Íslenska fullgilt tungumál til samskipta á EPALE vefgáttinni

EPALE er evrópsk vefgátt fyrir fagfólk í fullorðinsfræðslu. Á EPALE er m.a. fréttaveita þar sem leiðbeinendur og kennarar um alla Evrópu deila fréttum sín á milli um hvaðeina sem snýr að fullorðinsfræðslu. Með því að setja frétt á EPALE getið þið vakið athygli á ykkur sjálfum og ykkar stofnun og sagt frá áhugaverðum verkefnum sem þið eruð að vinna að.

Frá og með árinu 2021 er íslenska fullgilt tungumál til samskipta á EPALE vefgáttinni. Til að sækja íslenska viðmótið er smellt á tungumálatáknið í valstikunni efst. Þá birtist listi þar sem hægt er að velja íslensku:

1. Smelltu á tuntumálatáknið (hér EN).

Enska_2

2. Þá birtist listi yfir tungumál. Þar getur þú valið íslensku.
Islenska_2
3. Þá færðu upp vefinn á íslensku:

Epale_isl








Þetta vefsvæði byggir á Eplica