Hvenær: 12. september kl. 11:00 og kl. 13:00
Vefstofa 12. september kl. 11:00
Vefstofa 12. september kl. 13:00
Vefstofurnar eru ætlaðar þeim sem hyggjast sækja um í æskulýðshlutanum þann 1. október n.k. Fjallað verður um ungmennaskipti, nám- og þjálfun starfsfólks í æskulýðsstarfi, þátttökuverkefni ungs fólks, DiscoverEU Inclusion Action og samfélagsverkefni í European Solidarity Corps áætluninni.
Þau sem hafa hugsað sér að sækja um eru hvött til að skoða heimasíðu Erasmus+ – en þar eru upplýsingar um skilyrði umsókna, hvernig umsókn er metin og upphæðir styrkja.
Á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má finna handbækur fyrir Erasmus+ og European Solidarity Corps. Einnig er velkomið að setja sig í samband við starfsfólk Landskrifstofunnar á Íslandi til að fá nánari upplýsingar um þau skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að geta sótt um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps.
Upplýsingarnar á þessari síðu eru birtar með fyrirvara um villur og breytingar. Allar tímasetningar miðast við íslenskan tíma.
Auglýsing um umsóknir í Erasmus+ fyrir árið 2025 í heild sinni.
Auglýsing um umsóknir í European Solidarity Corps fyrir árið 2025 í heild sinni.
Sjá viðburði framundan hér.