Leit að samstarfsaðila á Epale

  • EPALE-blatt-tre

EPALE, vefgátt fullorðinsfræðslu í Evrópu býður upp á leit að samstarfsaðilum (e. Partner Search).

Stofnanir eða samtök geta skráð sig á vefinn og komist í samband við áhugasamar stofnanir í öðrum Evrópulöndum. Hægt er að tilgreina hvernig samstarfsaðilar óskast helst og kynna verkefnishugmynd ef hún er þegar fyrir hendi. Gefið lýsingu á ykkar stofnun og hugmynd að samstarfi og þið getið líka lagt inn ósk um samstarfsaðila þar sem þið gefið lýsingu á því hvernig stofnun þið eruð helst að leita að.

Kannski er einhver stofnun í öðru Evrópulandi einmitt að leita að stofnun eins og ykkar! Athugið að leit að samstarfsaðilum er ætluð stofnunum sem sinna fullorðinsfræðslu, ekki einstaklingum, enda eru það stofnanir (lögaðilar) sem sækja um styrki í fullorðinsfræðsluhluta Erasmus+.

Leit að samstarfsaðilum

Epalefrett_4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica