Viðurkenning á erlendu starfsnámi

ENIC / NARIC skrifstofan á Íslandi hefur umsjón með viðurkenningu á starfsmenntun erlendis frá. 

Umsækjendur um mat og viðurkenningu á erlendri iðnmenntun geta snúið sér til ENIC / NARIC skrifstofunnar á Íslandi, sem hefur umsjón með viðurkenningu á menntun og starfsreynslu erlendra iðnaðarmanna. 

Sjá nánar á: www.enicnaric.is 

Í tengslum við einföldun á mati náms hefur verið komið á fót þjónustugátt fyrir mat á námi og starfsréttindum á Island.is

Þar er hægt að fá á einum stað allar upplýsingar um kröfur sem gerðar eru til viðurkenningar á menntun eða hæfi. Tilgangurinn með mati getur verið margþættur, s.s. vegna innskráningar í skóla, vegna viðurkenningar á námi vegna launaröðunar, vegna veitingu starfsréttinda sem skilyrði fyrir því að starfa í tiltekinni fagstétt o.s.frv.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica