Þegar sækja á um í Erasmus+ er að mörgu að hyggja. Hér hafa verið teknar saman nytsamlegar upplýsingar sem gott er að hafa til hliðsjónar í umsóknarferlinu.
Framkvæmdastjórn ESB auglýsir formlega eftir umsóknum fyrir hvert ár.
Sjá nánar um auglýsta umsóknarfresti.
Spurt og svarað um áhrif Bexit á Erasmus+ .
Menntahluti Erasmus+ styður verkefni í tveimur flokkum. Annars vegar eru veittir styrkir í flokknum Nám og þjálfun og hins vegar í flokknum Samstarfsverkefni. Styrkjum til náms- og þjálfunar sem og til samsstarfsverkefna er skipt í flokka eftir markhópum og skólastigum. Mikilvægt að gera sér grein fyrir því að tækifærin geta verið ólík á milli markhópa og skólastiga.
Skoða tækifæri í Erasmus+
Skólar (leik-,grunn- og framhaldskólastig)
Starfsmenntun
Háskólastig
Fullorðinsfræðsla
Æskulýðsstarf
Lestu Erasmus+ handbókina til að tryggja að þú skiljir reglurnar sem liggja að baki styrkveitingum og hvort verkefnið þitt falli undir kröfur sem gerðar eru um umsóknir í viðkomandi flokk og eftir áherslusviðum.
Áður en sótt er um styrk í Erasmus+ þarf að skrá stofnunina/lögaðilann inn í organisation registration system til að sækja svokallað OID númer. Til að hægt sé að sækja OID númer þarf fyrst að búa til aðgang inn á vefgátt Framkvæmdastjórnar ESB, EU Login. EU Login aðgangur er síðan notaður til að skrá sig inn í kerfið þar sem OID númerið er sótt. Athugið að við mælum með því að þessi skráning sé gerð miðlægt í stofnuninni/fyrirtækinu t.d. einhver sem tengist rekstrinum beint. Sá sem skráir OID númer er tengiliður vegna þess og getur þurft að uppfæra upplýsingar um stofnunina/lögaðilann á komandi árum. Athugið að hægt er að búa til EU Login aðgang á netfang sem ekki er skráð á einstakling heldur t.d. á almennt netfang stofnunar/lögaðila. Með því að nota slíkan aðgang er hægt að koma í veg fyrir að aðgangur að skráningu OID glatist við það að einstaklingur hverfi frá störfum við stofnun/fyrirtæki.
Þú getur flett upp hvort stofnunin þín sé þegar komin með OID númer.
Sjá ítarlegri leiðbeiningar um OID númer.
Sjá upplýsingar um EU Login aðgang .
Þú nálgast rétt umsóknareyðublað inn á síðu viðkomandi umsóknarflokks.
Á hverju ári stendur starfsfólk Landskrifstofu Erasmus+ fyrir námskeiðum fyrir umsækjendur. Að jafnaði eru haldin nokkur námskeið út á landsbyggðinni sem og í Reykjavík. Þessi námskeið eru auglýst á vefsíðunni, á samfélagsmiðlum og einnig eru auglýsingar um námskeið send út á póstlista Rannís.