Takið þátt í fögnuðinum!

Evrópusambandið býður öllum að taka þátt og að bæta viðburðum sem tengjast ungu fólki þetta árið á evrópska viðburðakortið. Þetta geta verið rafrænir viðburðir eða viðburðir í raunheimum, námskeið, ráðstefnur, málfundir, ræðukeppnir, listasýningar, tónleikar, tónlistarhátíðir, leiklistarsýningar, herferðir - í rauninni hvað sem er sem tengist ungu fólki!

Hvernig set ég viðburðinn minn á kortið?

Það er mjög auðvelt að bæta viðburði á kortið:

1. Stofnið eða skráið ykkur inn á EU login

2. Þar veljið þið ‘Report activity' undir flipanum ‘Activities'.

3. Næst veljið þið ‘New Activity', bætið við upplýsingum um viðburðinn, vistið og skráningin er tilbúin!

4. Landskrifstofa Erasmus+ og ESC á Íslandi tekur á móti skráningunni og staðfestir viðburðinn. Þá mun hann birtast á kortinu.

Við hvetjum ykkur til þess að setja inn viðburði, vekja athygli á Evrópuári unga fólksins og láta raddir ykkar heyrast! Það er líka hægt að bæta við viðburðum eftir að þeir eiga sér stað.


Kynningarmyndband

Kynningarefni

Merki (e. logo) ársins er aðgengilegt á öllum evrópskum tungumálum í nokkrum mismunandi litum. Við hvetjum ykkur til þess að nota merkið og myllumerkið #EYY2022 #EuropeanYearOfYouth á viðburðunum. Framkvæmdastjórn ESB hefur einnig birt frekara kynningarefni og útbúið leiðbeiningar um notkun þess.

Saman náum við að vekja athygli á Evrópuárinu svo það verði sem árangursríkast. Við hlökkum til að efla samstöðu ungs fólks í álfunni með ykkur og koma á jákvæðum breytingum.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica