Hugmyndir að verkefnum

Ing_38192_13776

Ertu að hugsa um að taka þátt í eTwinning samstarfsverkefni? Vantar þig hugmynd? Skoðaðu verkefnapakka til að fá samstarfshugmynd sem hentar þér og þínum skóla.

Verkefnapakkar á íslensku tilbúnir til notkunar

Verkefnapakkar eru tilbúnar verkefnislýsingar sem má nota að vild og bæta og breyta eftir þörfum. Hér á eftir eru nokkrir pakkar á íslensku eftir skólastigum.


Leikskólastig

Hvað finnum við undir fótum okkar?

Einfalt verkefni fyrir leikskóla. Við lítum í kringum okkur og athugum hvað við finnum undir fótum okkar, og deilum reynslunni stafrænt með hvert öðru.

Hvad_finnum_vid

Hugmyndin er, að börnin líti í kringum sig og athugi hvað sé að finna undir fótum þeirra. Hvað uppgötva þau innan um það sem þau taka sem gefnu? Út frá vísindalegu sjónarhorni, hvað finnst börnunum um það sem þau taka eftir? Við viljum að börnin öðlist meiri þekkingu og færni til að nota Netið og aðra miðla, og að þau komist í samband við börn frá öðrum löndum, þau skiptist á hugmyndum og reynslu.

Starfsfólk skipuleggur fjölbreyttar upplifanir í náttúrunni og notar hana sem vettvang fyrir leik, áskoranir, rannsóknir og nám.


Markmið og námskrá

Verkefnið á að auka áhuga og forvitni barnanna um náttúra, nærumhverfi og samfélag og um líf barna í öðrum löndum. Einnig kynnast börnin stafrænum verkfærum. 

Með verkefninu má ná ýmsum markmiðum námskrár, m.a.:

 • Með því að gefa áhugasviðum nemenda rými í skólastarfinu gefst tækifæri til að vinna út frá styrkleikum og áhuga, byggja upp jákvæða sjálfsmynd og efla þannig heilbrigði (Námskrá leikskóla bls. 16).
 • Starfshættir leikskóla eiga að stuðla að virðingu barna fyrir náttúru og umhverfi sínu (Námskrá leikskóla bls. 25).
 • Frá fyrstu stundu beita börn ýmsum aðferðum við að kanna og reyna að skilja umhverfi sitt. Þau horfa, hlusta, snerta, bragða, handleika, flokka, bera saman, rannsaka og draga ályktanir. Ung börn  læra í  gagnvirkum samskiptum við umhverfi sitt. Byggja þarf  á  reynslu barna af umhverfinu og skapa aðstæður fyrir nýja merkingarbæra reynslu. Leggja skal áherslu á samhengi þeirra viðfangsefna sem unnið er með svo sem náttúru og samfélag, mismunandi náttúrufyrirbæri, vísindi og tækni (Námskrá leikskóla bls. 30).


Hvernig?

 1. Komið á sambandi við aðra leikskóla í Evrópu (ath. einnig hægt að vinna með íslenskum leikskólum) með góðum fyrirvara til að skipuleggja verkefnið.
 2. Tveir kennarar í sitt hvorum skólanum taka að sér að skrá verkefnið inn á eTwinning Live svæðinu. Þegar verkefnið hefur verið samþykkt er hægt að bjóða hinum þátttakendunum inn.
 3. Verkefnið fær öruggt samstarfssvæði sem kallast TwinSpace. Skilgreinið hvaða hlutar TwinSpace skulu vera sýnilegir öðrum á Netinu.
 4. Látið hugmyndir og þátttöku barnanna vera í fyrirrúmi. Veltið fyrir ykkur, saman, fullorðinn og barn: Hvað er undir þínum fótum?
 5. Börnin taka myndir af því sem þau taka eftir undir fótunum.
 6. Búið til efni (myndir, texta, myndbönd) með börnunum og deilið því á TwinSpace svæðinu.
 7. Vinnið áfram með útgangspunkt í því sem börnin hafa áhuga á.


Verkfæri

 • Tölva, spjaldtölva.
 • TwinSpace. Einnig er hægt að nota ýmis smáforrit, s.s. Book Creator, Story Jumper, 2Create a Story, Tellagami, og Shadow Puppet.


Góð ráð

 • Setjið hámark á fjölda mynda, t.d. 5 myndir gætu verið nóg.
 • Það má tengja verkefnið við öll fagsvið, lykillinn er forvitni barnanna.
 • Látið börnin gjarnan búa eitthvað tengt áhugasviði þeirra, þeim finnst gaman að sýna það sem þau hafa gert.
 • Í alþjóðasamstarfi er hægt að tengja markmið verkefnisins við námskrá landanna.


Heilsuleikskólinn Krókur

Fyrirmynd þessa verkefnapakka er eTwinning verkefni sem Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík tók þátt í 2014-15. Krókur fékk landsverðlaun eTwinning 2015 fyrir verkefnið.

Grunnskólastig

Blaðra á ferð og flugi (6-10 ára)

Hvað upplifir blaðran? Einfalt verkefni fyrir 6-10 ára nemendur sem auðvelt er að laga að hverjum og einum. 

Balloons-14412767126d3_public_domain_crop

Markmiðið er að eiga samskiptum við aðra nemendur og skoða hvað er líkt og ólíkt hjá börnum í öðrum löndum. Í stað blöðru má nota bangsa eða annað sem hentar. 


Markmið og námskrá

Verkefnið getur komið inn á fjölmörg atriði, m.a. samskipti, kynningar, mismunandi menningarheima, tækninotkun, virðingu, samvinnu, erlend mál, og lífleikni. 

Með verkefninu má ná ýmsum markmiðum námskrár, t.d. að nemandi geti

 • nýtt sér og endursagt efni á rafrænu formi
 • átt góð samskipti, hlusta og sýnt kurteisi
 • sagt frá eða lýst sjálfum sér, vinum, fjölskyldu, áhugamálum og nánasta umhverfi á einfaldan hátt
 • notað hugbúnað/forrit við miðlun þekkingar á einfaldan hátt
 • áttað sig á að hann er hluti af stærra samfélagi
 • sett sig í spor annarra jafnaldra
 • tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi


Hvernig?

 1. Komið á sambandi við skóla í Evrópu (ath. einnig hægt að vinna með íslenskum skólum) með góðum fyrirvara til að skipuleggja verkefnið. Tveir kennarar í sitt hvorum skólanum taka að sér að skrá verkefnið inn á eTwinning Live svæðinu. Þegar verkefnið hefur verið samþykkt er hægt að bjóða hinum þátttakendunum inn. Verkefnið fær öruggt samstarfssvæði sem kallast TwinSpace. Þar er hægt að bjóða nemendum inn. Skilgreinið hvaða hlutar TwinSpace skulu vera sýnilegir öðrum á Netinu. Sjá ýmsar upplýsingar um eTwinning á www.etwinning.is
 2. Kaupið margar blöðrur, helst svipaðar.
 3. Samstarfsskólarnir koma sér saman um tímaáætlun og hvað á að gera; t.d. Hvort blaðran eigi aðeins að vera í skólanum eða á hún að fá að fara heim með nemendum; ákveða hvort blaðran sé aðeins með einum nemanda í einu eða hópi. t.d. gæti hver nemandi/nemendur verið með blöðruna í einn tíma í einu. Þetta má einnig ræða við nemendur.
 4. Undirbúið nemendur, farið yfir verkefnið með þeim.
 5. Dragið um í hvaða röð nemendur eru með blöðruna, eða notið stafrófsröð.
 6. Nemandinn tekur blöðruna með og sér hvað hún upplifir.
 7. Nemendur taka myndir á iPad til að skrásetja hvað þeir gera. Ef við á út frá aldri, skrifa nemendur um það sem blaðran upplifir; þeir kynna það fyrir hinum nemendunum.
 8. Þegar allir nemendurnir hafa verið með blöðruna má deila blöðrunni með myndbandi/lifandi veffundi (sjá Góð ráð).
 9. Hin löndin sjá blöðruna ykkar, og fara í gegnum sömu stig (2-8 að ofan).
 10. Eftir á geta allir nemendur í þátttökulöndunum hist á veffundi, eða aðeins í þínum bekk, og fara yfir það sem blaðran hefur upplifað í hinum löndunum.
 11. Nemendurnir meta verkefnið.


Góð ráð

 • Notið t.d. TwinSpace, Skype, Appear.in, Flashmeeting, eða önnur verkfæri sem þú þekki sem má nota til að streyma eða gera hreyfimyndir.
 • Ef nemendum líkar verkefnið, má þróa það áfram þannig að þeir fari með blöðruna heim eða heimsæki aðra bekki í skólanum. 


Mat

 • Multimeter, Padlet (fyrir eldri nemendur), þumla, broskarla, o.s.frv. 
 • Notið aðferð sem hentar aldri nemendanna.

Stærðfræðiþraut vikunnar (6-10 ára)

Stærðfræðiþraut er lögð fyrir nemendur í hverri viku í ákveðinn tíma. Nemendur lýsa ferlinu við þrautalausnina.

Numbers18

Vinna með einfaldar stærðfræðiþrautir með áherslu á ferlið. Markmiðið með verkefninu er að fá nemendur til að huga að lausnaferlinu og að það séu til fleiri en ein leið að lokaniðurstöðu. Lögð er áhersla á nemendur vinna sameiginlega að lausnaleitinni og hlusti á tillögur annarra og færi rök fyrir sínum tillögum.

Dæmi: skrifa reiknisögu um 10 kr. (100 kr., 1000 kr.) – Skipta 5 bitum af köku á milli þriggja. Hvað fékk hver í sinn hlut?

Nemendur læri og upplifa að nemendur í öðrum löndum vinna samskonar verkefni og þeir.Lokaniðurstöðuna má birta á TwinSpace, Padlet, Skype o.s.frv.


Markmið og námskrá

Verkefnið getur komið inn á fjölmörg atriði, m.a. stærðfræðiþekkingu og upplýsingatækni, færni í lausnaleit, umræðu um stærðfræði, að kynnast öðrum nemendum sem vinna sams konar verkefni.

Með verkefninu má ná ýmsum markmiðum námskrár, t.d. að nemandi geti

 • tjáð sig um stærðfræði, útskýrt hugsun sína um hana fyrir öðrum, leitað lausna og sett þær fram á fjölbreyttan hátt með því að beita skapandi hugsun, ígrundun og rökstuðningi og fylgt rökstuðningi jafningja. 
 • leyst stærðfræðiþrautir sem gefa tækifæri til að beita innsæi, notað áþreifanlega hluti og eigin skýringamyndir
 • tekið þátt í samræðum um stærðfræðileg verkefni
 • unnið einn og í samvinnu við aðra að því að rannsaka, greina, túlka, setja fram tilgátur og finna lausnir á viðfangsefnum, sem tengjast daglegu lífi  með fjölbreyttum aðferðum og kynnt niðurstöður sínar, lesið og lagt mat á einfaldan stærðfræðitexta
 • undirbúið og flutt stuttar kynningar á eigin vinnu með stærðfræði
 • unnið í samvinnu við aðra að lausnum stærðfræðiverkefna, þar sem byggt er á hugmyndum nemenda
 • leitað upplýsinga og nýtt við verkefnavinnu, nýtt rafrænt og gagnvirkt námsefni, unnið með heimildir, nýtt upplýsingatækni og forrit við uppbyggingu einfaldra verkefna
 • notað hugbúnað/forrit við miðlun þekkingar á einfaldan hátt.


Hvernig?

 1. Komið á sambandi við skóla í Evrópu (ath. einnig hægt að vinna með íslenskum skólum) með góðum fyrirvara til að skipuleggja verkefnið. Tveir kennarar í sitt hvorum skólanum taka að sér að skrá verkefnið inn á eTwinning Live svæðinu. Þegar verkefnið hefur verið samþykkt er hægt að bjóða hinum þátttakendunum inn. Verkefnið fær öruggt samstarfssvæði sem kallast TwinSpace. Þar er hægt að bjóða nemendum inn. Skilgreinið hvaða hlutar TwinSpace skulu vera sýnilegir öðrum á Netinu. Sjá ýmsar upplýsingar um eTwinning á www.etwinning.is
 2. Samstarfsskólarnir koma sér saman um tímaáætlun og hvað á að gera.
 3. Velja þrautir sem hæfa aldri nemendanna.
 4. Komið ykkur saman um hvernig niðurstöðum verður miðlað til samstarfsskólanna í lok hverrar viku og þegar verkefninu lýkur.
 5. Undirbúið nemendur, farið yfir verkefnið með þeim.
 6. Nemendur taka myndir til að skrásetja hvað þeir gera. Síðan fara þeir yfir ferlið og lausnirnar í kynningu á Skype, Flashmeeting eða á myndbandi sem hlaðið er upp á TwinSpace.
 7. Þegar verkefninu lýkur er haldinn sameiginlegur fundur með nemendum samstarfslandanna, þar sem farið er yfir reynslu þeirra, hvað var líkt og hvað frábrugðið á milli landa.
 8. Nemendurnir meta verkefnið (t.d. Mentimeter, AnswerGarden, Padlet).


Verkfæri


Góð ráð

 • Leita að verkefnum á netinu og í bókum. Nota t.d. TwinSpace, Skype, eða Flashmeeting til að eiga samskipti í vikulok eða við lok verkefnis.
 • Nemendur búa til léttar þrautir – tvær frá hverju landi til að setja í Kahoot sem þau glíma við í lok verkefnis, kannski samtímis ef hægt er.
 • Einnig er hægt að leika sér með leynitöluna þ.e.a.s. annar hugsar sér tölu og hinir giska á hana og það má bara svara með já eða nei.


Mat

 • Hvernig tókst til? Spyrja nemendur á Mentimeter, Padlet eða AnswerGarden hvernig þeim líkaði að vinna á þennan hátt.
 • Hvernig fannst þér að vinna þetta verkefni?  mjög vel, vel, sæmilega, leiðinlegt, mjög leiðinlegt
 • Hvað lærðir þú af því að vinna þetta verkefni? _____
 • Hvernig fannst þér að vinna með nemendum frá öðrum skólum? _____

Segðu frá (unglingadeild)

Skrifið bók saman með vinum ykkar í eTwinning. 

Write-book_segdu_fra

Það er spennandi og skemmtilegt að skrifa bók. Hvernig væri að skrifa bók með bekkjum í öðrum löndum eða hér heima? Verkefnið gæti hentað t.d. nota í nýbúakennslu. Í þessu verkefni vinna bekkir saman. Hver bekkur skrifar einn kafla og útkoman verður bók. Skemmtilegt verkefni sem mætti t.d. nota í nýbúakennslu.


Markmið og námskrá

Verkefnið kemur inn á fjölmörg atriði sem snúa að tjáningu, samskiptum í ræðu og riti og samstarfi.

Með verkefninu má ná ýmsum markmiðum námskrár, m.a.:

Enska/Norðurlandamál

Að nemandi geti

 • lesið sér til gagns og gamans
 • tekist á við margskonar aðstæður i t.d. netsamskiptum
 • samið og flutt sögu, í samstarfi við aðra
 • skrifað texta af mismunandi gerðum i samræmi við inntak og viðtakanda
 • samið texta þar sem sköpunargáfan og  ímyndunaraflið  fær að njóta sín

Nýbúakennsla

 • Að nemandi geti
 • stafsett nokkuð rétt léttan texta
 • skrifað sögu á skiljanlegu máli
 • tjáð hugsanir í rituðu máli og miðlað
 • tekið virkan þátt í samvinnu


Hvernig?

Undirbúningur

 • Komið á sambandi við tvo til þrjá skóla í Evrópu (ath. einnig hægt að vinna með íslenskum skólum) með góðum fyrirvara til að skipuleggja verkefnið.
 • Tveir kennarar í sitt hvorum skólanum taka að sér að skrá verkefnið inn á eTwinning Live svæðinu. Þegar verkefnið hefur verið samþykkt er hægt að bjóða hinum þátttakendunum inn.
 • Verkefnið fær öruggt samstarfssvæði sem kallast TwinSpace. Þar er hægt að bjóða nemendum inn. Skilgreinið hvaða hlutar TwinSpace skulu vera sýnilegir öðrum á Netinu.

Framkvæmd

1) Skipuleggið með samstarfsskólum. Verið sammála um:

 • Hvaða bókmenntagrein þið ætlið að fást við (spenna, ástarsaga, glæpasaga, furðusaga, o.s.frv.).
 • Setjið viðmið um lengd kafla.
 • Tímasetjið hvenær þið ætlið að deila köflum.
 • Hver á að gera hvað og hvenær þegar þið deilið köflum.
 • Þegar bókin er tilbúin mætti birta hana opinberlega, t.d. í dagblaði eða á samfélagsmiðlum.
 • Kennarinn eða nemendur lesa kaflana yfir og leiðrétta villur áður en þeim er deilt.
 • Bekkirnir myndskreyta kafla hvers annars.
 • Leggið niður fyrir ykkur hvað þið gerið ef ef ramminn um söguna heldur ekki, ef sagan fer í vitlausa átt.

2) Ferli:

 • Rithöfundur (eða kennari) skrifar fyrsta kaflann í bókinni.
 • Bekkur skrifar annan kafla.
 • Næsti bekkur þann þriðja.
 • Þannig heldur það áfram þar til allir bekkirnir hafa skrifað sinn kafla.
 • Bekkur sem skrifar næsta kafla myndskreytir kaflann á undan.


Verkfæri

 • Tölva eða spjaldtölva
 • TwinSpace.
 • Einnig má nota hugbúnað sem hentar til þess að setja saman sögur og vinna saman.


Mat á verkefninu

 • Er sagan með einkenni þeirrar bókmenntagreinar sem lagt var upp með?
 • Gátu nemendurnir skrifað samhangandi sögu út frá innleggi hinna bekkjanna?

Heimasvæði í tölum (unglingadeild)

Hversu margir búa í heimabæ þínum eða sveitarfélagi? Hvað er heimasvæði þitt stórt? Hvernig er það í samanburði við önnur svæði?

Mitt-hjemsted-i-tall_crop

Það er hægt að finna ýmsar tölulegar upplýsingar um heimahaga þína. Notið þessi gögn til að segja hvert öðru frá heimabæ ykkar eða sveitarfélagi.


Markmið og námskrá

Verkefnið getur komið inn á fjölmörg atriði, m.a. framsetningu og túlkun gagna, leit samfélagslegra upplýsinga í stafrænum gögnum, góða netsiði, samanburð svæða og landa, tjáningu og samstarf.

Með verkefninu má ná ýmsum markmiðum námskrár, til dæmis:

Stærðfræði

Að nemandi geti

 • undirbúið og flutt munnlegar kynningar og skrifað texta um eigin vinnu með stærðfræði, m.a. með því að nota upplýsingatækni
 • tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu, þar sem þarf að afla upplýsinga og meta þær, finna lausnir, m.a. í tengslum við ábyrgð á eigin fjármálum, neyslu og þróun samfélagsins
 • notað tölfræðihugtök til að setja fram, lýsa, skýra og túlka gögn

Samfélagsfræði

Að nemandi geti

 • sýnt fram á skilning á heimabyggð sinni og útskýrt samhengi hennar við umhverfi, sögu, menningu, listir, félagsstarf og atvinnulíf
 • greint mynstur mannlegra athafna sem móta og breyta umhverfi og búsetuskilyrðum
 • sýnt sjálfsaga, sjálfstraust og virðingu í margvíslegum samskiptum og samstarfi við ólíka einstaklinga

Tungumál

Að nemandi geti

 • tileinkað sér aðalatriði úr kynningum og frásögnum sem eru innan áhuga-, námsog þekkingarsviðs hans og brugðist við efni þeirra, sagt frá, unnið úr eða nýtt sér á annan hátt
 • tekið þátt í skoðanaskiptum, fært einföld rök fyrir máli sínu og tekið tillit til sjónarmiða viðmælanda
 • flutt stutta frásögn eða kynningu um undirbúið efni blaðalaust og af nokkru öryggi
 • tjáð sig um skoðanir sínar, tilfinningar, reynslu og þekkingu
 • skrifað um eða brugðist skilmerkilega við því sem hann hefur hlustað á, séð eða lesið og fylgt ákveðnu formi textagerðar þar sem það á við


Hvernig?

 1. Finnið einn eða fleiri samstarfsskóla í Evrópu eða innanlands.
 2. Skipuleggið verkefnið saman með góðum fyrirvara. Setjið tímatakmarkanir, svo verkefnið dragist ekki á langinn. Komið ykkur saman um hversu mikið af gögnum eigi að deila/kynna; t.d. gætu það verið 10 tölur. Það er mjög gagnlegt að hefja verkefnið með Skype fundi með öllum bekkjunum, þannig að nemendurnir hitti samstarfsfélaga sína. Á fundinum kynnir hver nemandi sig örstutt.
 3. Notið TwinSpace samstarfssvæðið til að deila myndum, upplýsingum og öðru sem tengist verkefninu. Ef fólk vill, má gefa nemendum réttindi til þess að móta TwinSpace svæðið (þ.e. búa til síður).
 4. Látið nemendur fjalla um um þær spurningar sem þeir vilja svara. Setjið þá saman í pör eða litla hópa sem vinna áfram með spurningarnar, hvar og hvernig megi svara þeim. Skoðið tölurnar í samhengi landsins og hvaða þýðingu þær hafa fyrir nemendur.
 5. Látið nemendur setja fram tilgátur um hvernig niðurstöðurnar munu líta út hjá hinum bekkjunum sem taka þátt.
 6. Deilið gögnunum með hinum skólunum, og látið þá greina og bera saman tölur hvers annars. Hvernig líta tölurnar þegar þær eru bornar saman? Hvaða þýðingu hefur það sem er svipað, og það sem er ólíkt? Passa tilgátur nemendanna?


Verkfæri

 • Myndavél
 • Tölva eða spjaldtölva með nauðsynlegum hugbúnaði
 • TwinSpace 


Góð ráð

Fjöldinn allur er til af gagnasöfnum, m.a.:

Framhaldsskólastig

Staðalímyndir

Verkefnið fjallar um fordóma og aðlögun, hvernig við getum fjallað um þetta með nemendum okkar.  

Tribalism-1201697_1280

Í Evrópu hafa myndast andstæðir pólar í afstöðu til flóttamanna. Sífellt fleiri sjá veröldina í svart-hvítu. Hvernig getum við fjallað um þetta í kennslu? 

Verkefnið er ætlað nemendum í framhaldsskóla og fellur undir samfélagsgreinar, og tekur 5 kennslustundir.


Markmið og námskrá

Meginmarkmið verkefnisins er að fjalla um spurningar varðandi staðalímyndir og hvað má gera til að sporna við þeim. Verkefnið gefur nemendum færi á að velta fyrir sér sínum eigin fyrir fram gefnu hugmyndum, sínum eigin fordómum.

Verkefnið á við samfélagsgreinar og má tengja við áherslur í námskrá, t.d. lýðræði, mannréttindi og jafnrétti:

Lýðræði og mannréttindi:

Skólum ber að rækta það viðhorf að samfélagið eigi að vera lýðræðislegt og einstaklingarnir gagnrýnir og með framtíðarsýn (Aðalnámskrá framhaldsskóla bls. 19).

Jafnrétti:

Jafnréttismenntun vísar í senn til inntaks kennslu, námsaðferða og námsumhverfis.Jafnrétti er regnhlífarhugtak sem nær til margra þátta. Hér á eftir er upptalning nokkurra þeirra í stafrófsröð: Aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir,menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni, þjóðerni. Á öllum skólastigum á að fara fram menntun til jafnréttis þar sem fjallað er um hvernig ofangreindir þættir geta skapað mismunun eða forréttindi í lífi fólks (Aðalnámskrá framhaldsskóla bls. 20).


Hvernig?

Undirbúningur:

 • Komið á sambandi við tvo til þrjá skóla í Evrópu (ath. einnig hægt að vinna með íslenskum skólum) með góðum fyrirvara til að skipuleggja verkefnið.
 • Tveir kennarar í sitt hvorum skólanum taka að sér að skrá verkefnið inn á eTwinning Live svæðinu. Þegar verkefnið hefur verið samþykkt er hægt að bjóða hinum þátttakendunum inn.
 • Verkefnið fær öruggt samstarfssvæði sem kallast TwinSpace. Þar er hægt að bjóða nemendum inn. Skilgreinið hvaða hlutar TwinSpace skulu vera sýnilegir öðrum á Netinu. 

Fyrsti tími:

 • Nemendum er boðið inn á TwinSpace svæðið; þar setja þeir upp „prófíl“ (setja inn mynd og upplýsingar um sjálfa sig).
 • Bekknum er skipt upp í litla hópa.
 • Kennarinn setur upp samvinnu skjal (t.d. Google eða Padlet) þar sem nemendur svara eftirfarandi spurningum:
 • Hvað eru fordómar?
 • Hefur þú orðið fyrir fordómum?
 • Ert þú með fordóma í garð annarra?
 • Hugsanlega mætti setja niður spurningar er varða þekkingu nemenda og hugsanlega fordóma þeirra um samstarfslöndin.
 • Nemendur skrifa svör við spurningunum í samvinnuskjalið. 

Annar og þriðji tími:

 • Nemendurnir halda vinnunni áfram í litlum hópum. Hver hópur gengur út frá reynslu sinni af fordómum (að verða fyrir fordómum) og býr til stuttmynd. Hóparnir setja stuttmyndir sínar á TwinSpace. 

Fjórði tími:

 • Nemendurnir horfa á stuttmyndir hinna skólanna, og skrifa viðbrögð sín á tölvutorgið (forum) á TwinSpace. 

Fimmti tími:

 • Nemendurnir vinna saman í bekknum. Þeir búa til veggspjald einföldum reglum sem allir eiga fylgja til að vinna gegn fordómum. Hver nemandi skrifar undir veggspjaldið til að staðfesta þátttöku sína í verkefninu. Veggspjaldið má fjölfalda og hengja upp víðsvegar um skólann.
 • Hóparnir taka sjálfu með sínu veggspjaldi og hlaða henni upp á TwinSpace.


Góð ráð

 • Vinnan fer að mestu leyti fram í hópum. Hins vegar mega hóparnir ekki vera of stórir til þess að tryggja að allir taki virkan þátt. Fjöldi nemenda í hverju hópi ætti ekki að fara yfir sex.
 • Það má nota Skype til að halda lifandi fundi milli landa, líka með þátttöku nemenda, sé tæknin til staðar. 
 • Verkefnið veðrur að aðlaga að tæknimöguleikum hvers skóla. 


Mat

 • Hugsanlega mætti láta nemendur meta og velta fyrir sér hversu gagnlegt verkefnið hefur verið.

Verkefnapakkar á ýmsum málum

Á eftirfarandi síðum er að finna fjölda verkefnapakka (tilbúnar verkefnislýsingar).

Verkefnapakkar á Evrópuvef eTwinning.

Hvað er verkefnapakki og hvernig er eTwinning samstarf?

Þetta vefsvæði byggir á Eplica