Nám og þjálfun á sviði fullorðinsfræðslu

Fyrir hverja?

Lögaðilar og stofnanir sem sinna fullorðinsfræðslu geta sótt um styrki fyrir starfsfólk sitt til að sinna gestakennslu eða annarri starfsþróun erlendis.

Til hvers?

Lögaðilar og stofnanir í fullorðinsfræðslu geta sótt um ferða-, uppihalds- og námsstyrki fyrir starfsfólk sitt til að að taka þátt í mismunandi verkefnum í 2 - 60 daga í einu af þátttökulöndum Erasmus+.

Starfsfólk getur sinnt kennslu eða þjálfun hjá samstarfsstofnun erlendis eða stundað starfsþjálfun, s.s. með þátttöku í fagtengdum námskeiðum eða vinnustofum, starfsspeglun (job shadowing) eða skipulögðum heimsóknum til fullorðinsfræðsluaðila erlendis.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur var til 11. febrúar 2020, kl 11:00 að morgni.

Opna rafrænt umsóknarform

Athugið að umsóknareyðublöðin eru vef-eyðublöð og það þarf EU Login aðgang til að nálgast þau

Erasmus+ í fullorðinsfræðslu

Erasmus+ veitir fullorðinsfræðslustofnunum tækifæri til að sækja um styrki til að senda starfsfólk sitt til samstarfsaðila í fullorðinsfræðslu í einu af þátttökulöndum áætlunarinnar til að sinna kennslu og starfsþjálfun eða sækja sér meiri þekkingu á sviði fullorðinsfræðslu, s.s. með þátttöku á fagtengdum námskeiðum eða í gegnum starfskynningu hjá fullorðinsfræðsluaðilum.

Hvert er markmiðið?

Starfsfólk getur sinnt kennslu eða þjálfun hjá samstarfsstofnun erlendis eða stundað starfsþjálfun, s.s. með þátttöku í fagtengdum námskeiðum eða vinnustofum, starfsspeglun (job shadowing) eða skipulögðum heimsóknum til fullorðinsfræðsluaðila erlendis.

Markmið náms- þjálfunarverkefna á sviði fullorðinsfræðslu er að styðja við þátttöku íslenskra fullorðinsfræðsluaðila í alþjóðlegu samstarfi, vinna að markmiðum Evrópusambandsins í fullorðinsfræðslu, s.s. auka grunnfærni og efla getu fullorðinna til atvinnuþátttöku og styrkja Evrópusamstarf stofnana á þessu sviði. Markmiðið er sömuleiðis stuðla að yfirfærslu þekkingar og auka færni og hæfni þeirra sem sinna fullorðinsfræðslu í Evrópu.

Hverjir geta sótt um?

Einungis fullorðinsfræðslustofnanir og aðilar sem sinna skipulagningu fullorðinsfræðslu geta sótt um styrki úr fullorðinsfræðsluhluta Erasmus+ en ekki einstaklingar.

Þátttakendur eru starfsfólk fullorðinsfræðslustofnana en markmið dvalarinnar erlendis þarf að tengjast með beinum hætti stefnu stofnunarinnar sjálfrar og markmiða með þátttöku í Evrópusamstarfi (Sjá nánar European Development Plan).

Sömuleiðis geta stofnanir sótt saman um náms- og þjálfunarstyrki fyrir margar smærri fullorðinsfræðslustofnanir í sama landi í svokölluðu samstarfsneti (consortium).  Umsækjandi þarf í þessu tilviki ekki að vera fullorðinsfræðsluaðili/stofnun en stofnanir sem senda þátttakendur til annarra landa þurfa að sinna fullorðinsfræðslu. Fullorðinsfræðsluaðili/stofnun getur á sama tíma tekið þátt í samstarfsneti og sótt ein um styrk.

Aðilar/stofnanir sem sinna fullorðinsfræðslu geta m.a. verið:

 • Fullorðinsfræðslustofnanir sem sinna ólíkum markhópum, s.s. fötluðum einstaklingum.
 • Háskólar sem sinna endur- og símenntun.
 • Lítil og meðalstór fyrirtæki.
 • Aðilar vinnumarkaðar, s.s. samtök aðila iðnaðar, atvinnulífs og launþega.
 • Opinberir aðilar, s.s. á sveitarstjórnarstigi.
 • Rannsóknarstofnanir.
 • Stofnanir sem eru ekki reknar í ábataskyni (NGOs).
 • Bókasöfn og menningarstofnanir.
 • Stofnanir sem sinna náms- og starfsráðgjöf.

Hvað er styrkt?

 • Styrkir til náms og þjálfunar samanstanda af ferðastyrk annars vegar og uppihaldsstyrk hins vegar.  Hvorutveggja eru fastar upphæðir og taka mið af fjarlægð til viðkomustaðar og uppihaldskostnaði í viðkomandi landi.

 • Veittur er styrkur að hámarki 70€ á dag (að hámarki í tíu daga eða 700€)  til að sækja skipulögð námskeið.

 • Fatlaðir einstaklingar geta sótt um viðbótarstyrki vegna viðbótarkostnaðar sem hlýst af þátttöku þeirra.

 • Umsækjendur fá sömuleiðis fastan umsýslustyrk, 350€ fyrir hvern þátttakanda til að sinna undirbúningi, utanumhaldi og eftirfylgni.

Allar nánari upplýsingar er að finna á blaðsíðum 71 - 77 í Erasmus+ handbókinni.

Lengd dvalar

Þátttakandi verður að dvelja erlendis í tvo daga hið minnsta (fyrir utan ferðadaga) og í tvo mánuði að hámarki.

Hvernig er hægt að finna samstarfsaðila?

Stofnanir verða sjálfar að finna sér samstarfsaðila en ekki er nauðsynlegt að að þeir liggi allir fyrir í umsóknarferlinu. Hægt er að leita að samstarfsaðilum á EPALE, vefgátt fullorðinsfræðslu í Evrópu.

Skilyrði úthlutunar

Áður en sótt  er um styrk í Erasmus+ þarf að skrá umsækjandann (stofnunina/lögaðilann) inn á vegátt Framkvæmdastjórnar ESB (European Commission Authentication Service (ECAS). ECAS aðgangur er síðan notaður til að skrá stofnunina/lögaðilann inn í URF (Unique Registration Facility) til að sækja svokallaðan PIC-kóða, sem er sérlegur einkenniskóði fyrir hverja stofnun/lögaðila. 

Framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út handbók um hvernig staðið er að þessari skráningu og nánari leiðbeiningar er að finna hér .

Fullorðinsfræðsluaðili sem sækir um skal hafa markað sér stefnu um evrópskt samstarf (European Developing Plan). Ferðir sem sótt er um skulu mæta þörfum stofnunarinnar til að nútímavæðast, vera hluti af faglegri starfsþróun starfsfólks og falla að stefnu skólans um evrópskt samstarf (S já meira um European Development Plan, bls 269 í Erasmus+ handbókinni (Programme Guide) .

Þátttökulönd

Lögaðilar í þátttökulöndunum 33 í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt.  Þetta eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Liechtenstein og Noregur, auk Tyrklands, Serbíu og Makedóníu.

Í fyrsta sinn frá upphafi menntaáætlunar ESB geta þátttökulönd sem eru ekki aðilar að Evrópusambandinu sótt um tvíhliða verkefni, s.s. Ísland og Noregur eða Ísland og Tyrkland.

Kennslumyndband 2020

Kennslumyndbandið er frá 2019 en leiðbeiningar gilda fyrir umsóknarfrest 5. febrúar 2020.
Ath. að PIC-númer kallast nú OID-númer.

 Umsóknarskrif                                                         
 

Kennslumyndband

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica