Starfsmenntaskólar, stofnanir og fyrirtæki sem starfa á sviði starfsmenntunar og taka á móti nemum í starfsþjálfun geta sótt um náms- og þjálfunarstyrki fyrir nemendur sína, nýútskrifaða nemendur og starfsfólk sem starfar á sviði starfsmenntunar- og þjálfunar.
Starfsmenntaskólar, stofnanir og fyrirtæki geta sótt um ferða- og uppihaldsstyrki fyrir nemendur í starfsmenntun og starfsfólk til að að taka þátt í mismunandi verkefnum í þátttökulöndum Erasmus+. Nemendum í starfsmenntun og nýútskrifuðum (í eitt ár eftir útskrift) gefst kostur á fara til Evrópu í námsferðir og starfsnám/þjálfun í 2 vikur til 12 mánuði.
Starfsfólk getur sinnt kennslu eða þjálfun hjá samstarfsstofnun erlendis eða stundað starfsþjálfun, s.s. með þátttöku á fagtengdum námskeiðum eða vinnustofum, starfsspeglun (job shadowing),eða skipulögðum heimsóknum til starfsmenntastofnana í tvo til 60 daga. Starfsmenntaskólar geta líka sótt um styrk fyrir gestakennslu sérfræðinga frá fyrirtækjum frá öðru landi.
Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2020, kl 11:00 að morgni. Rafrænt umsóknarform.
Athugið að umsóknareyðublöðin eru vef-eyðublöð og það þarf EU Login aðgang til að nálgast þau.
Erasmus+ veitir nemendum í starfsmenntaskólum og nemum á samningi tækifæri til að fara í náms- og þjálfunarferðir og starfsnám hjá fyrirtækjum, skólum og stofnunum í Evrópu í 2 vikur til 12 mánuði. Námið/þjálfunin skal vera hluti af námi viðkomandi nemanda og metið sem slíkt að dvöl lokinni.
Rík áhersla er lögð á gæði þjálfunar nemenda/nema. Í því sambandi ber að framfylgja ákveðnu ferli við undirbúning og framkvæmd ferða. Gerður er samningur við þátttakendur og samkomulag við móttökuaðilann um þjálfun. Að dvöl lokinni skal móttökuaðilinn staðfesta dvöl og lærdóm.
Dvöl starfsmenntanemenda er skipt í tvo flokka:
Nám/þjálfun í starfsmenntastofnunum, skólum og fyrirtækjum (ErasmusPro)
Dvalarlengd 3 mánuðir – 1 ár.
Þegar dvalið er lengur en 3 mánuði er rík krafa um starfsþjálfun. Venjulega er hún í fyrirtækjum en getur líka farið fram innan skóla og stofnana.
Mögulegt er að sækja um undirbúningsstyrk fyrir lengri dvöl nema. Styrkurinn er fyrir einn starfsmann til að fara og undirbúa starfsþjálfun nema og aðeins ein ferð til sama móttökuaðila er leyfileg.
Einnig veitir Erasmus+ starfsfólki í starfsmenntun tækifæri til að sinna gestakennslu og starfsþjálfun hjá samstarfsaðilum í Evrópu (2-60 daga) og starfsmenntaskólar geta sótt um að fá til sín sérfræðinga frá fyrirtækjum í Evrópu til að kenna hér á landi.
Ferðir starfsfólks skulu tengjast beint alþjóðastarfi skólans sem og áherslum í skólastarfi. Þær skulu einnig styðja við starfsþróun viðkomandi starfsmanns. Gæði ferða starfsfólks skulu m.a. tryggð með góðum undirbúningi þar sem markmið og dagskrá ferðanna er staðfest í samræði við móttökuaðila.
Dvöl starfsfólks í starfsmenntun er skipt í tvo flokka:
Markmið náms- og þjálfunarferða nemenda er að auka hæfni þeirra og þekkingu á sínu fagsviði, efla sjálfstraust og tungumálakunnáttu, sem og að kynnast menningu og venjum annarra landa.
Markmið starfsþjálfunarferða starfsfólks er að efla færni og þekkingu sem nýtist innan skóla og stofnana og skal dvölin með beinum hætti tengjast stefnumörkun stofnunarinnar sjálfrar og markmiða með þátttöku í Evrópusamstarfi ( sjá nánar Eruopean Dveelopment Plan).
Einungis lögaðilar: starfsmenntastofnanir, skólar og fyrirtæki sem sinna starfsmenntun geta sótt um styrk úr Erasmus+. Einstaklingar geta ekki sótt um styrki úr Erasmus+.
Hver aðili getur aðeins sent inn eina umsókn á sviði náms og þjálfunar á hverjum umsóknafresti. Ferðir fyrir nemendur og starfsfólk skóla skulu vera í sömu umsókn.
Sömuleiðis geta stofnanir sótt saman um náms- og þjálfunarstyrki fyrir marga smærri starfsmenntaskóla, stofnanir og fyrirtæki í sama landi í svokölluðu samstarfsneti (consortium). Umsækjandi þarf í þessu tilviki ekki að vera starfsmenntastofnun en stofnanir sem senda þátttakendur erlendis þurfa að sinna starfsmenntun. Hver starfsmenntastofnun, skóli eða fyrirtæki á sviði starfsmenntar getur á sama tíma tekið þátt í meira en einu samstarfsneti.
Aðilar/stofnanir sem geta sótt um styrk í starfsmenntahluta Erasmus+ áætlunarinnar geta m.a. verið:
Veittir eru ferða- og uppihaldsstyrkir fyrir nemendur og starfsfólk.
Umsækjendur verða sjálfir að finna sína samstarfsaðila og eru upplýsingar um þá hluti af umsókn. Mikilvægt er að vanda vel val samstarfsaðila og kynna sér þeirra reynslu og fagsvið.
Lögaðilar í þátttökulöndunum 33 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Þetta eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Lichtenstein og Noregur og auk Tyrklands, Serbíu og Makedóníu.
Þátttökulönd sem eru ekki aðilar að Evrópusambandinu geta sótt um tvíhliða verkefni, s.s. Ísland og Noregur eða Ísland og Tyrkland.
Starfsmenntaskólar, stofnanir og fyrirtæki sem starfa á sviði starfsmenntunar geta sótt um Vottun (VET Mobility Charter). Þær stofnanir sem fá samþykkta Vottun hafa fengið viðurkenningu er varðar hæfni stofnunar til að skipuleggja og framkvæma góð náms – og þjálfunarverkefni en gerð er krafa um mikil gæði verkefna þeirra aðila sem fá vottun.
Vottunin tryggir ekki sjálfkrafa fjármagn heldur aðgang að einfaldara umsóknarferli um styrki til náms og þjálfunar sem sótt er um á auglýstum umsóknarfresti til eins eða tveggja ára í senn.
Sjá upplýsingar og umsóknareyðublöð fyrir um Vottun og fyrir þá aðila sem fengið hafa Vottun.
Áhersluatriði við mat umsókna, sem nauðsynlegt er að skoða og hafa í huga við gerð umsókna:
Inngangur að umsóknarskrifum |
---|
Nánari upplýsingar
Upplýsingar um skilyrði og reglur varðandi náms- og þjálfunarferðir á sviði starfsmenntunar eru í Erasmus+ handbókinni . Sérstaklega er mælt með því að umsækjendur skoði vel bls. 53 – 64 og bls 269 - 274.