EPALE - Vefgátt fullorðinsfræðslu í Evrópu

Fyrir hverja?

Fagaðila í fullorðinsfræðslu, hagsmunaaðila, símenntunarmiðstöðvar og stefnumótunaraðila.

Til hvers?

EPALE er vefsvæði þar sem fagfólk í fullorðinsfræðslu getur bloggað, deilt fréttum og auglýsingum um viðburði og sótt efni í gagnabanka.

EPALE vefgáttin veitir aðgang að lokuðum, gagnvirkum vefsvæðum þar sem hægt er að láta álit sitt í ljós, taka þátt í umræðum og eiga frumkvæði að umræðu um ýmis viðfangsefni.

Vefgátt EPALE

Hvað er EPALE?

  • Vefgátt fyrir Evrópulönd á 24 tungumálum
  • Viðburðadagatal, fréttaveita, blogg og gagnasafn
  • Stuðningur við fullorðinsfræðsluaðila
  • Vettvangur til að deila sérþekkingu og læra hvert af öðru

Hvert er markmiðið?

Meginmarkmiðið með Epale er að efla samskipti fagfólks sem sér um fullorðinsfræðslu í Evrópu með það að markmiði að efla gæði formlegrar og óformlegrar menntunar fullorðinna.

Á EPALE vefgáttinni er hægt að:

  • Finna viðburði, ráðstefnur, námskeið, vefnámskeið o.fl.
  • Skrá eigin viðburði til að fá erlenda þátttakendur
  • Sækja faglegan fróðleik og fylgjast með
  • Blogga á lokuðu vefsvæði og deila fróðleik
  • Hafa áhrif á þróun vefgáttarinnar (viðhorfskannanir)
  • Finna samstarfsaðila í verkefni

Hlutverk Rannís

Rannís er tengiliður fyrir EPALE á Íslandi (NSS – National Support Service).

Hlutverk RANNÍS er að miðla efni milli íslenskra og evrópskra fagaðila í fullorðinsfræðslu á vefgátt EPALE, hvetja fagaðila til að skiptast á skoðunum þar, skrá viðburði eða vekja athygli á því sem er til fyrirmyndar í fullorðinsfræðslu hér á landi.

Ef þú vilt miðla einhverju eða ert með hugmyndir um slíkt efni, hvetjum við þig til að senda okkur póst á epale@rannis.is

Myndband um raunfærnimat


Þetta myndband má finna hér á ensku: Video on validation on prior learning

Viðtal við Önnu Margréti og Lindu um Epale

Þetta myndband má vinna hér á ensku: Interview with Anna Margrét and Linda.

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica