Umsókn um mat og viðurkenningu á menntun og starfsreynslu erlendis frá, til starfa í löggiltri starfsgrein. PL EN
Umsækjendur um mat og viðurkenningu á erlendri iðnmenntun snúi sér til Rafmenntar ef um rafiðngrein er að ræða, en til Iðunnar-fræðsluseturs fyrir aðrar iðngreinar (sjá heimilisföng og veftengla í umsóknareyðublaði).
Brýnt er að ljósrita allt prófskírteinið þannig að fram komi inntak námsins (upptalning námsgreina) og umfang þess í árum.
Þeir fræðsluaðilar sem fara yfir umsóknina senda hana að yfirferð lokinni með umsögn til Menntamálastofnunar.
Umsókn um leyfisbréf til starfa í heilbrigðisþjónustu er send Landlæknisembættinu.
Teljist aðili uppfylla skilyrði um menntun til starfa í löggiltri iðngrein hér á landi, fær hann umsögn þar að lútandi frá Menntamálastofnun. Ekki er þá gerð krafa um frekara nám til þess að starfa hérlendis á umræddu sviði, hins vegar þarf viðkomandi að afla sér atvinnuleyfis hjá Vinnumálastofnun ef hann kemur frá landi utan EES-svæðisins. Sýslumaðurinn á Austurlandi gefur út leyfisbréf til handa þeim einstaklingum sem uppfylla skilyrði um menntun og starfsreynslu til starfa hér á landi.