Umsóknarfrestur til og með 5. júní 2025
Heiti viðburðar: International Mobility Within the Teacher Training Programmes in Higher Education
Fyrir: Starfsfólk háskóla sem er leiðandi eða styðjandi við þróun á kennaramenntun, kennara eða starfsfólk í stjórnsýslu
Tungumál: Enska
Hvar: Stokkhólmi, Svíþjóð
Hvenær: 7-9. október 2025
Umsóknarfrestur: Til og með 5. júní 2025
Nánari upplýsingar um þema og markmið má finna á heimasíðu Salto
Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2
Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan námskeiðinu stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.
Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is