildingarstyrk fyrir raunkostnaði á meðan á verkefninu stendur. Ef þið áttið ykkur til dæmis á því að kostnaður vegna persónulegra þarfa ungra þátttakenda í verkefninu er miklu hærri en þið bjuggust við í umsókninni (þ.e. ef manneskja með krónískan heilsufarsvanda þarfnast aukins stuðnings á meðan á verkefninu stendur, heyrnarskertur þátttakandi þarfnast táknmálstúlk o.s.frv.) má sækja um fyrir þessum kostnaðarliðum allt að tólf mánuðum eftir að verkefnið hefst. 

Sérúrræði vegna innleiðingar: fjölbreytt snið fyrir fjölbreytt verkefni

Erasmus+ ungmennaskipti

 • Skammtímaverkefni (5-21 dagur) tryggja öruggt umhverfi fyrir fyrstu reynslu ungmenna af alþjóðastarfi. Ungmennin geta til dæmis tekið þátt í verkefni ásamt hópi annarra ungmenna eða með vini sem þau þekkja fyrir. Sum í hópnum geta tekið þátt í starfinu á heimavelli.
 • Færri þátttakendur. Í ungmennaskiptum sem eingöngu eru fyrir ungmenni með færri tækifæri hefur lágmarksfjöldi þátttakenda verið lækkaður niður í tíu.
 • Undirbúningsheimsóknir (sjá bls. 21). Mælt er með undirbúningsheimsóknum á vettvang verkefnisins. Þær hjálpa til við að tryggja að einstaklingsþörfum þátttakenda sé mætt. Fulltrúi væntanlegra þátttakenda með færri tækifæri getur hjálpað til við undirbúninginn og þannig séð til þess að þarfir þátttakenda séu í forgrunni alveg frá upphafi. Undirbúningsheimsókn má fjármagna á grundvelli kostnaðareininga. Landskrifstofan þarf að samþykkja þörfina fyrir undirbúningsheimsókn.

Sjálfboðaliðaverkefni European Solidarity Corps

 • Skammtíma, einstaklingsmiðað sjálfboðaliðastarf (2 vikur - 2 mánuðir) felur í sér auðvelt og aðgengilegt fyrsta skref ungmennis með færri tækifæri en einnig er í boði að ljúka langtíma einstaklingsmiðuðu sjálfboðaliðaverkefni í allt að tólf mánuði eftir að skammtímaverkefninu lýkur. Í undantekningartilfellum má vinna einstaklingsmiðuð sjálfboðaliðaverkefni í heimalandinu til að auðvelda þátttöku ungs fólks með færri tækifæri. Þetta gildir ekki um öll aðildarlöndin – athugið málið hjá ykkar Landskrifstofu.
 • Sjálfboðaliðastarf fyrir teymi gerir teymum þátttakenda kleift að vinna sjálfboðaliðastarf frá tveimur vikum upp í tvo mánuði. Þetta felur í sér öryggi í fyrstu sjálfboðaliðareynslunni. Ungmennin geta til dæmis unnið sjálfboðaliðastörf í hópi annarra ungmenna eða ásamt vini sem þau þekkja fyrir. Sumir hópar geta jafnvel fengið að vinna í heimalandinu. Flest sjálfboðaliðaverkefni má einnig vinna innanlands sem auðveldar ungmennum með færri tækifæri þátttökuna.
 • Undirbúningsheimsóknir (sjá bls. 21). Hvatt er til undirbúningsheimsókna ungmenna með færri tækifæri á vettvang verkefnisins. Heimsóknir hjálpa til við að tryggja að hægt sé að mæta persónulegum þörfum þátttakenda. Fulltrúi þátttakenda með færri tækifæri, sem munu taka þátt í fyrirhugaðri starfsemi, getur með heimsókninni aðstoðað við undirbúninginn og tekið þátt í hönnun verkefnisins þannig að hugað sé að öllum þörfum alveg frá upphafi. Undirbúningsheimsókn má fjármagna á grundvelli verðs á kostnaðareiningu. Þörfin fyrir undirbúningsheimsókn er metin af Landskrifstofu.
 • Aukin liðveisla fjármagnar viðeigandi samfylgd fyrir ungmenni með færri tækifæri t.d. skref fyrir skref í ferlinu eða með tíðari fundum.

Þátttökuverkefni (Erasmus+) og sjálfboðaliðaverkefni (European Solidarity Corps)

 • Starf í heimabyggð stýrt af ungmennum er í boði í því skyni að ungmennin geti öðlast fyrstu þátttökureynslu sína í kunnuglegu umhverfi en starfandi samtök geta aðstoðað ungmennin við pappírsvinnuna og hjálpað þeim að finna leiðbeinendur.
 • Sveigjanlegar breytur (lengd, hámarksfjöldi þátttakenda, staðbundin/innlend/alþjóðleg starfsemi, viðfangsefni o.s.frv.), sem auðvelt er að aðlaga að sértækum þörfum ungs fólks með færri tækifæri.
 • Ungmenni geta sótt um í sameiningu sem óformlegur hópur og notið stuðnings þjálfara að hámarki tólf daga á meðan á innleiðingu verkefnis stendur. Beiðni um fjárstuðning vegna kostnaðar við þjálfarann þarf að fylgja rökstuðningur og Landskrifstofa þarf að samþykkja.
 • Kostnaður tengdur þátttakendum með færri tækifæri (í European Solidarity Corps) er aðeins ætlaður hópnum sem sækir um eða markhópi verkefnisins að ákveðinni hámarksupphæð og fylgdarfólki og er greiddur á grundvelli raunkostnaðar. Umsækjandi þarf að rökstyðja beiðnina og Landskrifstofa að samþykkja.

Sérhvert Evrópuland er einstakt og einnig sérhver umsókn. Því þarf Landskrifstofa að meta hvort beiðni ykkar sé í samræmi við þarfir hópsins sem unnið er með. Gleymið ekki að útskýra hvers vegna verkefnið þarfnast þessa stuðnings.

Til umhugsunar

Ef þið skoðið eigin verkefni í ljósi þess sem þið hafið lesið í þessum leiðarvísi: Hvaða viðbótarstuðningur gæti reynst nauðsynlegur til að innleiða inngildingu og fjölbreytileika í æskulýðsverkefni ykkar og mæta persónulegum þörfum þátttakenda með færri tækifæri í því skyni að tryggja jafnræði til þátttöku?

[Upplýsingar um áætlanir Erasmus+/European Solidarity Corps: Leitið frekari upplýsinga um styrkjakerfið í Erasmus+ Programme guide og European Solidarity Corps Guide.

Höfundur

Elżbieta Kosek hefur verið verkefnisstjóri inngildingar hjá Kreisau-Initiative stofnuninni í Berlín frá árinu 2013. Leið hennar í inngildandi æskulýðsverkefni lá í gegnum pólsku Krzyżowa-miðstöðina um gagnkvæman skilning í Evrópu þar sem hún hóf störf árið 2007. Allar götur síðan hefur hún haft umsjón með og innleitt alþjóðleg, inngildandi verkefni fyrir breiðan aldurshóp fatlaðra og ófatlaðra ungmenna og með fjölbreyttan félags-, fjárhags- og menntunarbakgrunn.

Eftirtektarverðustu verkefni hennar eru inngildandi, alþjóðlegu ungmennaskiptin Building">https://www.youtube.com/watch?v=FWP4Q6b_Vy0">Building Bridges og danshátíðin https://www.youtube.com/watch?v=MENFq6aarzo&list=PLEKCL6Y44z50n4lj6gqUea-kxTzeuTxUt&index=7">International Inclusive Dance Festival. Heimspekin að baki störfum hennar er: Því meiri fjölbreytni, þeim mun betra.

Samkvæmt reynslu hennar gerir samvinna ólíkra samfélagshópa fólki kleift að tengjast á svo marga og mismunandi vegu. Og þegar spurningarmerki eru sett við félagslega skapaða mismunun færast öll viðmið til.

Auk þess að starfa við ungmennaskipti stjórnar hún þjálfun fagfólks í æskulýðsgeiranum í inngildandi starfsháttum og þjálfar sjálf leiðbeinendur og þjálfara. Hún er meðhöfundur nokkurra rita um inngildingu í alþjóðlegu æskulýðsstarfi.

Fjölföldun textans er leyfð að því gefnu að heimilda og höfundar sé getið.

Baksíðutexti

Nýjar kynslóðir áætlananna Erasmus+ og European Solidarity Corps, 2021-2027, eru mun meira inngildandi en þær fyrri voru. Sérstakur fjárstuðningur til inngildingar, ný verkefnasnið, einfölduð umsóknarferli auk fleiri þjálfunar- og tengslamyndunartækifæra fagfólks og félagasamtaka í æskulýðsgeiranum hafa auðveldað áætlununum að ná til ungmenna sem hafa færri tækifæri en félagar þeirra til þátttöku í alþjóðlegum verkefnum.

Þessi leiðarvísir um inngildingu fatlaðra ungmenna í evrópsk æskulýðsverkefni er ætlaður félagasamtökum, fagfólki og leiðbeinendum sem hafa reynslu af að skipuleggja evrópsk æskulýðsverkefni en hefur ekki enn gefist kostur á að virkja fötluð ungmenni og ungmenni með heilsufarsvanda í verkefni sín. Markmiðið er að vísa fagfólki veginn í átt að starfsháttum inngildingar og fjölbreytileika og að auka þekkingu þess á vinnu með fötluðum ungmennum og ungmennum með heilsufarsvanda. Auk þess býðst þeim að ígrunda inngildingarþáttinn í eigin verkefnum og kynnast þeim tækifærum sem felast í inngildandi æskulýðsstarfi.

Leiðarvísirinn dregur upp hnitmiðaða heildarmynd af inngildandi æskulýðsstarfi en gefur um leið góð ráð um allt sem gæta þarf að við undirbúning, innleiðingu og eftirfylgni skammtímaverkefna Eramus+ Youth og European Solidarity Corps. Auk þess vekur hann athygli á þeim sérmerkta inngildingarfjárstuðningi sem er sérstakt áhersluatriði beggja áætlananna. Meðfylgjandi gátlisti hjálpar svo fólki og félagasamtökum að muna eftir verkþáttum og viðfangsefnum sem mikilvægt er að hafa í huga við innleiðingu inngildandi æskulýðsstarfs.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica