Sjálfboðaliðaverkefni

Fyrir hverja?

Ungt fólk á aldrinum 18-30 ára. Sjálfboðaliðaverkefnin geta verið annars vegar í Evrópu og hins vegar innanlands. Samtök og sveitarfélög geta sótt um að taka á móti eða senda einstaklinga í 2-12 mánuði, einnig er hægt að senda eða taka á móti einstaklingum sem búa við færri tækifæri í 2 vikur til 2 mánuði. Hópar geta einnig tekið þátt í 2 vikur til 2 mánuði og þá sem 10-40 manns saman.

Til hvers?

Að hvetja til aukinnar samfélagslegrar samheldni með sjálfboðastarfi. Að efla þátttöku ungs fólks og samtaka í aðgengilegri og vandaðri sjálfboðaliðaáætlun. Að efla samheldni, samstöðu, lýðræði og borgaralega þátttöku í Evrópu auk þess að stuðla að félagslegri aðlögun. Einnig að tryggja þátttöku ungs fólks með færri tækifæri með ýmsum sérstökum úrræðum. Að stuðla að evrópskri samvinnu sem skiptir máli fyrir ungt fólk og vekja athygli á jákvæðum áhrifum þess.

Umsóknarfrestir: Þrír umsóknarfrestir eru á hverju ári; í febrúar, apríl og október.

Ekki er opið fyrir umsóknir.

Hvert er markmiðið?

Sjálfboðaliðastörf hafa tvíþættan ávinning; annars vegar fyrir sjálfboðaliðann og svo hins vegar fyrir nærumhverfið sem nýtur góðs af sjálfboðaliðastörfunum. Að taka þátt í sjálfboðaliðastörfum er hvetjandi og styrkjandi upplifun fyrir þau sem vilja hjálpa öðrum og þroskast á sama tíma.

Hverjir geta tekið þátt?

Áætlunin er opin öllum og er lögð áhersla á að sjálfboðaliðaverkefnin séu án aðgreiningar svo allir geti tekið þátt. Stofnanir og samtök þurfa Gæðavottun til að geta tekið á móti sjálfboðaliðum og ungt fólk getur boðið sig fram í sjálfboðaliðaverkefni í Evrópu.

Hvernig verkefni eru þetta?

Verkefnin eru fjölbreytt en snúast um að sjálfboðaliðarnir séu að gefa af sér til samfélagsins. Viðfangsefnin geta verið að aðstoða fjölbreytta þjóðfélagshópa, sinna umhverfismálum, miðla menningu og listum og margt fleira.

Hvernig sæki ég um Sjálfboðaliðaverkefni?

Samtök og stofnanir sækja sér OID númer í gegnum organisation registration system. Því næst er sótt um Gæðaviðurkenningu sem þarf til að tryggja að umsóknaraðili fylgi markmiðum áætlunarinnar. Svo er sótt um í gegnum rafrænt umsóknarkerfi. Gæðaviðurkenning (Quality label) og Volunteering projects (ESC11).

Ungt fólk sem hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði skráir sig í vefgátt European Solidarity Corps. Þar eru aðgengileg þau verkefni þar sem óskað er eftir sjálfboðaliðum og þar er einnig hægt að búa til prófíl sem verkefnastjórar geta séð.

Sjálfboðaliði - Júlía

Sjálfboðaliði - Guðmundur

Nánari upplýsingar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica