Útgáfur og skýrslur

Skýrslur gefnar út 2023

Greining á umsóknum í Erasmus+ og áherslum

Við vinnslu þessarar skýrslu sumarið 2023 voru skoðuð og greind þau verkefni sem hafa hlotið Erasmus+ styrk á fyrstu árum núverandi tímabils (2021-2027). Sérstaklega var sjónum beint að fjórum helstu áhersluatriðum áætlunarinnar, sem eru: sjálfbærni, inngilding, stafræn þróun og virkni í lýðræðissamfélagi, og hvernig umsækjendur tókust á við þau.

Skoða skýrslu

Eigindleg rannsókn á áhrifum starfsmannaskipta

Rannís tók þátt í eigindlegri rannsókn á áhrifum starfsmannaskipta árin 2022-2023, sem gerð var í framhaldi af greiningu á skýrslum starfsfólks háskóla sem tók þátt í Erasmus+ á síðasta tímabili. Vinnan við úttektina var leidd af Academic Cooperation Associaton og skýrslan gefin út í desember 2023. 

Skoða skýrslu

Skýrslur gefnar út 2021

Þátttaka Íslands í áætlunum ESB 2014-2020: Drög

Í þessari samantekt eru birtar upplýsingar um árangur Íslands í þeim fjórum áætlunum ESB sem Rannís hafði umsjón með á tímabilinu 2014-2020: Horizon 2020, á sviði rannsókna- og nýsköpunar, Erasmus+ og European Solidarity Corps á sviði menntunar, æskulýðsmála og sjálfboðastarfa og Creative Europe í kvikmyndum og menningu.

Skoða skýrslu

Greining á starfsmannaskiptum í Erasmus+

Rannís tók þátt í greiningu á skýrslum starfsfólks háskóla sem tók þátt í Erasmus+ á tímabilinu 2014-2019 og var skýrslan gefin út sumarið 2021. Hún gerði Landskrifstofu Erasmus+ kleift að bera saman áhrif þátttökunnar, viðurkenningu á henni og ánægju þátttakenda hér á landi saman við útkomuna í átta öðrum löndum. Vinnan við úttektina var leidd af Academic Cooperation Associaton

Skoða skýrslu

Skýrslur um áhrif Erasmus+ í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og skólahluta

Íslenska landskrifstofan tók þátt í verkefni sem leitt var af austurrísku landskrifstofunni á tímabilinu 2017-2021. Tilgangur verkefnisins var að nota fyrirliggjandi gögn úr þátttakendaskýrslum náms- og þjálfunarverkefna til að meta áhrif Erasmus+ áætlunarinnar. Verkefnið var unnið í þremur hlutum, starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og skólahluta, og voru unnar skýrslur fyrir hvern hluta fyrir sig. Skýrslurnar eru á ensku.

Country-report-Iceland-VET_final-version
Report-Impact-Assessment_SE_final
Showing-and-Identifying-Impact-of-E-on-EU-and-National-Level-in-VET_Part-2
Showing-and-Identifying-Impact-of-E-on-EU-and-National-Level-in-VET_Part-1
Impact-Assessment-AE_Final-Report

Skýrslur gefnar út 2018

Flæði íslenskra háskólanema

Sem hluti af þátttöku Íslands í Eurostudent VI var unnin sérstök greining um alþjóðlegt flæði og hreyfanleika íslenskra háskólanema. Greiningin fór fram innan ramma verkefnisins Bologna Reform in Iceland II (BORE II), sem Rannís stýrði og var styrkt af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gegnum Erasmus+.

Skoða skýrslu

Skýrslur gefnar út 2017

Skýrsla um mat og framvæmd og áhrifum Erasmus+ á Íslandi

Skýrslan er á ensku og er liður í mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á því hvernig tekist hefur til um framkvæmd styrkjaáætlunar ESB Erasmus+. Sambærilegar skýrslur voru gerðar í öllum ríkjum þar sem Erasmus+ áætlunin er starfrækt.

Skoða skýrslu

Skýrslur gefnar út 2016

Erasmus+ á háskólastigi - norræn úttekt (á ensku).

Í þessari skýrslu eru borin saman gögn frá Norðurlöndunum til að gefa yfirlit yfir nokkra þætti alþjóðlegra starfsemi stofnananna, og einnig til að varpa ljósi á þróun ákveðinna þátta á landsvísu.

Markmiðið með verkefninu var einnig að hjálpa norrænum stofnunum við að útskýra hlutverk alþjóðlegrar samvinnu í tengslum við evrópska áætlun um framþróun æðri menntunar (European Modernisation Agenda for Higher Education).

Skýrslan var unnin í samstarfi Landsskrifstofua fyrir Erasmus+ á Norðurlöndunum fimm: Finnlandi, Íslandi, Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

ECHE - analysis

Skýrslur gefnar út 2015

Skýrsla um þjálfun matsmanna í Erasmus+ (á ensku)

Verkefni sem stýrt var af íslensku Landskrifstofunni í samstarfi við Landskrifstofur Svíþjóðar og Noregs.

Model for Expert Training 2015 - Evalution Report
Training for Erasmus+ Experts - kennsluefni fyrir matsmennt

Skýrslur gefnar út 2014

Framkvæmt stefnumótunar Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum: Tillögur um aðgerðir

Skýrsla gefin út af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þann 14. nóvember 2014.

Skoða skýrslu
Þetta vefsvæði byggir á Eplica