Tengslaráðstefna um smærri samstarfsverkefni fyrir starfsmenntaskóla og stofnanir

Umsóknarfrestur til og með 19. maí 2025

 

Heiti viðburðar: ​​Empowering VET through Erasmus+: A Small-Scale Partnership Building

Fyrir: Starfsfólk í starfsmenntaskólum og stofnunum sem hafa áhuga á að taka þátt í og/eða sækja um smærri samstarfsverkefni en hafa litla reynslu í Erasmus+ og eru að leita að samstarfsfélögum.

Tungumál: Enska

Hvar: Ríga, Lettland

Hvenær: 8-11. október 2025

Umsóknarfrestur: Til og með 19. maí 2025

Sótt er um á heimasíðu Salto

Nánari upplýsingar um þema og markmið má finna á heimasíðu Salto

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2

Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan námskeiðinu stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica