Að sækja um inngildingarstyrk
Leiðbeiningar fyrir verkefnastjóra
Þegar óskað er eftir inngildingarstyrkjum í Erasmus+ verkefnum þarf að fylgja rökstuðningur og lýsing á því hvernig styrkurinn mun nýtast til að stuðla að inngildingu í verkefninu
Til þess að fá samþykkt aukafjármagn þegar sótt er um styrk
vegna inngildingar er ekki nóg að tilgreina að óskað sé eftir
inngildingarstyrk. Nauðsynlegt er að færa rök fyrir því hvers vegna
óskað er eftir styrknum. Athugið að Erasmus+ býður upp á víðan ramma um hvað getur
vakið þörf á inngildingu. Yfirleitt þegar beiðnum um
inngildingarstyrk er hafnað þá vantar útskýringar um hvernig styrkurinn verði nýttur.
Við mælum með að rökstuðningurinn sé settur skýrt fram í umsókninni (þótt stundum sé hægt að sækja um inngildingarstyrk eftir á þá er ekki hægt að treysta á það í öllum verkefnaflokkum).
- Sótt er um inngildingarstyrk
til að greiða kostnað sem er nauðsynlegur
til að tryggja að einstaklingur (einn eða fleiri) getur tekið þátt sem gæti það
annars ekki
- þ.e. ef þessi auka kostnaður væri ekki greiddur gæti einstaklingurinn
ekki tekið þátt í Erasmus+ verkefninu (yfirhöfuð eða á jöfnum fæti við aðra)
Undir þetta getur fallið
- flutningur á búnaði, kostnaður vegna nauðsynlegs
búnaðar, kostnaður við að komast til/frá afskekktum svæðum innanlands, kostnaður vegna
aðgengis
- kostnaður vegna aðstoðarmanneskju vegna
persónulegra eða heilsufarslegra ástæðna
- t.d. túlkar, aðstoðarmanneskjur eða
fylgdarmanneskjur
Við gerð umsókna
Gott er að hafa eftirfarandi í huga við gerð umsókna:
- Lýsing á aðstæðum þátttakenda (hér er átt við
aðstæður eða atriði sem geta vakið inngildingarþörf, ekki persónugreinanlega
lýsingu)
- Lýsing á verkefni – hvað verður gert í
verkefninu svo allir þátttakendur geti tekið þátt
- Sundurliðuð lýsing á kostnaði
- Sýna fram á að nauðsyn sé fyrir hendi
- Rökstyðja þarf kostnaðinn
- T.d. með því að láta útreikninga fylgja
Þarf að útskýra hvernig á að nýta
inngildingarstyrkinn til að gera verkefnið meira inngildandi
- Nefna amk einn flokk sem Erasmus+
tilgreinir um hópa sem þurfa inngildingu
- Fötlun (Disability)
- Veikindi (Health problems)
- Hindranir tengdar menntakerfinu (Barriers linked
to education and training systems)
- Menningarmunur (Cultural differences)
- Félagslegar hindranir (Social barriers)
- Efnahagslegar hindranir (Economic barriers)
- Hindranir vegna mismununar (Barriers linked to
discrimination)
- Landfræðilegar hindranir (Geographical
obstacles)
Við mælum með að hafa samband við Landskrifstofu áður
en sótt er um, til að útfæra styrkbeiðnina rétt í umsóknarforminu.
Aðeins um umsýslustyrk vegna inngildingar (í KA1)
Umsýslustyrkur (e. organisational support) er hugsaður til að auðvelda styrkþegum að huga að inngildingu í sínum verkefnum. Landskrifstofa Erasmus+ hvetur umsækjendur til að hafa eftirfarandi í huga.
- Umsýslustyrkur er styrkur sem fæst fyrir hvern skráðan þátttakanda sem skráður er með færri tækifæri í verkefninu (samkvæmt útfyllingu í umsókn)
- Yfirleitt 125 evrur fyrir hvern einstakling (í öllum hlutum áætlunarinnar nema háskólahluta)
Ekki þarf að fylgja rökstuðningur á umsóknarstiginu en hafið í huga að Landskrifstofa Erasmus+ getur óskað eftir útskýringum á því hvernig styrknum var háttað t.d. við skil lokaskýrslna og á meðan verkefninu stendur.
- Umsýslustyrkur er styrkur sem rennur til styrkþegans en ekki beint til stakra þátttakanda.
- Styrkþegi má þó ákveða að úthluta styrknum beint til þátttakenda.
- Þegar einnig er sótt um raunkostnað vegna ferðar þátttakenda þá dugar að útskýra að umsýslustyrkur hafi farið í umsýsluna sem fylgir umsókn um raunkostnað.
Þegar ekki er sótt um raunkostnað heldur einungis merkt við að þátttakendur í verkefninu hafi færri tækifæri þarf að nýta fjármagnið á einhvern hátt til að gera verkefnið meira inngildandi.