Evrópsk vefgátt fyrir skólasamfélagið (ESEP)

Evrópsk vefgátt fyrir skólasamfélagið - frá leikskólum til grunn- og framhaldsskóla og list-, iðn- og verknáms á framhaldsskólastigi.

Fyrir hverja?

  • Kennara og annað starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla
  • Skólastjórnendur og alþjóðafulltrúa
  • Ráðgjafa og sérfræðinga sem starfa með skólum
  • Háskóla sem bjóða upp á kennaramenntun
  • Öll sem hafa áhuga á málefnum skólasamfélagsins

Hvað býður ESEP?

  • Fréttir og stefnuþróun í skólamálum í Evrópu
  • Kennslugögn og efni til að styðja við kennslu og faglega kennsluhætti
  • Upplýsingar um Erasmus+ styrki og tækifæri
  • Starfsþróun: stutt netnámskeið, vinnustofur og ráðstefnur
  • Leit að samstarfsaðilum í eTwinning, Erasmus+ og Jean Monnet verkefni

Vefgáttin hýsir einnig eTwinning, sem er samfélag og samstarfsvettvangur fyrir skóla og kennara í Evrópu.

Námskeið og starfsþróun

Í námskeiðaskránni (Course Catalogue) á ESEP er að finna skrá yfir námskeið sem eru í boði víðs vegar í Evrópu – bæði ókeypis netnámskeið og staðnámskeið.

Skólar sem vilja senda starfsfólk í alþjóðlega símenntun geta sótt um styrki í skólahluta Erasmus+.

Samstarfsaðilar

Í samstarfsleit ESEP er hægt að finna samstarfsaðila fyrir alþjóðleg verkefni, þar á meðal skóla sem bjóða upp á starfsskoðun eða kennsluheimsóknir.

eTwinning

Með eTwinning geta kennarar og nemendur tekið þátt í alþjóðlegu skólasamstarfi á öruggu svæði innan ESEP. Verkefnin eru sveigjanleg og auðveld í framkvæmd og bjóða upp á fjölbreyttar leiðir til að efla kennslu og nám. Þú getur hafið verkefni hvenær sem er og í eTwinning er enginn umsóknarfrestur. 

Hvernig byrjar þú?

  1. Skráðu þig með EU Login
  2. Búðu til aðgang á ESEP
  3. Virkjaðu eTwinning ef þú ert kennari eða starfsmaður skóla
  4. Finndu samstarfsaðila, námskeið eða viðburði sem henta þér







Þetta vefsvæði byggir á Eplica