Tölfræði

Helstu tölur Erasmus+ og European Solidarity Corps á Íslandi

  • Árið 1992 fóru fyrstu Íslendingarnir í nám og þjálfun erlendis með styrk frá Erasmus.

Erasmus+ áætlunin styrkir verkefni á sviði menntunar, æskulýðsmála og íþrótta. Hún hóf göngu sína árið 2014 í núverandi mynd og árið 2021 tók við nýtt tímabil sem gildir til ársins 2027. European Solidarity Corps áætlunin hófst árið 2019 á Íslandi og nýtt tímabil árið 2021.

Yfirlit yfir úthlutun styrkja frá 2014

Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanirnar er dreifstýrðar og fær hvert þátttökuland áætlunarinnar ákveðna upphæð til úthlutunar á hverju ári. Upphæðin er ákveðin á vettvangi ESB fyrir hvert skólastig á grundvelli reikniformúlu þar sem m.a. er tekið tillit til fólksfjölda og árangurs. Við úthlutun til þátttökulandanna hefur Ísland notið góðs af smæð landsins og árangurs fyrri ára.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi sér um umsýslu áætlananna hér á landi og úthlutar styrkjum til verkefna. Á hverju ári er samtals um 6-10 milljónum evra úthlutað til íslenskra aðila í öllum flokkum. Útbúið hefur verið gagnvirkt yfirlit um úthlutun síðustu ára þar sem skoða má ýmsar upplýsingar meðal annars um fjölda styrktra verkefna og styrkupphæðir.

Skoða yfirlit

Úthlutun styrkja á Íslandi frá 2021

Nýtt tímabil hófst í Erasmus+ og European Solidarity Corps árið 2021. Teknar hafa verið saman helstu tölur um úthlutun frá því að nýtt tímabil hófst í gagnvirku yfirliti. Meðal annars er hægt er að skoða dreifingu styrkja og úthlutun eftir umsóknarári eða verkefnaflokkum. 

Skoða yfirlit

Ferða- og uppihaldsstyrkir 2014-2020

Veigamikill þáttur í Erasmus+ er að veita ferða- og uppihaldsstyrki til stofnana og samtaka í menntun og æskulýðsstarfi sem gefur þátttakendum  tækifæri til að öðlast víðtæka reynslu í þátttökulöndum Erasmus+. Áætlunin gerir þúsundum Evrópubúa kleift að vera á faraldsfæti ár hvert til að sækja sér þekkingu og reynslu. Ísland tekur líka á móti miklum fjölda Evrópubúa sem ferðast á vegum áætlunarinnar og að jafnaði koma um tvöfalt fleiri til landsins en fara frá því. Haldið er utan um ferðirnar á kerfisbundinn hátt og útbúin hefur verið gagnvirk tölfræði um ferðir til og frá Íslandi í verkefnum sem styrkt voru á tímabilinu 2014-2020.

Skoða yfirlit

Framvinda Erasmus+ verkefna á Íslandi 2014-2020

Styrkt verkefni geta verið 3 mánuði til 3 ár í framkvæmd og því munar talsverðu á tölum í loknum verkefnum og styrktum verkefnum sérstaklega síðustu þrjú ár. Athugið að gögnin er hægt að sía með því að velja umsóknarár, flokk eða hluta.

Skoða yfirlit

Kort yfir Evrópustyrki

Hægt er að sjá yfirlit yfir úthlutun Evrópustyrkja á Íslandi eftir landsvæðum og lögaðilum frá árinu 2000 á stóru yfirlitskorti. Kortið býður upp á ýmsa möguleika á að sía gögn eftir árum og áætlunum. T.d. er hægt að velja að sjá eingöngu gögn um Erasmus+.

Skoða kort
Þetta vefsvæði byggir á Eplica