Orðaforði í fullorðinsfræðslu

Á þessari síðu eru tekin saman ýmis hugtök í fullorðinsfræðslu og framhaldsfræðslu. Þá eru einnig hlekkir á gagnlegar síður sem geyma hugtakalista í fullorðinsfræðslu og menntunarfræðum og geta gagnast fólki sem starfar á sviði framhaldsfræðslu. Hugtakalistinn hér að neðan byggir á þessum síðum.

Gagnlegar síður og íðorðabankar

Hugtakalisti í fullorðinsfræðslu

Hugtak Ensk þýðing Skilgreining
Athafnanám Learning by doing Nám sem felst í því að endurtaka verk hvað eftir annað, með eða án undanfarandi tilsagnar.
Einkakennsla / aðstoðarkennsla Tutoring Öll sú starfsemi sem nemandanum býðst í ráðgjöf og eftirliti af hálfu reynds og hæfs fagmanns. Einkakennarinn er nemandanum til stuðnings allan námsferilinn (í skóla, fræðslumiðstöð eða í starfi).
Endurmenntun og -þjálfun Continuing education and training Menntun að loknu grunnnámi og -þjálfun eða eftir að atvinnuþátttaka er hafin og miðar að því að fólk geti - bætt og endurnýjað þekkingu og/eða leikni; - öðlast nýja leikni til að treysta stöðu sína á vinnumarkaði eða til umskólunar - eflt persónulegan og faglegan þroska
Evrópska einingakerfið fyrir starfsmenntun (ECVET) (European credit system for vocational education and training (ECVET)) Fyrirkomulag þar sem færni miðast við lærdóm í námsáföngum sem metnir eru til námseininga og kerfið síðan notað til að staðfesta lærdóm. Markmið þess er: - að stuðla að hreyfanleika fólks í starfsnámi; - að greiða fyrir uppsöfnun, flutningi, staðfestingu og viðurkenningu lærdóms (hvort heldur hann er formlegur, óformlegur eða formlaus) sem aflað er í fleiri löndum en einu; - að styðja framkvæmd ævináms - að efla gegnsæi færni - að stuðla að gagnkvæmu trausti og samvinnu aðila á sviði almennrar menntunar og starfsmenntunar í Evrópu
Evrópska viðurkenningarkerfið fyrir námseiningar (ECTS) European credit transfer and accumulation system (ECTS) Skipulögð aðferð til að lýsa námsleiðum við æðri menntastofnanir með því að meta til eininga þætti þeirra (námseiningar, námskeið, námsdvalarverkefni, vinnu við doktorsverkefni, o.s.frv.) til að - gera innlendum jafnt sem erlendum námsmönnum auðveldara að kynna sér og bera saman námsleiðir; - auka hreyfanleika nemenda og viðurkenningu á formlegu, óformlegu og formlausu námi; - aðstoða háskóla við að skipuleggja og endurskoða námleiðir
Evrópski viðmiðaramminn fyrir ævinám (EQF) European qualification framework for lifelong learning (EQF) Viðmiðunarkerfi til að lýsa og bera saman hæfisstig í hæfiskerfum innan atvinnugeira, á landsvísu og á alþjóðavettvangi.
Fjarnám og -þjálfun Distance education and training Menntun eða starfsnám sem veitt er fjarri kennslustað með samskiptamiðlum: bókum, útvarpi, sjónvarpi, síma, bréfaskiptum, tölvum eða myndböndum
Formlaust nám Informal learning Nám sem fer fram við dagleg störf, í fjölskyldulífi eða tómstundum. Það er ekki skipulagt eða samhæft hvað víðvíkur markmiðum, tíma eða námsaðstoð. Fyrir nemandann er formlaust nám yfirleitt án ásetnings.
Formlegt nám Formal learning Nám sem fer fram við skipulagðar og formgerðar aðstæður (s.s.í skóla, fræðslumiðstöð eða á vinnustað) og er beinlínis skilgreint sem nám (hvað varðar markmið, tíma og aðbúnað). Nemandinn lítur svo á að formlegt nám sé stundað af ásetningi. Því lýkur að jafnaði með staðfestingu og vottun
Frjáls félagasamtök Civil society „Þriðji geiri“ samfélagsins, fyrir utan ríkisvaldið og markaðinn, sem nær til stofnanna, hópa og samtaka (bæði samhæfðra og óformlegra) sem annast geta milligöngu almennings og stjórnavalda.
Fræðsluaðili Education or training provider Hver sú stofnun eða einstaklingur sem veitir menntun.
Fullorðinsfræðsla Adult education Almenn menntun eða starfsnám fyrir fullorðið fólk að lokinni grunnmenntun og þjálfun bæði í faglegum og/eða persónulegum tilgangi til þess að: - veita fullorðnu fólki almenna menntun um efni sem það telur sérstaklega áhugavert (t.d. í opnum háskólum); - veita uppbótarnám í grunnleikni sem fólk hefur ekki náð tökum á í grunnnámi (s.s. lestri og reikningi) og - gera fólki þannig kleift að öðlast hæfi sem það náði af einhverjum ástæðum ekki í grunnnámi eða -þjálfun; - öðlast, bæta eða endurnýja þekkingu, leikni eða færni á ákveðnu sviði: hér er átt við endurmenntun og -þjálfun
Færni / hæfni Competence Getan til að beita lærdómi á viðunandi hátt í ákveðnu samhengi (menntun, starfi, einstaklingsþroska eða fagþróun).
Færnigreining Skills audit Greining á þekkingu, leikni og færni einstaklings, þar á meðal hæfileikum og áhuga, í þeim tilgangi að afmarka starfsferilsáform og/eða skipuleggja áætlun um nýja stefnumörkun í starfi eða þjálfun.
Gagnkvæm viðurkenning hæfis Mutual recognition of qualifications Viðurkenning eins eða fleiri landa eða stofnana á hæfi (skírteini / námstitli) sem veitt eru í einu eða fleirum löndum eða stofnunum.
Gegnsæi hæfis Transparency of qualifications Í hve miklum mæli greina má og skoða hæfi hvað varðar inntak þess og virði (í atvinnugeiranum, landshluta, á lands- og alþjóðavísu) á vinnumarkaðinum og í menntakerfinu.
Grunnleikni Basic skills Grunnleikni fullorðinna, þ.e. læsi, tölulæsi og notkun upplýsingatækni við úrlausn daglegra verkefna
Grunnleikni í upplýsinga- og samskiptatækni Basic information and communication technology (ICT) skills Sú leikni sem þarf til að beita á skilvirkan hátt einföldum aðgerðum í upplýsinga- og samskiptatækni (í meginatriðum: orð / mynd / gagnavinnsla, netið og tölvupóstur).
Grunnmenntun og -þjálfun Initial education and training Almenn menntun eða starfsmenntun sem aflað er á grunnstigi skólakerfisins, yfirleitt áður en störf á vinnumarkaði hefjast
Hreyfanleiki Mobility Geta einstaklings til að hefja ný störf og aðlagast nýju starfsumhverfi.
Hæfi Qualification Hæfi vísar annars vegar til : (a) formlegs hæfis, sem er formleg niðurstaða (skírteini, námstitill) mats og staðfestingar sem fæst með því að viðeigandi aðili segir fyrir um að einstaklingur hafi öðlast fullnægjandi lærdóm og/eða hafi til að bera nauðsynlega færni til að vinna verk á ákveðnu sviði. Hæfi veitir opinbera viðurkenningu á gildi lærdóms í atvinnulífinu og varðandi menntun. Hæfi getur veitt lögbundin réttindi til að stunda ákveðna atvinnugrein (OECD); og hins vegar (b) starfskrafna, sem eru sú þekking og leikni sem krafist er til að leysa af hendi þau verk sem felast í ákveðnu starfi (ILO).
Hæfiskerfi Qualification system Öll sú skipulagning sem snýr að viðurkenningu lærdóms og öðrum aðferðum sem tengja menntun og þjálfun vinnumarkaðinum og frjálsum félagasamtökum. Þessi starfsemi nær til: - skilgreiningar stefnumörkunar varðandi hæfi, hönnunar námskeiða og starfrækslu þeirra, fyrirkomulags í stjórnkerfinu, fjárveitinga og gæðatryggingar; - mats, staðfestingar og vottunar lærdóms.
Hæfni / færni Competence Getan til að beita lærdómi á viðunandi hátt í ákveðnu samhengi (menntun, starfi, einstaklingsþroska eða fagþróun)
Inntak náms Learning content Þau efnisatriði og athafnir sem sameiginlega mynda það sem einstaklingur eða hópur nemenda lærir meðan á námsferlinu stendur.
Kennari Teacher Einstaklingur sem gegnir því starfi að miðla þekkingu, verksviti eða leikni til nemenda við þjálfunar- eða menntastofnun.
Leiðsögn Mentoring Margvísleg ráðgjöf og stuðningur sem reyndur einstaklingur veitir ungmenni eða nýliða (t.d. sem er að byrja við námssamfélag eða lærdómsfyrirtæki) og er honum fyrirmynd, leiðsögumaður, aðstoðarkennari, markþjálfi og trúnaðarmaður.
Leikni Skill Getan til að vinna verk og leysa verkefni.
Lífsleikni​ Life skills Greinar sem falla undir lífsleikni eru kjölfesta þekkingar á lýðræði og mannréttindum og viðhorfa til sömu þátta
Lykilleikni / Lykilhæfni Key skills / Key competences Sú heildarleikni (grunnleikni og ný grunnleikni) sem nauðsynleg er til að lifa í nútíma þekkingarsamfélagi.
Lykilleikni / lykilhæfni Key skills / key competences Sú heildarleikni (grunnleikni og ný grunnleikni) sem nauðsynleg er til að lifa í nútíma þekkingarsamfélagi.
Lærdómsfyrirtæki Learning organization Stofnun sem stuðlar að námi og þar sem fólk lærir og þroskast í tengslum við námsstarfið, sjálfum sér, öðrum og allri stofnuninni til hagsbóta og þar sem þessi viðleitni er birt opinberlega og viðurkennd.
Nám Learning Ferli þar sem einstaklingurinn tileinkar sér upplýsingar, hugmyndir og gildismat og öðlast þannig þekkingu, verksvit, leikni og/eða færni.
Nám að loknu skyldunámi Post-compulsory education Menntun einstaklings að loknu skyldunámi sem lögum samkvæmt er bundin ákvæðum um lengd og kröfur skyldubundinnar skólagöngu.
Náms- eða þjálfunarbraut Education or training path Samanlagðar þær námslotur sem einstaklingur tekur til að öðlast þekkingu, leikni eða færni.
Náms- eða þjálfunarsvið Education or training pathway Þær tengdu þjálfunar- eða námsleiðir í skólum, fræðslumiðstöðvum, æðri menntastofnunum eða hjá starfsmenntunaraðilum sem greiða leið fólks innan eða milli starfssviða.
Náms- og starfsráðgjöf Guidance and counselling / information, advice and
guidance (IAC)
Margvísleg starfsemi sem miðar að því að aðstoða fólk til að taka ákvarðanir varðandi menntun, starfsval eða einkalíf og að hrinda þeim í framkvæmd áður en og eftir að komið er út á vinnumarkaðinn.
Námseflir Learning facilitator Hver sá sem stuðlar að leikni- eða þekkingaröflun með því að skapa hagstætt námsumhverfi, þar með taldir þeir sem kenna, þjálfa, gegna stjórnunarstörfum eða veita ráðgjöf. Námseflir aðstoðar nemandann til að öðlast þekkingu og leikni með því að setja viðmiðunarreglur, bregðast við og gefa ráð meðan á námsferlinu stendur.
Námseiningakerfi Credit system Fyrirkomulag sem miðar að því að safna saman þeim lærdómi sem fólk öðlast í formlegu námi, óformlegu eða formlausu, og greiða þannig fyrir að það geti flutt sig af einum vettvangi á annan með því að fá staðfestingu og viðurkenningu á fyrra námi. Námseiningakerfi er hægt að setja saman: - með því að lýsa þjálfunar- eða námsleið og gefa einingar hverjum þætti hennar (námseiningum, áföngum, námsdvalarverkefnum, vinnu við doktorsritgerð, o.s.frv.); eða - með því að lýsa hæfi og nota lærdómseiningar til að gefa hverjum námsáfanga einingar.
Námskrá Curriculum Skrá yfir þá verkferla sem notaðir eru til að móta, skipuleggja og undirbúa þjálfunar- eða menntunarstarf, þar með taldar skilgreiningar námsmarkmiða, inntak, aðferðir (þ.á.m. námsmat), námsefni, en jafnframt fyrirkomulag þjálfara- og kennaramenntunar.
Námsmat Assessment of learning outcomes Mat á þekkingu, kunnáttu,verksviti, leikni og/eða færni einstaklings samkvæmt fyrirfram ákveðnum viðmiðum (námsvæntingum, mati á námsafrakstri). Mati fylgir að jafnaði staðfesting og námsskírteini.
Námssamfélag Learning community Samfélag sem eflir námsmenningu með því að þróa á hverjum stað skilvirkt samstarf milli allra geira samfélagsins og styrkir jafnframt og örvar einstaklinga og samtök til náms.
Námssvæði Learning region Svæði þar sem hagsmunaaðilar vinna saman að því að uppfylla námsþarfir svæðisins og nýta saman þá fjármuni sem þarf til að finna sameiginlegar lausnir.
Notkunarnám Learning by using Nám sem felst í því að nota tæki eða aðstöðu hvað eftir annað, með eða án undanfarandi tilsagnar
Ný grunnleikni New basic skills Leikni t.d. í upplýsinga- og samskiptaltækni, erlendum tungumálum, tæknimenningu, félags-, skipulags- og samskiptaleikni og frumkvöðlastarfsemi.
Opið menntakerfi (OME) OER - Open educational resources Opið menntaefni er efni með frjálsum og opnum höfundarleyfum sem hægt er að nota í kennslu, nám, rannsóknir og fleira.
Opið nám Open learning Nám sem veitir nemandanum töluverðan sveigjanleika hvað varðar val á viðfangsefni, stað, námshraða og/eða aðferð
Opin vefnámskeið Massive open online courses, (MOOC) Opin námskeið þar sem námsumhverfið er á Netinu og mikill fjöldi fólks getur tekið þátt.
Óformlegt nám Non-formal learning Nám sem felur í sér skipulagt starf sem ekki er beinlínis hugsað sem nám (hvað víðvíkur námsmarkmiðum, námstíma eða námsstuðningi). Óformlegt nám er með ásetningi af hálfu nemandans.
Sambærileiki hæfis Comparability of qualifications Mælikvarði á að hvaða marki jafngildi sé fyrir hendi varðandi stig og inntak hæfis (skírteina eða námstitla) innan atvinnugeira eða svæðis, á landsvísu eða á alþjóðavettvangi.
Samningsbundið nám Apprenticeship Skipulagt langtíma starfsnám þar sem skiptist á starf á vinnustað og nám í skóla eða fræðslumiðstöð. Neminn er samningsbundinn atvinnurekanda og fær greidd laun eða annars konar greiðslur. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á að sjá nemanum fyrir þjálfun til ákveðins starfs
Skipulagning og hönnun þjálfunar Training course planning and design Margþætt, samræmd og aðferðafræðileg starfsemi sem beitt er til að móta, skipuleggja og eiga frumkvæði að áætlunum um þjálfun í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið.
Skírteini / námstitill Certificate / diploma / title Opinbert skjal gefið út af þar til bærum útgefanda þar sem fram kemur árangur einstaklings að loknu mati og staðfestingu miðað við fyrirfram ákveðin viðmið.
Skyldunám Compulsory education Það lágmarksviðmið sem kveðið er á um í lögum um lengd og kröfur skyldubundinnar skólagöngu
Staðfesting lærdóms /afraksturs náms Validation of learning outcomes) Staðfesting viðurkennds aðila á að lærdómur (þekking, leikni og/eða færni) sem einstaklingur hefur aflað sér í formlegu, óformlegu og formlausu námi hafi verið metinn miðað við fyrirframákveðna mælikvarða og sé í samræmi við kröfur um staðfestingarviðmið. Staðfesting leiðir yfirleitt til vottunar.
Stafræn gjá Digital divide / Digital gap Sú aðgreining sem er milli þess fólks sem getur nálgast og notað upplýsinga- og samskiptatækni á árangursríkan hátt og þess sem getur það ekki.
Starfshæfni Employability Allir þeir þættir sem gera fólki kleift að vinna að því að undirbúa sig undir starf, fá starf, halda starfi og auka starfsframa sinn.
Starfsmenntun og –þjálfun Vocational education and training (VET) Menntun og þjálfun sem stefna að því að afla fólki þeirrar þekkingar, starfsvits, leikni og/eða færni sem nauðsynleg er í ákveðnum atvinnugreinum eða almennt á vinnumarkaðinum.
Starfssamfélög Communities of practice Hópur aðila sem kjósa að deila þekkingu um þátt, eða þætti, tengda sameiginlegu verksviði eða áhugamáli.
Starfsþjálfun á vinnustað On-the-job training Starfsþjálfun sem fram fer á vinnustað. Öll þjálfunin getur farið þar fram eða verið tengd starfsþjálfun utan vinnustaðar.
Starfsþjálfun utan vinnustaðar Off-the-job training Starfsþjálfun sem fram fer utan venjulegs vinnustaðar. Yfirleitt er þessi þjálfun aðeins hluti námsleiðar sem einnig fer fram á vinnustað.
Tölvulæsi Digital literacy Færni til að nota upplýsinga- og samskiptatækni.
Tölvustutt nám e-Learning Nám þar sem stuðst er við upplýsinga- og samskiptatækni. Tölvustutt nám takmarkast ekki við „tölvulæsi“ (að afla sér leikni í upplýsinga- og samskiptatækni). Það getur verið með margs konar móti og blönduðum aðferðum beitt: notaður hugbúnaður, netið, geisladiskar, beinlínutengt nám eða hvers konar aðrir rafrænir eða gagnvirkir miðlar. Tölvustutt nám er hægt að nota bæði í fjarnámi en einnig sem þátt í staðarnámi.
Umskólun Retraining Þjálfun sem gerir fólki fært að afla sér nýrrar leikni sem veitir því aðgang annað hvort að nýrri starfsgrein eða nýjum störfum innan greinarinnar.
Uppbótarnám Compensatory learning Nám sem ætlað er að fylla upp í skörð í fyrri menntun eða þjálfun, einkum til að gera fólki fært að taka þátt í starfsnámi.
Útgefandi skírteinis Awarding body Aðili sem að loknu námsmati og staðfestingu gefur út skjal um hæfi einstaklings (skírteini / námstitil) og vottar þannig lærdóm (þekkingu, leikni og/eða færni ) hans.
Vendikennsla / spegluð kennsla Flipped classroom Með vendikennslu/speglaðri kennslu er átt við kennslu þar sem fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu. Nemendur geta horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Í kennslustofunni geta nemendur og kennarar rætt ítarlega um efnið
Viðbótarþjálfun Upskilling Skammtíma, hnitmiðuð þjálfun að jafnaði veitt að lokinni grunnmenntun og miðar að því að bæta, auka við og endurnýja þá þekkingu, leikni og/eða færni sem aflað var við fyrri þjálfun
Viðmiðarammi um hæfi Qualification framework Aðferð til að þróa og flokka hæfi (t.d. á landsvísu eða hvað varðar atvinnugreinar) í samræmi við ákveðna reglur (t.d. með lýsingum) sem við eiga á tilgreindum stigum lærdóms.
Viðurkenning lærdóms Recognition of learning outcomes (a) Formleg viðurkenning: aðferð til að skjalfesta leikni og færni annað hvort með að: - gefa út skjal (skírteini eða námstitil); eða - jafngilda leikni og/eða færni, námseiningar eða undanþágur, staðfesta áunna leikni og/eða færni ; og/eða (b) Félagsleg viðurkenning: viðurkenning fjárhagslegra og félagslegra hagsmunaaðila á gildi leikni og /eða færni.
Víxlnám Alternance training Menntun eða þjálfun þar sem á skiptast tímabil í skóla eða fræðslumiðstöð og á vinnustað. Námið getur víxlast milli þessara staða á viku, mánaðar eða árs fresti. Mismunandi er eftir stöðu námsins og löndum hvort þátttakendur eru samningsbundnir atvinnurekanda og/eða eru á launum.
Vottun Accreditation Viðurkenning á hæfni, gæðum og trúverðugleika af utanaðkomandi aðila, oft á vegum hins opinbera. Vottun menntastofnana er tegund af gæðastjórnunarferli þar sem þjónusta og rekstur menntastofnana er metinn af utanaðkomandi aðila til að meta hvort viðeigandi kröfur séu uppfylltar. Ef kröfur eru uppfylltar er viðeigandi stofnun veitt vottun. Í flestum löndum er slík vottun í höndum ráðuneytis menntamála eða stofnunar á vegum þess.
Vottun lærdóms Certification of learning outcomes Útgáfa skírteinis eða námstitils þar sem formlega er vottað að sá lærdómur (þekking, verksvit, leikni og/eða færni) sem einstaklingurinn hefur aflað sér hafi verið metinn og vottaður samkvæmt fyrirfram ákveðnum viðmiðum og staðfestur af þar til bærum aðila.
Yfirfæranleg færni / hæfni Transversal skills / Transferable skills Yfirfæranleg færni/hæfni er sú færni sem tengist venjulega ekki tilteknu starfi, verkefni eða fræðilegri þekkingu heldur færni sem hægt er að nota í fjölmörgum aðstæðum og vinnustöðum, s.s. persónuleg og sérhæfð færni. Þar á meðal er t.d. gagnrýnin hugsun, samstarfshæfni, samskiptahæfni, skipulagshæfni og lausnaleit.
Þekking / kunnátta Knowledge Afrakstur þeirra upplýsinga sem aflað er með námi. Þekking er heildarsafn staðreynda, meginreglna, kenninga og starfsferla sem tengjast fræðasviði eða starfi.
Þjálfari Trainer Hver sá sem gegnir einu eða fleiru þeirra starfa sem tengjast (fræðilegum eða hagnýtum) þjálfunarstörfum, annað hvort við menntastofnun eða á vinnustað.
Ævibreitt nám Lifewide learning Nám, hvort heldur er formlegt, óformlegt eða formlaust sem nær til allra þátta lífsins (einstaklingbundinna, félagslegra og faglegra) og allra æviskeiða.
Ævinám Lifelong learning Allt það námsstarf sem fram fer á mannsæfinni og stuðlar að því að auka þekkingu, verksvit, leikni, færni og/eða hæfi hvort sem er í einstaklingsbundnum, félagslegum eða faglegum tilgangi.

Ítarefni:
Þetta vefsvæði byggir á Eplica