Fjölþjóðleg tengslaráðstefna um Erasmus+ samstarfsverkefni á háskólastigi haldin í Varsjá 23.-26. október 2023

Umsóknarfrestur liðinn

Heiti viðburðar: Get Connected! Advancing higher education through new Erasmus+ cooperation parnerships (Go-ahead)

Fyrir: Starfsfólk háskóla sem hefur áhuga á að taka þátt í Erasmus+ samstarfsverkefnum

Tungumál: Enska

Hvar: Varsjá, Póllandi

Hvenær: 23.-26. október 2023

Umsóknarfrestur: Til og með 30. júní 2023

Sótt er um á heimasíðu Salto

Þema og markmið:

Á þessari tengslaráðstefnu fá þátttakendur tækifæri til þess að auka þekkingu sína á Erasmus+ samstarfsverkefnum, efla tengslanet sitt og kynnast mögulegum samstarfsaðilum og sækja innblástur að nýjum verkefnum. Sjá nánar um þema og markmið á heimasíðu Salto

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2

Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is
Þetta vefsvæði byggir á Eplica