Tækifæri á sviði starfs­menntunar

Í Erasmus+ felast fjölmörg tækifæri fyrir íslenska starfsmenntaskóla, stofnanir og fyrirtæki sem starfa á sviði starfsmenntunar. Mögulegt er að sækja um styrki fyrir verkefni sem stuðla að nýbreytni og framþróun í starfsmenntun og einnig eru í boði styrkir vegna starfsnáms og þjálfunar nemenda og starfsfólks í starfsmenntun í öðum löndum Evrópu.

Hvernig er sótt um?

Áður en sótt er um þarf að ganga úr skugga um að stofnunin/fyrirtækið sem sækir um styrkinn sé með svokallað OID númer. Til að sækja slíkt númer þarf EU-login aðgang.

Nánari upplýsingar um hvernig sótt  er um í Erasmus+ sem og  ítarlegar leiðbeiningar um EU-login aðgang og OID númer .


Dreifstýrð verkefni

Umsjón með dreifstýrðum verkefnum er hjá Landskrifstofu Erasmus+ í viðkomandi landi.  Á Íslandi er Landskrifstofa Erasmus+ í umsjón Rannís. Umsækjendur, þ.e. skólar, stofnanir og fyrirtæki (lögaðilar) sækja um til Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi.

Nám og þjálfun innan starfsmenntunar

Erasmus+ veitir nemendum í starfsmenntaskólum og nemum á samningi tækifæri til að fara í náms- og þjálfunarferðir og starfsnám hjá fyrirtækjum, skólum, og stofnunum í Evrópu í 2 vikur til 12 mánuði.  Námið / þjálfunin skal vera hluti af námi viðkomandi nemanda og metið sem slíkt að dvöl lokinni.

Einnig veitir Erasmus+ starfsfólki í starfsmenntun tækifæri til að sinna gestakennslu og starfsþjálfun hjá samstarfsaðilum í Evrópu í tvo til 60 daga. Sjá nánar um Nám og þjálfun í starfsmenntun .

Vottun á náms- og þjálfunarverkefnum innan starfsmenntunar

Starfsmenntaskólar, stofnanir og fyrirtæki sem starfa á sviði starfsmenntunar geta sótt um Vottun. Þeir aðilar sem hafa fengið Vottun fá vilyrði fyrir náms- og þjálfunarstyrki fyrir nemendur sína, nýútskrifaða nemendur og starfsfólk sem starfar á sviði starfsmenntunar- og þjálfunar. Sjá nánar um vottun á náms- og þjálfunarverkefnum í starfsmenntun .

Samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar

Samstarfsverkefni (Strategic Partnership) veita starfsmenntastofnunum og öðrum aðilum sem sinna starfsmenntun tækifæri til að vinna samstarfsverkefni og að þróa eða prófa nýjar aðferðir eða leiðir í starfsmenntun í samstarfi við samstarfsaðila í a.m.k. tveimur öðrum þátttökulöndum Erasmus+. Sjá nánari upplýsingar um Samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar .

Samstarfsverkefni þvert á skólastig

Í stað þess að verkefni tengist eingöngu starfsmenntun er einnig hægt að sækja um verkefni sem snúa að og fjalla um tvö eða fleiri skólastig (formleg eða óformleg). Ekki er um sérstakt  umsóknareyðublað að ræða fyrir þessi verkefni, heldur er valið umsóknareyðublað þess skólastigs sem getur talist leiðandi í umsókninni. Athugið að skoða vel og velja forgangsatriði þeirra skólastiga sem umsóknin snýst um.

Miðstýrð verkefni

Með meðstýrðum verkefnum er átt við að umsjón verkefnanna er hjá Evrópusambandinu.  Skrifstofan sem annast umsýslu þessa hluta Erasmus+ fyrir hönd framkvæmdastjórnar ESB er í Brussel og heitir Education, Audiovisual and Culture Executive Agency (EACEA). Landskrifstofan veitir upplýsingar og ráðgjöf eftir fremsta megni en öll formleg samskipti vegna þessara verkefna eru við EACEA.

Nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni milli atvinnulífs og skóla (Sector Skills Alliances)

Markmið þessara verkefna er að stuðla að því að menntun á sviði starfsmenntungar sé í takt við þarfir atvinnulífsins á hverjum tíma. Nánari upplýsingar um hvernig sótt er um styrk í verkefnaflokkin Sector Skills Alliances.

Stuðningur við stefnumótun (Support for policy reform)

Þessi verkefni tengjast stefnumótun í menntamálum og krefjast oft þátttöku stjórnvalda en aðrar stofnanir geta einnig tekið þátt og jafnvel leitt verkefni. Ekki er um fasta árlega umsóknarfresti að ræða fyrir skilgreinda tegund verkefna eins og í öðrum hlutum Erasmus+ heldur eru auglýstir stakir umsóknarfrestir fyrir sértæk verkefni (þemu).

Frekari upplýsingar um Stuðning við stefnumótun (Support for policy reform) og opna umsóknarfresti er hægt að nálgast á vef EACEA .  

Stuðningur og samstarf

eTwinning - rafrænt skólasamstarf

Stofnanir á leik-, grunn- og framhaldskólastigi geta tekið þátt í eTwinning. eTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum, svo nokkuð sé nefnt, allt með hjálp upplýsingatækni. 

Hver kennari eða skólastarfsmaður skráir sig sem einstaklingur og engin takmörk eru á því hve margir frá sama skóla geta verið með. Skráning einföld og fer fram á Evrópuvef eTwinning.

School Education Gateway - vefgátt fyrir skóla- og fræðslustofnanir

Stofnanir geta skráð sig á nýrri vefgátt School Education Gateway þar sem hægt er að finna samstarfsaðila fyrir verkefni í Nám og þjálfun og Samstarfsverkefni. eTwinning aðgangur veitir aðgang að þessari vefgátt. 

Tengslaráðstefnur

Nokkrum sinnum á ári eru haldnar Tengslaráðstefnur víðsvegar um Evrópu. Markmiðið með þeim er að tengja saman samstarfsaðila í Erasmus+ verkefnum út frá ýmsum þemum. Starfsfólk Landskrifstofu veitir upplýsingar um tengslaráðstefnur

Beiðni um samstarf

Reglulega berast til Landskrifstofunnar erindi þar sem erlendir aðilar eru að leita eftir samstarfsaðilum á Íslandi. Starfsfólk Landskrifstofu getur veitt upplýsingar um slík erindi, en vinsamlegast athugið að það er án ábyrgðar og er ekki trygging fyrir því að samstarfsaðilinn sé traustur.

ECVET- verkefnið

Tilgangurinn með verkefninu var að auka notkun samevrópsks einingakerfis fyrir starfsmenntun (ECVET) hér á landi. Þetta var einkum gert með þarfir starfsmenntanemenda í huga þar sem sívaxandi  hluti þeirra kýs að stunda hluta af námi sínu erlendis. Sjá frekari upplýsingar um ECVET-verkefnið .

Reynslusaga úr starfsnámi

Kynningarmyndband: Íris Björk Óskarsdóttir, bakarasveinn segir frá  reynslu sinni af starfsnámi á hóteli í Helsinki. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica