ESC - Sjálfboðaliðaverkefni og samfélagsverkefni

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í European Solidarity Corps fyrir árið 2024.

Næstu umsóknarfrestir í ESC:

Sjálfboðaliðaverkefni: 20. febrúar kl. 11:00 og 1. október kl. 10:00. 

Samfélagsverkefni: 20. febrúar kl. 11:00, 7. maí klukkan 10 og 1. október kl. 10:00


Sækja þarf um gæðavottun (e. Quality Label) áður en sótt er um fjármagn fyrir sjálfboðaliðaverkefnum. Hægt er að skila inn umsóknum í gæðavottun allt árið um kring. 

Verkefnaflokkar

Á heimasíðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má finna handbók European Solidarity Corps. Einnig er velkomið að setja sig í samband við starfsfólk Landskrifstofunnar á Íslandi til að fá nánari upplýsingar um þau skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að geta sótt um styrki í  European Solidarity Corps.

Sækja um
Þetta vefsvæði byggir á Eplica