Hvert langar þig að fara? Ertu með hugmynd að verkefni? Í þessu aðventukaffi verða kynnt helstu atriði og tækifæri í Erasmus+ og European Solidarity Corps og síðan gefst tækifæri á að eiga óformlegt spjall yfir léttum kaffiveitingum. Öll velkomin fimmtudaginn 4. desember kl.15:00.
Lesa meira
Verið velkomin á óformlegt kaffispjall (á netinu) með rannsakendum í ESRCI-rannsóknarverkefni Háskóla Íslands miðvikudaginn 3. desember kl. 10:00.
Verkefnið skoðar reynslu flóttafólks frá Sýrlandi og Írak, sem kom til landsins á árunum 2016–2021 en í rannsókninni er athygli sérstaklega beint að inngildingu barna og ungmenna á flótta í íslensku samfélagi.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsir umsóknarfresti fyrir árið 2026 í sjálfboðaliðaáætluninni European Solidarity Corps (ESC). ESC áætlunin styður ungt fólk sem vill fara erlendis í sjálfboðastarf eða framkvæma samfélagsverkefni í eigin nærumhverfi.
Lesa meira